Hlutur Austurlands

"Útfluttar iðnaðarvörur voru 55,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 34,3% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls. Einnig varð aukning í útflutningi sjávarafurða en samdráttur varð í útflutningi á skipum og flugvélum."

Nú væri gaman að sjá útreikning um það hversu stór hluti útflutnings þjóðarinnar kemur frá Austurlandi. Í þessu sambandi hefur verið rætt um að allt af 25% komi frá Fjarðabyggð þar sem Alcoa og 3 stór sjávarútvegsfyrirtæki starfa. Ég hef hins vegar ekki staðreynt þessar tölur en auglýsi hér með eftir nánari útreikningum á því hvar verðmætin verða til.

Gaman að fá svona jákvæðar fréttir í byrjun árs.


mbl.is 109 milljarða afgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það væri áhugavert að sjá hlut Austurlands eins og þú segir og spurning hvort við förum ekki að njóta hluta ávinnings með nýjum Norðfjarðar og Seyðisfjarðargöngum.

Þá er ekki úr vegi fyrir Landsvirkjun að ljúka framkvæmdum á Kárahnjúkasvæðinu með því að sækja það vatn sem skilið var eftir á svæði Jökulsárveitna, en öll leifi liggja fyrir.

Það opnar líka á að auka framleiðslu hjá Fljótsdalsstöð og fullnýta svæðið með tilheyrandi möguleikum til uppbyggingar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.1.2011 kl. 10:28

2 Smámynd: Óskar

Já það er nú vonandi að Austurland skili sínu því þjóðin þurfti að greiða um 160 milljónir fyrir hvert starf sem skapaðist í álverinu.  ..eða ertu kanski að segja að Austfirðingar séu duglegri en annað fólk  og þessvegna sé þeirra hlutur drjúgur?

Óskar, 5.1.2011 kl. 10:34

3 identicon

Óskar, hvernig færðu þessa tölu út?

Hallgrímur Gísla (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 11:11

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já auðvitað eru austfirðingar duglegri en aðrir! Hefurðu aldrei komið austur og séð hinar vinnandi hendur :-)

Bíddu, 160 milljónir... hvernig færðu það út? Lastu það kannski í bók eftir Andra Snæ? Nei, grín!

Alcoa borgaði fjárfestinguna í álverinu 100% og Landsvirkjun gerði virkjun sem skv. nýjustu heimildum malar gull um ókomin ár og borgar sjálf sínar skuldir og vel það. Fjarðabyggð stóð straum af samfélagsuppbyggingunni og skuldar það enn. Ég veit ekki til þess að "þjóðin" taki þátt í því.

Auðvitað má samt reikna þetta út og suður ef menn vilja en plís ekki reyna að halda því fram að "þjóðin" hafi borgað og fái ekkert til baka!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 5.1.2011 kl. 11:13

5 Smámynd: Óskar

Jújú Guðmundur ég þekki til fyrir austan.  Bjó meiraðsegja um tíma á Reyðarfirði, reyndar fyrir daga álversins.  Mér varð reyndar fljótt ljóst að það eina sem Austfirðingar höfðu áhuga á að fá að sunnan voru peningar.  Ég sá á bæjarskrifstofunni draumóraskjal með teikningum af 15000 manna byggð í Reyðarfirði í kjölfar álversins.  ...en hvað gerist ?  Jú það sem allir vissu, álverið stöðvar ekki fólksflutning frá krummaskuðum.  Reyndar einhverjir Pólverjar sem þið fenguð þarna  Austur, ef þið eruð þá ekki búnir að flæma þá alla í burtu eins og Júgóslavnesku flóttamennina hér um árið,  en allir brottfluttnu austfirðingarnir vildu ekki koma heim aftur til að vinna í álveri.    Skrýtið!  ... já Kárahnjúkavirkjun malar gull fyrir Landsvirkjun!! kanntu annan maður ?  Arðsemin er langt undir þeim væntningum sem gerðar voru.  ... Reyndar á þetta álversrugl ykkar ekki lítinn þátt í ofþenslunni sem síðar leiddi til hrunsins.   ...  En það er voðalega krummaskuðalegt að þakka austfirðingum aukinn útflutning, það kom ekki ein einasta króna frá ykkur í uppbygginguna þarna.  ..Þið sleppið meiraðsegja við vegtolla í göngin sem skattborgarar gáfu ykkur.

Óskar, 5.1.2011 kl. 13:22

6 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Færsla þín hér að ofan ber vott um vanþekkingu og hroka... og er ekki svaraverð. Farðu í friði!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 5.1.2011 kl. 13:41

7 identicon

Sæll Óskar

Það væri gaman að sjá hvernig þú reiknar út að virkjun sem búin verður að greiða sig upp innan 16 ára, skv. forstjóra Landsvirkjunar, er ekki hagkvæm?

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband