Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Allt hvítt, ekkert bleikt og blátt!

Ég slapp yfir Oddsskarð í morgun í snarvitlausu veðri. Var reyndar á jeppanum þar sem hann var bókaður í þjónustu hjá Helga vini mínum í Heklu á Reyðarfirði. Einn bíll var út af veginum sunnan ganganna rétt hjá skíðaskálanum. Ég sá grilla í afturljósin og svo blikkaði ljósið inn í honum. Þegar ég ætlaði að fara út í hríðina að athuga með fólkið hringdi síminn minn. Final Countdown hljómaði frá símanum mínum:

"Gummi ertu á skarðinu?" var spurt.

"já, ég er hérna í snarvitlaus veðri" svaraði ég.

"Ég er hérna í bílnum sem er út af, þú getur haldið áfram, það er í lagi með mig og björgunarsveitin á leiðinni."

Sem betur fer varð ekki slys úr þessu og trommarinn og álrisinn er kominn í vinnu, ekki alvarlega slasaður og Subaruinn hans óskemmdur.

Svo er ég bókaður í spilerí í Svæðisútvarpinu í dag en það fer væntanlega eftir veðri og vindum hvort af því verður. Svo á ég að syngja með Hnökkunum á dansleik á Fáskrúðsfirði á morgun, laugardagskvöld. Við skulum vona að það viðri til ferðalaga:)

Nú bíð ég og vona að það verði fært svo ég komist heim í kvöld en síðustu fréttir herma að snjóruðningstækið hafi lent út af líka. Á skarðinu er vitlaust veður þessa stundina.

Allt hvítt eins og Vinstri grænir vilja hafa það á fæðingardeildinni.

Ætlar Jón Björn ekki að koma fram með svona skemmtilega fyrirspurn á Alþingi?


mbl.is Ófærir fjallvegir austanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarstjórnarmál...

...eiga hug minn allan þessa dagana og taka mikinn tíma. Við funduðum í bæjarráði á laugardag frá 09:00-16:30 vegna fjárhagsáætlunar. Kollegar mínir um allt land standa í þessu miður skemmtilega hlutverki þessa dagana að berja saman fjárhagsáætlun sem er aldrei létt verk, ekki einu sinni í fyrirmyndarsveitarfélaginu Fjarðabyggð. Sveitarstjórnarmenn álykta og álykta og skora á ríkisvaldið að rétta hlut sveitarfélaganna, stjórn sambandsins er að vinna í málinu, samt sem áður þokast hægt. Hvað þurfa mörg sveitarfélög að fá áminningu frá eftirlitsnefndinni þangað til ríkisvaldið viðurkennir vandann? Engin patent lausn er til á fjárhagsvanda sveitarfélaganna því þau eru mjög mis sett. Samt eru það aðallega sveitarfélögin á landsbyggðinni sem þurfa verulega leiðréttingu á hlut sínum. Þorvaldur Jóhannsson framkvæmdastjóri SSA líkti þessu við fótbolta og það eru þriðjudeildar-sveitarfélögin sem eiga í vandræðum.

Sennilega væri til bóta að gera sveitarstjórnarfólki kleift að sinna þessum störfum á launum. Flestir sinna þessu með öðrum störfum og víðast eru þessi störf mjög illa launuð. Meðan svo er getum við ekki búist við því að slegist sé um að starfa í sveitarstjórnum.

Á hádegi fer ég á fund stjórnar sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn verður á Stöðvarfirði. Þar munum við ræða þessi mál og fleiri. Í fyrramálið fer á ég á bæjarráðsfund, á miðvikudag seinnipart á meirihlutafund, á fimmtudag á bæjarstjórnarfund.... gaman, gaman!


Heima er best

Þá er maður kominn til vinnu eftir gott frí. Það er alltaf yndislegt að koma heim og faðma dætur sínar. Ég fór í atvinnuviðtöl í Reykjavík vegna nýrra starfa og gekk það vel.

Hitti einnig mömmu og pabba og Lóló ömmu. Gisti eina nótt hjá Gísla bróður og Bergrós.

Pabbi var að byrja í lyfjameðferð og stendur sig vel. Bæði mamma og pabbi taka einn dag í einu, enda lítið annað hægt að gera við þessar aðstæður. Þau eru sterk og hafa áður kynnst mótlæti lífsins. Ég innilega vona og bið að pabba líði betur þegar líður á meðferðina. Nánar má lesa um veikindi pabba á blogginu hans Gísla bróður. http://gisligislason.blog.is

Mamma og pabbi koma svo heim í dag, ég sæki þau í Héraðið. Þau verða ánægð að koma heim.

Heima er best.


Hass, Viagra og smokkar!!!!

Vid hjonin erum a Tenerife i vikuferd.

Vid komum ut a midvikudag og kiktum in baeinn eftir tekk inn a hotelid. 

"Hey my friend, give me five!" sagdi ungur blokkumadur med ur uppeftir handleggnum. Eg gaf manninum five og hann helt uppfra tvi thettingsfast i hondina a mer. "Where are you from my friend?" Eg, hmmm Im from Iceland, sagdi eg. "Ok my friend, do you want hashhh! No not tonight amigo sagdi eg og reyndi ad losna. "Ok my friend, do you want viagra?" No, no I dont need that, sagdi eg. "But condoms?" sagdi blokkumadurinn. NO Im married sagdi eg og benti a giftingarhringinn. Tha brosti vinurinn og sleppti mer lausum. Ekkert a thessum manni ad graeda.

Li eg ut fyrur ad vera hassisti, getulaus i leit ad dratt? Eda er thetta thad sem hann veit ad Islendingar bidja um her?

Fyndid!!!! Gunna hlaer enn!

Kvedjur godar fra Tenerife. 

 


Stöðfríður og Stuðveig skemmta

Við Gunna vorum að fletta Austurlandi frá 1975. Þar eru þessar hljómsveitir auglýstar á dansleikjum í Egilsbúð. Kannast einhver við hverjir þetta voru? Frábær nöfn!

Svo er líka auglýst þyrluþjónusta á Seyðisfirði, þyrla fyrir 5 farþega. Skyldi Einar Bragi vita þetta?

Í lok mars 1975 er vegurinn um Oddsskarð opnaður en var þá búinn að vera lokaður frá því í desember. Svenni hélt uppi samgöngum á snjóbíl og svo var flogið til Neskaupstaðar. Ekki var búið að opna göngin.


Dagur íslenskrar tónlistar er í dag

Til hamingju með það!


Plötumslög á sólóplötum

Plötur

Hvers vegna eru tónlistarmenn mjög oft með mynd af sér framan á diskunum sínum? Ég fór reyndar milliveginn eins og sjá má. Á engri mynd inn í textabók er ég þekkjanlegur þar sem markmiðið með útgáfunni var ekki að verða þekkt andlit.

Ekki eru rithöfundar svona athyglissjúkir. Pælið í því ef það væri alltaf stór mynd framan á kápu bóka af höfundunum. það væri fáránlegt!


Allir sammála en svo...

...gerist ekki neitt. Merkilegt!

Svo hafa sveitarfélög víðsvegar um land þurft að bera hallarekstur á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Fjarðabyggð er eitt þeirra. Fjáramálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga verður að endurskoða. Þetta er bara eitt mál af mörgum.

Vonandi gerist eitthvað í þessum málum fljótt.


mbl.is Bágborin aðstaða aldraðra rædd í fjárlaganefnd Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr leikskóli á Norðfirði

Eins og flestir vita stendur til að byggja nýjan leikskóla á Norðfirði. Öll framboðin fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar voru sammála um það. Gamli leikskólinn á Sólvöllum er of lítill og ekki hægt að byggja við hann svo vel sé.

Ég sat í nefnd sem skoðaði þetta mál ofan í kjölinn. Við mæltum með því að kaupa verslunarhúsnæði á Nesbakka og breyta því húsi eða byggja nýtt á þeim reit. Þessi tillaga okkar var svo skoðuð betur og ekki reyndist þetta góður kostur, bæði vegna kostnaðar og plássleysis. Svo var ljóst að nágrannar hefðu ekki tekið deiliskipulagsbreytingu, sem þurft hefði að gera, þegjandi og hljóðalaust.

Vegna ofanflóðahættu var enginn staður í bænum sem hentaði. Því var eyrin aftur skoðuð en hana höfðum við einnig skoðað í nefndinni. Eftir að það svæði hafði verið skoðað ofan í kjölinn og leitað eftir uppkaupum á fasteignum sem þar eru, tók bæjarráð ákvörðun um uppkaup og nú hefst hönnunarvinna. Með þessum kaupum hreinsum við vel til á svæði sem lengi hefur verið í niðurníðslu. Staðsetning leikskóla þarna er líka góð, rétt við Nesskóla. Ókosturinn eru að sjálfsögðu veðrið sem stundum verður slæmt þarna og verður hönnunin að taka mið af því. Einnig er miður að leggja niður slippinn en til þess að hægt sé að nota hann áfram þarf að fara í mjög kostnaðarsamar breytingar á honum. Skipin sem tekin eru þarna upp eru mun minni en hægt er að koma í slippinn og vonandi skoðar G. Skúlason það að útbúa aðstöðu sem getur tekið upp þessa smærri báta sem hann hefur unnið við í slippnum.

Ég minni á fund sem Íbúasamtök Norðfjarðar hafa boðað til í kvöld, miðvikudag í Nesskóla kl. 20:00. Framsögu hafa Helga Jónsdóttir bæjarstjóri og Smári Geirsson formaður hafnarnefndar.


Popp og pólitík

... er baneitruð blanda.

Í góðri trú sótti ég um styrk til að halda tónleika í Fjarðabyggð. Tónleikana hélt ég og sé ekki eftir því.

Þetta hefur verið gert tortryggilegt vegna þess að ég er bæjarfulltrúi og meira að segja forseti bæjarstjórnar. Fjandmaður minn og yfirslúðrari Fjarðabyggðar sakaði mig um spillingu. Kom reyndar ekki á óvart því þessi maður virðist hata mig eins og pestina og hefur oft ritað um mig fjandsamlega pistla. Manninn þekki ég ekki neitt... og langar ekki að þekkja. Þessi sami maður hafði sennilega samband við fjölmiðla og margir blaðamenn hringdu í mig á síðasta föstudag. Einungis einn skrifaði frétt um þetta sem birtist í 24 stundum um  síðustu helgi. Aðrir sögðu þetta "Ekkifrétt".

Ekki þarf að taka fram að ég tek ekki ákvarðanir í bæjarkerfinu þegar mál snerta mig persónulega. Engin getur með rökum sakað mig um það, hvorki fyrr né síðar. 17 ár eru síðan ég sat minn fyrsta bæjarstjórnarfund og eru til fundargerðir sem sanna mál mitt. Í Guðanna bænum finnið eitthvað frumlegra til að skrifa um mig. Ég hef verið heiðarlegur og unnið af heilindum í sveitarstjórn Neskaupstaðar, Fjarðabyggðar og Fjarðabyggðar (nýrri). Sá sem sannað getur annað er velkomið að stíga fram.

Umræðan á bæjarstjórnarfundinum í dag var svo grátbrosleg (Ég horfði á fundinn á netinu þar sem ég var í Reykjavík). Sjálfstæðismenn vörðu gjörðir síns manns í Menningarráði. Úr fundargerð Menningarráðs 25. október:

Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að styrkja tónleikahaldið um 60.000. Þórður Vilberg er mótfallinn styrkveitingum vegna tónleikahalds.

Sjálfstæðisflokkurinn er skv. þessu á móti því að styrkja tónleikahald. Það eru slæmar fréttir.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins reyndu svo að snúa sig út úr þessu á fundinum og bættu við að þeir væru á móti því að styrkja tónleikahald með landsþekktum tónlistarmönnum sem væru að gefa út geisladiska. Þeir voru ekki á móti því að styrkja bæjarfulltrúa í menningarstússi, þetta tengdist á engan hátt Guðmundi R Gíslasyni sem slíkum.

Ég þakka hólið en vegna þess að störf mín að menningarmálum hafa verið gerð tortryggileg ætla ég ekki að sækja þennan styrk (tilkynnti reyndar formanni Menningarráðs það fyrir fundinn). Vonandi sækir einhver óþekktur listamaður um styrkinn sem er Sjálfstæðisflokknum þóknanlegur... bara alls ekki tónlistarmaður sem gefið hefur út disk.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband