Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Kannski maður skokki þetta næst?

Þetta er örugglega skemmtilegt hlaup. Ég er ekki alveg tilbúinn svona viku eftir maraþon en kannski seinna.

Pjetur St. Arason vinur minn er búinn að undirbúa sig undir þetta hlaup. Ég óska Pjetri góðs gengis og skemmtunar. Koma svo Pjetur!

Ég og Jói Tryggva eftir Maraþon á landsmóti UMFÍ

Ég og Jói Tryggva nokkuð ferskir eftir maraþonið á landsmóti UMFÍ um síðustu helgi.


mbl.is Margir hlaupa Laugaveginn um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓÓÓsammála!

Hún hefur ekki þvælst um bæinn nema hún hafi verið með óráði. Þetta var þræl vel merkt og starfsfólk við öll gatnamót. Hún hefur einfaldlega ofgert sér. Það hélt ég að fólk með reynslu lenti ekki í. Ég er reynslulaus en vissi þó að ég þyrfti að drekka mikið á hverri vatnsstöð og voru þær nógu margar að mínu mati. Ég skemmti mér konunglega í þessu hlaupi og það var ekki síst að þakka frábæru starfsfólki sem hvatti okkur óspart.

Þó þetta hafi klúðrast hjá konunni finnst mér ósanngjarnt hjá henni að kenna skipulagi um eigin mistök.


mbl.is Ósátt við skipulag hlaupsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært hlaup! Ég komst óstuddur í mark:-)

Ég hljóp þetta hlaup og var bara að koma heim til Neskaupstaðar.

Ég er sammála þessari gagnrýni. Til að fá verðlaun verða menn að komast hjálparlaust í mark, það segir sig sjálft.

Mér fannst hlaupið vel skipulagt, starfsfólkið á drykkjarstöðvunum var skemmtilegt og hjálplegt og öll umgjörð var til sóma að mínu mati. Reyndar var óheppilegt að hafa þessa löngu brekku en það var nauðsyn til að geta endað á leikvanginum. Ég legg til að næst þegar maraþon verður á Akureyri, sem ég vona að verði á næsta ári, verði leiðinni breytt eilítið svo ekki þurfi að enda á þessari brekku. Veðrið var náttúrulega geggjað, í raun var allt of mikil sól og fullheitt. Þess vegna voru margir frekar slæptir í lokin og ekki hjálpaði brekkan til. Mér fannst þó verst að vera með vindinn í fangið síðustu 16 kílómetrana frá Hrafnagili út í bæ. Þetta kalla Akureyringar hafgolu:-) en þetta var á köflum nokkuð strangur vindur.

Þetta var annað maraþon mitt á ævinni og ég bætti mig um 18 mínútur frá því í fyrra og er sáttur við tímann sem Garmin GPS úrið mitt sýndi en ekki alveg sáttur við tímann sem hlaupshaldarar settu upp. Ég sá villur í úrslitunum á landsmótssíðunni en ég vona að það verði leiðrétt þegar úrslitin verða birt á hlaup.is.

Ég vil þakka fyrir skemmtilegt hlaup og vonast til að Akureyringar geri Akureyrarmaraþon að árvissum viðburði.


mbl.is Deilt um úrslit í maraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband