Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Frestun á snjóflóðamannvirkjum - einu sinni enn?

Þegar snjóflóðin féllu á Vestfjörðum 1994 með hörmulegum afleiðingum lofaði þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson úrbótum um allt land. Heilmikið hefur verið gert, m.a. í Neskaupstað þar sem upptakastoðvirki og þvergarður var byggður til að verja hluta byggðarinnar neðan Drangagils. Ætlunin var að halda áfram í sífellu en þegar stóriðjuáform komust á koppinn var ákveðið að fresta framkvæmdum vegna þenslunnar á Austurland... gott og vel. Fyrir því voru ákveðin rök. Þegar kreppan knúði dyra og samdráttur varð á flestum sviðum áttu þessi rök ekki lengur við. Fyrr á þessu ári var því lofað á borgarafundi í Neskaupstað af forsvarsmönnum Ofanflóðasjóðs og Umhverfisráðuneytis (eftir samþykki fjármálaráðuneytis) að boðið yrði út samhliða upptakastoðvirki og þvergarður neðan Tröllagils, sem verja á innsta hluta bæjarins. Búið er að bjóða út upptakastoðvirkin en þvergarðurinn hikstar nú í ríkiskerfinu.

Ég er kannski svona vitlaus en ég spyr hvers vegna er frestað?

Við erum að tala um mikið hættusvæði, mannslíf eru í veði

Peningar eru til í sjóðnum

Framkvæmdir er til þess fallnar að draga úr atvinnuleysi/kreppunni, eru mannaflsfrekar. 

Mér finnst þetta með ólíkindum og spyr hvort eigi að nota peninga Ofanflóðasjóðs í eitthvað annað????? Jafnvel "eitthvað annað".

Svar óskast.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband