Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Gleðileg Jól

Ég óska öllum vinum og vandamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Ég hlakka til næsta árs og vonandi er svo um flesta. Kær kveðja! Guðmundur R.

DSC09622

DSC09679

Dætur mínar Eyrún Björg og María Bóel og svo Gunna mín hér að neðan.

DSC09739


Aðstoðarmaður bæjarstjóra

Allt dettur nú sumum í hug. Ég var spurður í óformlegu spjalli af fjölmiðlamanni í dag hvort sönn væri sú saga að ég væri næsti aðstoðarmaður Helgu bæjarstýru í Fjarðabyggð. HALLÓ!!!! Þeir sem spinna svona sögu eru nú ekki alveg með á nótunum, eða þekkja ekki bæjarkerfið. Ef sagan væri sönn:

Þá væri ég yfirmaður minn og undirmaður....

...og yfirmaður Helgu og aðstoðarmaður.

"Ég er afi minn" hvað?


Nafnleysi á Netinu

Þetta er náttúrulega ábyrgðarlaust að gera svona. Ég er ekki með Myspace síðu, ég hélt að þær væru bara fyrir þá sem vilja meika það í útlöndum. Hvernig er það er ekki beðið um persónuupplýsingar þegar svona síða er stofnuð?

Ég er sammála Jóni, hann hlýtur að kanna málið og láta loka síðunni.

Annars er þetta nafnleysi á Netinu alvarlegt mál og margir láta allskyns óhróður um fólk flakka án þess að þora að standa fyrir því í eigin nafni.

Mér var sagt á dögunum að sumir setji inn athugasemdir hjá sér sjálfum undir hinum og þessum nöfnum til að stýra umræðunni. Ég hafði nú ekki hugmyndaflug í svoleiðis bull. Svei, bara!


mbl.is „Síðan hefur ekkert með mig að gera"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák og mát!

Þekkið þið marga á mínum aldri (37) sem ekki kunna mannganginn í skák?

Chess


Til hamingju Bubbi!

Við Norðfirðingar þekkjum Björgólf bara af góðu sem fyrrverandi framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Það kemur nokkuð á óvart að hann sé farinn úr sjávarútveginum í flugið... og þó. Góðir menn geta stjórnað fyrirtækjum í mismunandi rekstri. Bubbi er stór og mikils metinn í stjórnun fyrirtækja á Íslandi. Margur er knár þó hann sé smár. Við höfum ósjaldan gert grín að "dvergnum frá Grenivík" á þorrablótum. Þetta nýja starf hans gefur okkur ný færi á næsta Kommablóti. "Horfðu til himins." Whistling

Ég óska Bubba til hamingju með nýja starfið og óska honum velfarnaðar.


mbl.is Tilkynnt um starfslok Jóns Karls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

556 milljónir í desemberuppbót

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2007

Á bæjarstjórnarfundi í gær var fjallað um endurskoðun á fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Þar kemur fram óvæntur glaðningur sem við höfum fylgst með þetta árið. Endurskoðaðar tekjur bæjarsjóðs nema 556 milljónum nettó. Mestu munar þar um auknar útsvarstekjur að upphæð 686 milljónir króna og einnig voru fasteignaskattar hærri en gert var ráð fyrir. Á móti koma lægri framlög jöfnunarsjóðs sem skýrist af háum tekjum bæjarsjóðs.

Við höfum náttúrulega ekki verið í eðlilegu rekstrarumhverfi þetta ár þar sem framkvæmdir við álver hafa verið í hámarki og dráttur á framkvæmdum kemur að einhverju leiti bæjarsjóði til góða á þessu ári. Framkvæmdaaðilar fá líka hrós í hnappagatið en skráning lögheimils erlendra starfsmanna hefur verið til fyrirmyndar. Því renna útsvarstekjur flestra sem unnu við framkvæmdina til Fjarðabyggðar.

Einnig lögðum við fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2008 sem ég mun fjalla um síðar. Ekki eru þar jafn rosalega skemmtilegar tölur og verðum við að sýna aðhald næsta ár. Þó er gert ráð fyrir rekstrarafgangi A-og B hluta upp á 425 milljónir án fjarmagnsliða en þeir verða um 388 milljónir skv. áætlun.

Mikil samstaða hefur verið í bæjarstjórn Fjarðabyggðar og var endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en fjárhagsáætlun næsta árs vísað til seinni umræðu sem verður eftir viku þann 20. des. Meira um hana síðar.

 


Ferð án enda!

Heitir gamalt lag með okkur sem er sennilega okkar vinsælasta fyrr og síðar. Þetta var líka titill á safnplötu okkar sem kom út 2003 en er nú ófáanleg. Þetta er nokkuð lýsandi titill fyrir tilveru þessarar sveitar sem ég hef verið í síðan ég var 13 ára. Vinskapur okkar hefur alltaf verið númer 1 og tónlistinn fylgt með... Ekki ofsögum sagt að þetta sé svona saumaklúbbur (reyndar ekkert saumað) svo er þetta hrekkjalómafélag eins og fréttir síðustu daga bera með sér.

það var aldrei tilgangur að gabba aðdáendur okkar, síður en svo. Enda held ég og það sýndi sig að fæstir trúðu þessu en samt var eitthvað gruggugt við þetta allt. Ekki furða að sumir hafi verið hissa... ég var það.

Við félagarnir þökkum góðar kveðjur frá vinum og kunningjum sem sýnir okkur að enn er áhugi fyrir Súellen. Þetta verður okkur vonandi hvatning til að bretta upp ermarnar og skapa nýja tónlist... eða allavega hittast og...

Ég man eftir fjölda hrekkja sem við höfum staðið fyrir. T.d. sendi ég eitt sinn út fréttatilkynningu þar sem kom fram að hljómsveitin væri að fara í frí (sem var reyndar rétt) en ástæðan var sú að trommari sveitarinnar, Jóhann Geir Árnason, væri að fara í harmónikunám til Þýskalands!!! Ég gleymdi reyndar að segja Jóa frá þessu en hann fékk símtöl í kjölfarið frá fjölskyldunni sem hafði ekki hugmynd um námsför hans til Þýskalands:)

meira hér og í blöðum dagsins

http://www.visir.is/article/20071212/LIFID01/112120156


mbl.is Súellen gabbaði aðdáendur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saklaus hrekkur

Jæja, það er allt búið að vera vitlaust frá því að ég setti inn færsluna hér að neðan um uppsögn mína úr Súellen. Allt sem kemur fram í færslunni er rétt. Þetta var hins vegar hrekkur sem félagar mínir gerðu mér en engin bjóst við því að þetta færi svona langt.

Ég trúði þessu ekki, svo trúði ég þessu, svo trúði ég þessu ekki og... þið vitið.

Svo skellti ég þessu inn á bloggsíðu mína til að knýja fram sannleikann sem kom fram. Aðallega til gamans og til að hrella félaga mína.

Þetta var alvöru hrekkur og ég var TEKINN!!!!

Þetta er geymt en ekki gleymt og bið ég alla afsökunar ef ég hef með þessari færslu valdið einhverjum hugarangri.

Sáttafundur er boðaður á næstunni og þá föllumst við félagarnir í faðma. Alveg eins og í Dallas hér í dennInLove

 

 


Rekinn úr Súellen

Já góðir hálsar, þá vitið þið það. Ég fékk sms frá félögum mínum aðfararnótt sunnudags þar sem mér var tilkynnt þetta. Ég var að syngja á balli á Fáskrúðsfirði og sá þetta í pásunni. Ég hefði hlegið ef það hefði verið 1. apríl en svo var ekki. Ég sendi sms til baka en fékk ekkert svar.

Ég hefði nú þegið það að vera boðaður á fund, til að ræða málin. Mér finnst ég nú eiga það skilið eftir 25 ára farsælt starf.

Maður kemur í manns stað... svona er lífið!


ÆÆÆ! Við að fara norður

Jæja, þá verður maður bara að fara fetið. Læðast norður til Akureyrar í dag og aftur til baka á morgun.

Svo er dansleikur framundan á Fáskrúðsfirði aðra helgina í röð. Það var gaman um síðustu helgi og verður eflaust skemmtilegra um þessa helgi. Hnakkarnir eru í fanta formi og gefa ekkert eftir. Engin miskunn!

Sem minnir mig á bókina um Eyþór El Grilló meistara á Seyðisfirði. Fyrrverandi hótelstjóra, veitingamann og ég veit ekki hvað. Maðurinn er goðsögn og vel til fundið hjá Tryggva fyrrverandi bæjarstjóra að skrifa bók um þennan mann.

-"Sæktu rauðvín handa pabba þínum!"

-"Tja, hann er nú ekki pa..."

-"Svona sæktu rauðvín handa pabba þínum, engin miskunn!"

Sagði Eyþór hérna um árið þegar við vorum að spila á balli hjá honum. Þetta er náttúrulega ekkert fyndið nema að drengurinn sem Eyþór beindi orðum sínum að er ekki sonur Ágústar. Samt er Aggi náttúrulega Guðfaðir okkar allra:-)


mbl.is Vegagerðin varar við hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband