Þorrablót

Til hamingju með daginn kæru bændur!
Bóndadagur í dag og engin ennþá óskað mér til hamingju. Ekki er ég bóndi í eiginlegum skilningi en húsbóndi er ég á mínu heimili, jú svei!
Ég hlakka mikið til að fara á þorrablót sveitamanna í Norðfjarðarsveit, sem haldið er í Egilsbúð eins og undanfarin ár. Jón Björn vinur minn og forseti og hans eiginkona Hildur Vala bjóða okkur Gunnu með sér - takk!
Jón Björn skrifar og flytur annálinn af sinni alkunnu snilld. Já, ég hlakka til.

Svo er það Kommablótið eftir liðlega viku. Við erum að semja á fullu en að venju eru það Gummi Bjarna, Smári Geirs, ofannefndur Jón og ég sjálfur sem semjum þann annál og söngtexta. Meira um það síðar.

Gleðilegan þorra og gangið hægt... en örugglega um gleðinnar dyr!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband