Sjálfstæð útgáfa á tónlist. 5. hluti

Nú er kominn tími á að segja ykkur frá hvernig gengur með plötuna.

Viðbrögð við útgáfunni hafa verið góð. Ég hef fengið tölvupóst og sms frá fólki sem hefur hrósað textunum og fundist lögin falleg. Margir eru að spyrja mig út í textana, um hvað einstaka lög fjalli þó þeir sem þekkja mig geti sjálfsagt getið í eyðurnar. Sumir hafa sagst hafa grátið yfir einstaka lögum og finnst mér það frábært. Það er gott að gráta. Ég hef verið að hugsa um að segja sögu laganna hér á síðunni. Sjáum til. Salan hefur gengið þokkalega og mér sýnist að fjárhagur þessarar útgáfu verði í lagi. Þökk sé kaupendum og styrktaraðilum.

Öll mannanna verk eru umdeilanleg og einnig platan mín "Íslensk tónlist". Þó dómur götunnar hafi verið góður var Andrea á Rás 2 ekki yfir sig hrifin en hrósaði þó textunum og fannst lögin ágæt. Hún var ekki sátt við söng minn og fannst ég full dannaður. Ég sendi Andreu bara tölvupóst og útskýrði hver pælingin var með útgáfunni. Þetta átti að vera yfirvegað og einfalt. Ég get öskrað og sungið eins og hetja, mig langaði ekki að gera það á þessari plötu. Ónefndur bloggari fann sig líka knúinn til að drulla yfir mig persónulega, tónlistina, textana og útlit umslagsins. Ég mun ekki svara svoleiðis skæruhernaði en vorkenni fólki sem líður svona illa. Ég er ánægður með að umslagið veki eftirtekt. Enda er það einstakt og engu líkt. Svo er bara spurning er þetta flott eða ljótt? Annað hvort, he, he,he! Allavega öðruvísi. Munið svo að það er textabók inn í forsíðunni með flottum myndum. Sumir hafa ekki fattað það.

Útvarpsspilun hefur verið góð á Rás 2 og þakka ég fyrir það. Rás 2 hefur frá byrjun haldið uppi heiðri íslenskrar tónlistar og þar fá allir séns. Rás 2 er ekki klíkustöð og er frjáls og óháð. Þar spila þáttargerðarmenn óskalög þó þau séu ekki á "playlista" sem klíka ákveður.

Bylgjan tók plötuna mína fyrir á hlustunarfundi þar sem Bylgjuklíkan ákvað að þetta væri ekki í takt við tónlistarstefnu Bylgjunnar. Þessu átti ég von á. Bjarni Ara hefur aldrei gefið Súellen séns síðan hann tók þarna við og ekki var við því að búast að hann fílaði mig. Takið samt eftir því ef þið nennið að hlusta á Bylgjuna að öll besta íslenska tónlistin er ekki spiluð þar. Bara tónlist sem allir þekkja og er orðin útjöskuð.

Viðtal verður við mig í Mogganum á morgun, Kastljósið hlýtur að fara að sýna lag með mér (sem var tekið upp í ágúst) ég verð að syngja á Players þann 21. ágúst, tónleikaferð um Austurland á teikniborðinu og útgáfutónleikar með Dúkkulísum á Organ í Reykjavík þann 11. október. Nóg að gerast og ég hef ekki sagt mitt síðasta.

Munið að ef þið viljið fá sendan disk þá sendið mér póst á bgbros@simnet.is og ég sendi hann um hæl. Margir hafa nýtt sér þessa þjónustu og er það vel.

Takk fyrir mig, Gummi R


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ Gummi.

Verð að segja þér að ég er svo ánægð með þig! Þessi ónefndi bloggari (hver sem hann er) líður greinilega illa, annars þyrfti hann ekki að ráðast svona á aðra með leiðindum.  Og ég tek undir með þér, ég vorkenni þeim sem líður svona illa. Ég veit, eins og þú, hvernig er að líða illa í hjartanum og er svo þakklát fyrir að vera ekki þar enn, en því miður eru ekki allir svo lánsamir.

Bylgjan...iss piss... Ég reyndar hlusta lítið sem ekkert á útvarp og hef því alla mína visku um þau mál frá eiginmanninum...en hann hefur einmitt talað mikið um þetta sem þú skrifar.  Hann hlustar alltaf á Rás 2 því þar fær hann að heyra nýtt íslenskt, ekki bara þetta "gamla, þreytta"!

Svo langar mig bara að taka undir það sem aðrir hafa sagt, mér þykir platan þín frábær og er búin að hlusta mikið á hana.

Spennandi hlutir að gerast framundan hjá þér, frábært.

Sendi þér ljós&kærleika af Skaganum... 

SigrúnSveitó, 13.9.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Já til hamingju með "verkið". Er búinn að hlusta nokkrum sinnum á plötuna og finnst hún verða bara betri og betri eftir hverja hlustun. Svo er bara að taka næsta skref ........ ný plata....ha...humm.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 13.9.2007 kl. 17:48

3 identicon

Flott hjá þér Gummi.Láttu þetta fólk heyra það og ónefnda bloggarann,þetta lið veit ekkert í sinn haus og og eina sem það kann er að hrauna yfir annað fólk.Það æti að dansa skvettudjass,fróðlegt að sjá það dansa þann dans ef það veit þá ekki hvaða dans það er.Ertu ekki að fá samkeppni bráðum?Eru ekki 2 aðilar sem við þekkjum að fara að gefa út efni?Þó ég sé nú nálægt þeim oftast þá er ekkert látið uppi.Getur þú togað eitthvað af viti upp úr þeim?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 19:16

4 Smámynd: Einar Ben

Tónlistarvalið á Bylgjunni er e-ð það jafnversta sem finnst á þessari kúlu, ný tónlist frá óþekktum óháðum íslenskum tónlistarmönnum á ekki séns hjá þeim.

Haltu þínu striki, þetta er fín tónlist sem þú ert að gera, ekki kannski alveg minn smekkur en samt sem áður fínt, þér tókst að gleðja litlu sætu konuna mína með þessari plötu, og það er ekki á allra færi......

kv.

Einar Ben, 14.9.2007 kl. 02:32

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Takk Sigrún og Arnar. Gleður mig að fá komment frá fólki sem ég treysti

Einar, ég er sammála. Bið að heilsa frúnni.

Takk Kristjana.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 17.9.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband