Fćrsluflokkur: Tónlist

Unglingahljómsveit frá Norđfirđi

Getraun dagsins. Ţekkiđ ţiđ međlimi og umbođsmanninn?

Súellen í árdaga


Tónleikar á Austurlandi

Fimmtudag 18. okt. Fjarđahótel Reyđarfirđi kl. 21:00

Föstudag 19. okt. Hótel Hérađ Egilsstöđum kl. 22:00

Laugardag 20. okt. Hótel Framtíđ Djúpavogi kl. 22:00

Sunnudag 21. okt. Kaffi Sumarlína Fáskrúđsfirđi kl. 21:00

 Gummi og Halli trúbb Lög af diskinum “Íslensk tónlist”, Bestu lög Halla Reynis, Súellen lög og fl.

Miđaverđ 1500 kr.

Laugardaginn 1. des. ásamt Hnökkunum. Dansleikur í Skrúđ á Fáskrúđsfirđi 

Útgáfutónleikar í Reykjavík

Já góđir landsmenn! Strákurinn ćtlar bara ađ drífa sig suđur og halda útgáfutónleika í höfuđborginni. Tónleikarnir verđa á skemmtistađnum Organ í Hafnarstrćti. Ţetta eru sameiginlegir tónleikar Dúkkulísa og ţess sem hér bloggar. Dúkkulísur voru ađ gefa út disk međ nýju og gömlu efni í tilefni af 25 ára afmćli sveitarinnar.

Ég verđ međ stórskotaliđ međ mér: Halli Reynis trúbador gítar, Jakob Magnússon bassi (SSsól og fl.), Erik Qvick trommur og Tommi Tomm rafgítar (Rokkabillýbandiđ). Sjá mynd hér ađ neđan sem tekin var á dögunum. Súellen, gamlir

 

Ég vonast til ađ sjá sem flesta á tónleikunum sem hefjast kl. 20:30. 11. október (fimmtudag).

Svo stendur til ađ sýna loksins lag međ mér í Kastljósi annađ kvöld (miđvikudag). Allir ađ horfa!


Trúbadorahátíđ gekk vel

Hátíđin var vel sótt og stóđu allir tónlistarmenn sig međ sóma. Tónleikar í safnahúsinu á föstudag voru hreint út sagt FRÁBĆRIR! föstudagstrúbbarSjá mynd hér til hćgri: Gummi Jóns, Magnús Ţór, Auđunn Bragi, Halli Reynis og Guđmundur R.

Ţví miđur voru veđur válynd á laugardegi og ţví komust Ingvar Valgeirs og Einar Ágúst ekki austur. Guđmundur Haukur og Marinó fylltu ţeirra skarđ og fóru létt međ ţađ Wink

Ég og Arnar Guđmundsson brunuđum svo í Mjóafjörđ á sunnudagskvöld og héldum ţar skemmtilega tónleika og fengum góđar viđtökur eins og viđ var ađ búast hjá Mjófirđingum.

Ég vil ţakka öllum sem komu fram fyrir yndislega tónlist og styrktarađilum fyrir stuđninginn. Sjáumst ađ ári... vonandi!


Queen frá Norđfirđi

Félagar mínir úr Brján (sem nú kalla sig Smile) eru ađ fara suđur og meika ţađ... enn og aftur. Ég hvet alla til ađ mćta enda frábćrir tónlistarmenn á ferđinni.

Queenhelgin verđur haldin á Players föstudaginn 5. október og laugardaginn 6. október. Íslenska Queen tribute - bandiđ Smile mun halda uppi fjörinu bćđi kvöldin međ Bjarna Frey, Jónsa í Svörtum fötum, Eirík Hauksson og Magna í broddi fylkingar. Jónsi og Magni koma fram sitthvort kvöldiđ.

Freddy M

Sérstakur gestur um helgina verđur Peter Freestone sem var ađstođarmađur Freddie's frá 1979 til dauđadags. Er ţetta mikill hvalreki fyrir alla sem hafa áhuga á Queen og hinum stórbrotna söngvara, lagasmiđ og sviđsmanni Freddie Mercury.

 

Ágúst Ármann er ţarna ein ađalsprautan eins og vanalega. Hann fékk á dögunum Menningarverđlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og var meira en vel ađ ţeim kominn. Til hamingju Aggi!


Trúbadorahátíđ 2007. Dagskrá

Ég ţakka góđar ábendingar. Nú liggur ţetta fyrir og ég vona ađ mćting verđi góđ og allir skemmti sér vel.  

Trúbadorahátíđ Íslands 2007

6. áriđ í röđ. 5.-7. október

föstudagur 5. október Tónleikar í safnahúsinu á Norđfirđi kl. 21:00.  

Halli Reynis - Gummi Jóns úr Sálinni - Magnús Ţór Sigmundsson - Guđmundur R. Gíslason   

laugardagur 6.október Tónleikar í Egilsbúđ 22:00-23:30. Húsiđ opnar kl. 21:30 

Einar Ágúst - Arnar Guđmundsson - Ingvar Valgeirsson 

Októberfest í Egilsbúđ frá 24:00-03:00 Pöbbakvöld - svaka fjör - Bjórtilbođ! 

Einar Ágúst og Ingvar Valgeirs 

sunnudagur 7. okt.Tónleikar í Mjóafirđi kl. 21:00 á Sólbrekku.   

Arnar Guđmundsson og Guđmundur R. Gíslason. Frír ađgangur 

Ungum og efnilegum trúbadorum bođiđ ađ taka ţátt í hátíđinni og ţarf ađeins ađ senda rafpóst á bgbros@simnet.is til ađ skrá ţátttöku eđa hringja í síma 899-2321. Styrktarađilar: Egilsbúđ, Menningarnefnd Fjarđabyggđar, Menningarráđ Austurlands, (Rarik og kaupţing)Flugfélag Íslands og Sparisjóđur Norđfjarđar.

Trúbadorahátíđ Íslands 2007

Ţá er dagskráin ađ skýrast. Hátíđin verđur frá 5.-7. október. Ljóst er ađ Magnús Ţór, Gummi Jóns og Halli Reynis verđa á hátíđinni. Gummi Jóns sálnahirđir er ađ gefa út sína 3. sólóplötu sem heitir "Fuđur". Hann er ađ leggja lokahönd á hana og eitt lag komiđ í spilun. Magnús Ţór er löngu orđinn landsţekktur fyrir lög sín "Álfar", "Ísland er land ţitt" og mörg fleiri er líka ađ koma međ nýja plötu. Halli Reynis gaf út 2 plötur á síđasta ári ţannig ađ ţarna eru ferskir tónlistarmenn á ferđinni.

Mig langar ađ gera ađra tilraun og spyrja ykkur hverja vćri gaman ađ sjá á hátíđinni ţetta áriđ. Síđast ţegar ég spurđi voru nefndir, Bubbi og Megas, Leo Gillespie og Ađalsteinn Leó (veit ţví miđur ekki hver ţađ er)

Eins og vanalega er öllum frjálst ađ vera međ og ţarf bara ađ hafa samband viđ mig á bgbros@simnet.is Í gegnum árin hafa margir minna ţekktir ungir trúbadorar veriđ međ og vona ég ađ svo verđi einnig í ár. Allir ađ taka fram gítarinn. Ţađ er aldrei of seint ađ byrja!


Austfirđingaball í bćnum

Já góđir hálsar. Takiđ frá nćsta föstudag og ţiđ sem búiđ fyrir austan muniđ ađ panta flug tímanlega. Ţađ verđur svaka stuđ á Players nćsta föstudag ţann 21. september. Á ballinu skemmta Dúkkulísur sem nýveriđ sendu frá sér frábćran disk, Vax sem er geggjađ rokktríó skipađ Pellabrćđrum og Sóldaggartrommara, Austurlandiđ sem einu sinni hét Austurland ađ glettingi og nú er Tommi Tomm genginn til liđs viđ ţá. Svo ćtla ég ađ syngja Ţarna líka ţannig ađ ţetta verđur alveg geggjađ. Á ekki ađ mćta????

Sjálfstćđ útgáfa á tónlist. 5. hluti

Nú er kominn tími á ađ segja ykkur frá hvernig gengur međ plötuna.

Viđbrögđ viđ útgáfunni hafa veriđ góđ. Ég hef fengiđ tölvupóst og sms frá fólki sem hefur hrósađ textunum og fundist lögin falleg. Margir eru ađ spyrja mig út í textana, um hvađ einstaka lög fjalli ţó ţeir sem ţekkja mig geti sjálfsagt getiđ í eyđurnar. Sumir hafa sagst hafa grátiđ yfir einstaka lögum og finnst mér ţađ frábćrt. Ţađ er gott ađ gráta. Ég hef veriđ ađ hugsa um ađ segja sögu laganna hér á síđunni. Sjáum til. Salan hefur gengiđ ţokkalega og mér sýnist ađ fjárhagur ţessarar útgáfu verđi í lagi. Ţökk sé kaupendum og styrktarađilum.

Öll mannanna verk eru umdeilanleg og einnig platan mín "Íslensk tónlist". Ţó dómur götunnar hafi veriđ góđur var Andrea á Rás 2 ekki yfir sig hrifin en hrósađi ţó textunum og fannst lögin ágćt. Hún var ekki sátt viđ söng minn og fannst ég full dannađur. Ég sendi Andreu bara tölvupóst og útskýrđi hver pćlingin var međ útgáfunni. Ţetta átti ađ vera yfirvegađ og einfalt. Ég get öskrađ og sungiđ eins og hetja, mig langađi ekki ađ gera ţađ á ţessari plötu. Ónefndur bloggari fann sig líka knúinn til ađ drulla yfir mig persónulega, tónlistina, textana og útlit umslagsins. Ég mun ekki svara svoleiđis skćruhernađi en vorkenni fólki sem líđur svona illa. Ég er ánćgđur međ ađ umslagiđ veki eftirtekt. Enda er ţađ einstakt og engu líkt. Svo er bara spurning er ţetta flott eđa ljótt? Annađ hvort, he, he,he! Allavega öđruvísi. Muniđ svo ađ ţađ er textabók inn í forsíđunni međ flottum myndum. Sumir hafa ekki fattađ ţađ.

Útvarpsspilun hefur veriđ góđ á Rás 2 og ţakka ég fyrir ţađ. Rás 2 hefur frá byrjun haldiđ uppi heiđri íslenskrar tónlistar og ţar fá allir séns. Rás 2 er ekki klíkustöđ og er frjáls og óháđ. Ţar spila ţáttargerđarmenn óskalög ţó ţau séu ekki á "playlista" sem klíka ákveđur.

Bylgjan tók plötuna mína fyrir á hlustunarfundi ţar sem Bylgjuklíkan ákvađ ađ ţetta vćri ekki í takt viđ tónlistarstefnu Bylgjunnar. Ţessu átti ég von á. Bjarni Ara hefur aldrei gefiđ Súellen séns síđan hann tók ţarna viđ og ekki var viđ ţví ađ búast ađ hann fílađi mig. Takiđ samt eftir ţví ef ţiđ nenniđ ađ hlusta á Bylgjuna ađ öll besta íslenska tónlistin er ekki spiluđ ţar. Bara tónlist sem allir ţekkja og er orđin útjöskuđ.

Viđtal verđur viđ mig í Mogganum á morgun, Kastljósiđ hlýtur ađ fara ađ sýna lag međ mér (sem var tekiđ upp í ágúst) ég verđ ađ syngja á Players ţann 21. ágúst, tónleikaferđ um Austurland á teikniborđinu og útgáfutónleikar međ Dúkkulísum á Organ í Reykjavík ţann 11. október. Nóg ađ gerast og ég hef ekki sagt mitt síđasta.

Muniđ ađ ef ţiđ viljiđ fá sendan disk ţá sendiđ mér póst á bgbros@simnet.is og ég sendi hann um hćl. Margir hafa nýtt sér ţessa ţjónustu og er ţađ vel.

Takk fyrir mig, Gummi R


Trúbadorahátíđ Íslands 2007

Nú í byrjun október áforma ég ađ halda í 6. skipti Trúbadorahátíđ Íslands. Um er ađ rćđa 3-4 tónleika. Í fyrra var hátíđin međ breyttu sniđi og heppnađist mjög vel. Fram komu 14 trúbadorar ţar af 7 ađ austan.  Mjög góđ mćting var á tónleikana  í Mjóafirđi og á Norđfirđi en mćting á Stöđvarfirđi hefđi mátt vera betri. Nú hugsa ég ađ tóleikarnir verđi á Norđfirđi, Mjóafirđi og ....? Nú er ég ađ byrja ađ skipuleggja ţessa hátíđ og bendi ţeim trúbadorum sem hafa áhuga ađ senda mér póst á bgbros@simnet.is Svo langar mig ađ spyrja ykkur. Hverja viljiđ ţiđ sjá ţetta áriđ?

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband