Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Frjáls og óháð

Þetta er nú bara smámál. Hvað með það þó hann hafi unnið með Halldóri? Hann getur samt örugglega sagt neikvæðar fréttir af Framsóknarmönnum þessi bítlavinabróðir.

Annars dreymir mig um að eiga fund með stjórnarformanni 365 sem á Stöð 2.... og Bylgjuna (held ég). Þar væri með einu handtaki, eða einum starfslokasamningi eða tveimur, hægt að gera Bylgjuna aftur að góðri útvarpsstöð. Hún var það nefnilega einu sinni. Hér með býð ég mig fram til að auka hlustun landsmanna á Bylgjuna um mörg % á stuttum tíma. Jón Ásgeir, hafðu bara samband. Ég hef lausnina fyrir þig.


mbl.is Steingrímur: Ekki pólitísk ástæða fyrir uppsögn Þóru Kristínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt tekur enda...

...þar á meðal verkefnið sem ég er að vinna við sem mannauðsstjóri hér á Reyðarfirði. Nú er komið á hreint að ég er atvinnulaus frá og með áramótum. Er reyndar í hlutastarfi sem forseti, bæjarfulltrúi og tónlistarmaður. Það má nú kannski flokka sem áhugamál.

Nú vantar mig hugmyndir og langar að kanna mátt bloggsins. Endilega skjótið á mig hugmyndum. "Kommentið!!!"

Vinnan þarf helst að vera á Austurlandi því mig langar ekki að flytja. Eruð þið með hugmyndir eða vitið þið um laust starf sem gæti hentað?

Svo má alltaf búa sér til vinnu ef ekkert sniðugt býðst Cool Allt opið!


Gaman saman!

Síðasta helgi var hreint út sagt frábær. Gísli bróðir og Bergrós gengu í heilagt hjónaband. Hamingjuóskir! Athöfnin í kirkjunni var frábær, hress prestur og ég fékk þann heiður að syngja 2 lög. Annað er norskt og Gísli bróðir hafði samið textann "Til brúðarinnar" við lagið. Stórfínn texti hjá Gísla. Hlöðver Smári föðurbróðir brúðarinnar spilaði undir og gerði það vel. Hann er snillingur í tónlist. Sumir muna kannski eftir honum í Bumbunum hérna í denn. Hann kenndi einnig í Tónskóla Neskaupstaðar. Svo söng ég Ástrósina en það lag völdu brúðhjónin.

Veislan var svo þræl skemmtileg. Ekkert smá gaman að hitta alla þessa ættingja og vini.

Gísli og Bergrós! Megi hjónaband ykkar verða farsælt og hamingjuríkt.

kveðja!

Guðmundur R


Bubbi klikkar...

...ekki! Það hef ég margoft sagt. "Hann er laxveiðisjúklingur en veit ekki af því" söng Bubbi hérna um árið ef mig misminnir ekki. Bubbi er hins vegar vel meðvitaður af sinni veiðidellu þó hann sé hættur að skjóta rjúpur.

Ég man að Bubbi renndi fyrir silung í Norðfjarðará þegar Utangarðsmenn voru með "kommbakkið" hérna um árið og byrjuðu túrinn í Egilsbúð. Gunnar Þorsteins vinur minn fór með  Bubba til að benda honum á veiðisvæðin en ekkert veiddist þann daginn. Gott ef hann missti ekki einn stóran þar líka, he, he, he!

Annars hef ég nú meiri áhuga á tónlistarmanninum Bubba en veiðimanninum, veit ekki um ykkur.


mbl.is Bubbi Morthens í átökum við stórlax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljós og Hveragerði

Góðan dag kæru lesendur og vinir!

Upptaka í Kastljósi gekk vel og lagið verður sýnt á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Hljóðfæraleikarar sem spiluðu með mér á plötunni voru með mér og stóðu sig vel, enda snillingar! Nú eru lögin mín mikið spiluð á Rás 2 þar sem "Íslensk tónlist" er plata vikunnar á þeim bæ. Ég fæ víðast góð viðbrögð og er þakklátur fyrir það. Ég endurtek að ef ykkur langar í disk þá sendið mér línu á bgbros@simnet.is og ég sendi disk um hæl. Mín er ánægjan.

Tónleikar verða í Hveragerði á Blómstrandi dögum fimmtudagskvöld kl. 22:00. Þar munum við Halli Reynis flytja lög af plötu minni og Halli mun einnig spila sín þekktustu lög. Mikið hlakka ég til að prófa að flytja lögin mín á þennan hátt á rólegum tónleikum þar sem ég get sagt sögurnar á bak við lögin.

Kær kveðja!

Guðmundur R


Sjálfstæð útgáfa á tónlist. 4. hluti

Það er ótrúlegt limbó að standa í plötuútgáfu. Í gær var ég nánast bugaður af svartsýni, platan ekki komin í búðir og þið vitið..... ekkert að gerast. Samt spilaður á Rás 2. Guð blessi þá útvarpstöð og alla sem þar vinna.Þegar allt gengur á afturfótunum er gott að skrifa niður það sem þarf að gera, sem ég og gerði í gærkvöldi. Síðan í morgun eftir nokkra tölvupósta og örfá símtöl þá braust sólin fram og skín en í andlit mitt. Fyrst voru það góðar fréttir varðandi dreifingu en Sena ætlar að dreifa fyrir mig og því er annað sem hér var tilkynnt dregið til baka. Sena er stærst í þessum bransa og tryggir alla vega að platan verður til í flestum búðum. Samt engin trygging fyrir sölu, hún veltur á mér.5 mínútum eftir þessar góðu fréttir fékk ég tölvupóst frá Óla Palla sem tilkynnti mér að "Íslensk tónlist" verður plata vikunnar í næstu viku á Rás 2. Þetta sækja allir um sem gefa út diska en það eru aðeins 52 vikur á árinu og margir um hituna. Ég sagði Óla Palla að hann hafi ekki getað fært mér betri fréttir þó hann hefði tilkynnt mér um Lottóvinning. Við sem gefum út sjálf eigum ekki margar leiðir til að kynna okkur. Þetta er ein þeirra og sú allra besta. Takk Óli Palli og starfsfólk Rásar 2.Svo tek ég lagið í Kastljósi í næstu viku, ekki alveg víst um dag en ég læt vita nánar af því hér á síðunni.Næsta vika verður skemmtileg:*Plata vikunnar á Rás 2*Platan verður til í búðum landsins*Framkoma í Kastljósi*Spila með Halla Reynis á Blómstrandi dögum í Hveragerði þar sem Kiddi vinur minn (í Freyju) ræður ríkjum.*Fara í brúðkaup Gísla Bróður og Bergrósar (nánar um það síðar)Rosalega mun ég sofa vel í nótt. Þið trúið ekki hvað ég er feginn að þetta er í höfn. Það er gaman þegar maður nær sínum markmiðum. Nú er bara að standa sig, það getur engin gert fyrir mann.kær kveðja!Guðmundur R 

Sjálfstæð útgáfa á tónlist. 3. hluti.

Útgáfutónleikarnir á föstudaginn gengu frábærlega. Troðfullt hús og viðtökurnar góðar. Dóttir mín Eyrún söng með mér 2 lög og stóð sig vel. Halli Reynis spilaði með mér auk snillinganna Jóns Hilmars, Malla og Viðars. Sala á diskinum gekk líka vel og var þessu helgi bara frábær í alla staði.

Svo fór ég í Barðsneshlaupið á laugardeginum og skokkaði þessa 27 km og það gekk bara vel. Hver hefði trúað því að ég gæti þetta? Margir voru efins og lái ég þeim það ekki. Það er með þetta eins og svo margt annað, viljinn ber þig hálfa leið og hitt ferðu á þrjóskunni Cool

Nú er ég loksins kominn með dreifingaraðila sem tók mér opnum örmum. Það er Sonet þar sem Óttar Felix ræður ríkjum. Hann er að gefa út Langferðalög með Magga og KK og ætlar að reyna að koma mínum diski í flestar búðir. Það er nú gott að það er í höfn. Ég var búinn að tala við önnur fyrirtæki en þetta líst mér best á. Í sumum ónefndum fyrirtækjum í þessum bransa er ekki svarað í símann svo dögum skiptir. Ekki beint traustvekjandi. 

Síðan sendi ég að sjálfsögðu diska til þeirra sem vilja. Bara að senda póst á bgbros@simnet.is og ég sendi disk um hæl. Ekki hika við það þið sem búið víðsvegar um land. Ég sendi bara innleggsnótu með. Ég treysti ykkur.

Nú erum við að fara norður til Siglufjarðar á Pæjumót, það verður fjör.

kveðja! Guðmundur R.

 


Halló, halló! Hver er sannleikurinn?

Hér er frétt sem ekki hefur verið skrifuð enn.

-Ekkert fíkniefnamál kom upp á Neistaflugi þrátt fyrir öfluga gæslu.

-Aðsókn að dansleikjum og íþróttamótum aldrei verið betri.

-Aðstandendur hátíðarinnar og starfsfólk segja hátíðina hafa farið vel fram. Fólk sem býr við hliðina á "unglinga" tjaldsvæðinu var ekki vart við nein læti eða óspektir.

-Veður var gott alla helgina þrátt fyrir ömurlega veðurspá.

-Hvernig í ósköpunum er hægt að tengja hraðakstur á Höfn við Neistaflug? Vita menn hversu langt er frá Höfn til Neskaupstaðar?

-Hafa fréttamenn áhuga á sannleikanum eða sóðaskap og lygi?

Neistaflug 2007 var frábær hátíð sem allir geta verið stoltir af. Takk fyrir frábæra helgi.

kveðja!

Guðmundur R

-


mbl.is Talsvert um pústra og slagsmál í Neskaupstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lognið hlær dátt á Neistaflugi

...enda er veðurspáin bara góð og lagast með hverjum deginum. Fólk byrjaði að streyma til Neskaupstaðar í gær og ég spái góðri hátíð eins og undanfarin 15 ár. Gæslufólk og lögregla fundaði í gærkvöldi og við Norðfirðingar gerum allt sem er í okkar valdi til að allt fari fram. Ég óska öllum gleðilegrar helgi og vona að fólk gangi hægt um gleðinnar dyr.

Það er stór dagur hjá mér í dag. Útgáfutónleikar í kvöld í Egilsbúð. Ég er með smá fiðring í maganum sem er bara gott. Halli Reynis kemur austur á eftir og svo æfum við með félögum mínum úr BRJÁN seinna í dag og þá mun þetta allt smella. Platan mín hefur fengið góðar viðtökur hér í forsölunni fyrir austan og hefur verið spiluð þokkalega á Rás 2. Bylgjan er enn að hugsa hvort mín tónlist er þeim þóknanleg. Ég blogga sko pottþétt um það hver niðurstaðan verður, bíðið bara.

Ég er enn að hugsa um að skella mér í Barðsneshlaup í fyrramálið sem er 27 km víðavangshlaup um eyðifirði og kindastíga. Það er ekki mikið rokk í því að halda útgáfutónleika og hlaupa svo þessa geðveiki morguninn eftir. En ef ég kemst það hlaup þá er það samt ferlega flott. Ég byrjaði að æfa síðastliðið haust en hef ekki verið nógu duglegur í sumar. Við sjáum til Tounge

Sjáumst á Neistaflugi í Neskaupstað, Fjarðabyggð.

kveðja! Guðmundur R.


mbl.is Bannað að tjalda í Herjólfsdal í kvöld vegna slæmrar veðurspár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hugsað til enda

Ég hef 9 ára reynslu af því að reka vínveitingahús og sá strax að með þessu reykingabanni yrðu mörg vandamál sem nú er að sýna sig. Kormákur og Skjöldur sem reka ölstofu í Reykjavík voru búnir að benda á þetta en fáir aðrir komu fram í dagsljósið enda ekki "fínt" að vera á móti reykingabanni, skiljanlega. Svona breytingar verður að hugsa til enda. Ef leyfa á gestum að taka með áfengi út fyrir hússins dyr verður það að vera á afgirtu svæði. Annars er hægt að leggja aldurstakmark á þessum stöðum niður. Það er rugl að hafa 18 ára aldurstakmark ef 16 ára geta svo setið utan við staðina og án nokkurra vandkvæða drukkið þar bjór með öðrum gestum. Síðan er algjört rugl að það sé 18 ára aldurstakmark inn á staðina en þú þarft að vera orðinn 20 ára til að mega kaupa áfengi inn á þeim. Þessu er sjaldnast fylgt eftir og allir sem komast inn fá afgreiðslu. ÞAÐ ER STAÐREYND. Ég skora á samtök ferðaþjónustunnar að beita sér fyrir breytingum á þessu rugli.

Ég er feginn að vera hættur í þessum bransa og dáist í fjarlægð af þeim sem standa í veitingahúsarekstri á Íslandi. Ykkar skál!

kveðja!

Guðmundur R


mbl.is Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband