Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Fundur með sjávarútvegsráðherra

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fundar með sjávarútvegsráðherra í kvöld kl. 20:00. Embættismenn og hafnarstjórn verða á fundinum auk aðila frá SVN, Eskju og Loðnuvinnslunni.

Til fyrirmyndar hjá ráðherra að bregðast svona snöggt við.


Mikill skellur

Í gær var fundur hjá okkur í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Við ákváðum að hafa auka bæjarstjórnarfund í næstu viku þegar við erum búin að kortleggja betur hvaða áhrif loðnubresturinn hefur í Fjarðabyggð. 

Mjög stór hluti loðnukvótans er í eigu stóru fiskvinnslufyrirtækjanna í Fjarðabyggð: Síldarvinnslunnar, Eskju og Loðnuvinnslunnar. Ef ekki veiðist meiri loðna hefur það gríðarleg áhrif á fyrirtækin, starfsmenn, hafnarsjóð og allt samfélagið okkar.

Við skulum vona að loðnan sé í felum og veiðar hefjist aftur.

Börkur NK

Ef ekki... þá þarf ríkisstjórnin að koma myndarlega að málum svo þessum fáu byggðum sem byggja á loðnuveiðum og vinnslu blæði ekki.

Við vonum það besta en gerum ráð fyrir hinu versta.

Ég segi fréttir í næstu viku af okkar viðbrögðum

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíminn líður hratt...

...sem betur fer.

 

Það er gaman að eldast og þroskast.

Þráir einhver virkilega eilífa æsku?

Ekki ég.

Ég hlakka til efri áranna og gráu háranna,

hærri kollvika og annarra viðmiða.

Við eigum bara eitt líf, förum vel með það.

19. febrúar er góður og fallegur dagur.

Ég er einum degi eldri og þakka fyrir sérhvern dag.


Forvitnileg umræða

Ég tjáði mig örlítið um Rás 2 hjá bloggvini mínum og þá birtist Einar Ágúst... kíkið á þetta

http://ingvarvalgeirs.blog.is/blog/ingvarvalgeirs/entry/438003/#comment1058348

 


Halló Akureyri! Hér kem ég!

Fór norður um daginn. Alltaf jafn gaman að dvelja á Akureyri þar sem ég bjó í 3 ár á meðan ég saug í mig vizku í Háskólanum á Akureyri.

Skoðaði plöturekkann í Hagkaup og sá þá þetta... jahérnahér, tók mynd á gemsann! Þeir klikka ekki norðanmenn og konur Wink

GRG í 3. sæti Hagkaup
Sæt saman! Guðmundur R (38) og Sigga Beinteins (43)

 


Tímanna tákn? Norðfjörður-Neskaupstaður-Fjarðabyggð?

Veðrið hefur tekið málið í sínar hendur.

Eftir að sveitarfélagið okkar heitir Fjarðabyggð vilja sumir meina að Neskaupstaður sé ekki til, einungis Norðfjörður. Hvað finnst ykkur?

Neskaupstaður skilti

Neskaupstaður skilti 2

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband