Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2008

Styttist í lygahelgina miklu

Alltaf gaman um verslunarmannahelgina. Ţađ er orđiđ lenska... og hefur veriđ lengi ađ ljúga til um fjölda hátíđargesta á svona hátíđum. Afhverju dettur engum rannsóknarblađamanni í hug ađ biđja um virđisaukauppgjör fyrir ţjóđhátíđ? Hver miđi er virđisaukaskattskyldur og ţví á ađ vera hćgt ađ finna út nákvćmlega hversu margir borga sig inn. Sagan segir ađ seldir miđar + fjöldi íbúa í Vestmannaeyjum sé oftar en ekki talan sem fer í fjölmiđla. Skrýtiđ, jafnvel skrítiđ!

Svo eru ţađ allar bćjarhátíđirnar ţar sem ekki er selt inn. Oftast er ógerningur ađ giska á fjölda, t.d. heima á Neistaflugi, www.neistaflug.is Fjöldinn rokkar jafnvel um fleiri hundruđ á milli klukkutíma. Margir koma bara til ađ dvelja yfir dagspart eđa eitt kvöld. Sem betur fer gista ţó margir.

Ég hef oft sagt ţađ ađ forsvarsmenn hátíđa eru allir međ nefiđ hans Gosa.

Gaman vćri ađ taka loftmynd af Dalvík á fiskideginum mikla og telja bílana... og jafnvel hjólhýsin. Nota svo einfalda reglu, t.d. 3 í bíl, eđa jafnvel 4. Skyldi mađur virkilega fá út 15.000 manns? Eđa voru 25.000 manns síđast?

Svo eru til teljarar, bćđi mennskir og ómennskir.

Annars er mér sama ţó allir ljúgi um tölur. Allavega ţessar tölur. Ţađ eru ţegjandi samţykki fyrir ţví ađ allir ýki, svona eins og Skriđjöklar um fjölda á dansleikjum, alltaf tćplega ţúsund manns:-)

Mikiđ vćri nú gaman ef Jöklarnir kćmu saman og jafnvel Ellen og kannski SKLF?

Alltaf jafn sorglegt ađ koma í Atlavík og sjá ekkert sviđ. Afhverju var ţetta sviđ ekki friđađ? Eina sviđiđ á landinu sem Ringo Starr kom fram á. Svei! Hvar voru Saving Iceland ţegar ţetta hryđjuverk var framiđ á íslenskri menningarsögu?


mbl.is Búist viđ fleirum á ţjóđhátíđ en í fyrra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dćgurlagatextar

Alltaf er nú gaman ađ heyra nýja íslenska tónlist. Ekki er ég alveg saklaus af ţví ađ hafa sungiđ texta sem eldast illa en hef ţađ mér til málsbóta ađ ég var ungur og ţetta var tíđarandinn... og ţiđ vitiđ. "Símon er lasinn" er kannski ekki texti sem ég myndi senda frá mér í dag ţó góđur sé. Ég má til međ ađ deila međ ykkur tveimur línum sem rokk- og poppkóngar syngja ţessa dagana. Ţeir eru hoknir af reynslu og hafa ekkert sér til málsbóta.

Ţessi lína hér vćri í lagi ef Lenocie syngi hana en svo er ekki:

"Á diskóbar viđ dönsuđum frá sirka tólf til sjö"

Svo eru enskuslettur misfallegar í textum, sérstaklega frá predikara íslenskunnar:

"mundu ţá ađ drottinn gćdar ţig gegnum daginn"

Ég varđ bara ađ minnast á ţetta. Ég veit ađ Páll Óskar og Bubbi fyrirgefa.

 

"Ţar sem logniđ hlćr svo dátt"

....og ţokan leikur mann svo grátt

Njótiđ dagsins!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband