Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Íbúasamtök á Norðfirði

Norðfjörður 

Íbúasamtök voru stofnuð á Norðfirði í síðustu viku. Mér finnst þetta gott framtak. Eftir að sveitarfélagið okkar er orðið þetta stórt er mjög mikilvægt að hvert hverfi stofni svona samtök. Ég lít ekki á það sem móðgun við bæjarstjórn, þvert á móti vonast ég sem bæjarfulltrúi til að eiga góða samvinnu við samtökin. Því miður var ég í Reykjavík og komst ekki á stofnfundinn.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá færist valdið fjær fólkinu eftir því sem sveitarfélögin verða stærri. Þess vegna væri gott mál ef öll hverfi Fjarðabyggðar stofnuðu svona samtök. Fyrir voru svona samtök á Reyðarfirði sem voru öflug fyrir síðustu kosningar.

Hvatamenn og stofnendur fá hrós vikunnar frá mér.


Frábærir útgáfutónleikar á Organ

það var vel mætt á Organ í gærkvöldi. Mikið af gestum sem maður þekkti og góð stemmning. Hljómsveitin Vicky Pollard byrjaði með miklu trukki, svo miklu að bassamagnarinn hans Jakobs gaf upp öndina. Ég steig svo á stokk og flutti með mínum mönnum lög af plötunni minni og endaði svo á laginu "Tangó" með Grafík og "Ferð án enda" með Súellen. Okkur var vel fagnað. Dúkkulísurnar enduðu svo kvöldið og fluttu bæði nýtt og gamalt efni. Þær stóðu sig með stakri prýði og var innilega fagnað. Ég þakka þeim sem mættu fyrir gott kvöld.Gummi kastljós

Það gladdi mig innilega að bræður mínir Jóhann, Gísli og Heimir mættu á tónleikana. Örugglega í fyrsta skipti sem bræður mínir mæta allir til að hlusta á litla bróa.

Lagið "Samkomulag" var sýnt í Kastljósi á miðvikudaginn og kom vel út.... eða það fannst mér:)

Framundan eru svo tónleikar með mér og Halla Reynis á Austurlandi á næstu dögum. Ég set dagskrá hér inn um leið og hún er tilbúin.


Útgáfutónleikar í Reykjavík

Já góðir landsmenn! Strákurinn ætlar bara að drífa sig suður og halda útgáfutónleika í höfuðborginni. Tónleikarnir verða á skemmtistaðnum Organ í Hafnarstræti. Þetta eru sameiginlegir tónleikar Dúkkulísa og þess sem hér bloggar. Dúkkulísur voru að gefa út disk með nýju og gömlu efni í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar.

Ég verð með stórskotalið með mér: Halli Reynis trúbador gítar, Jakob Magnússon bassi (SSsól og fl.), Erik Qvick trommur og Tommi Tomm rafgítar (Rokkabillýbandið). Sjá mynd hér að neðan sem tekin var á dögunum. Súellen, gamlir

 

Ég vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum sem hefjast kl. 20:30. 11. október (fimmtudag).

Svo stendur til að sýna loksins lag með mér í Kastljósi annað kvöld (miðvikudag). Allir að horfa!


Trúbadorahátíð gekk vel

Hátíðin var vel sótt og stóðu allir tónlistarmenn sig með sóma. Tónleikar í safnahúsinu á föstudag voru hreint út sagt FRÁBÆRIR! föstudagstrúbbarSjá mynd hér til hægri: Gummi Jóns, Magnús Þór, Auðunn Bragi, Halli Reynis og Guðmundur R.

Því miður voru veður válynd á laugardegi og því komust Ingvar Valgeirs og Einar Ágúst ekki austur. Guðmundur Haukur og Marinó fylltu þeirra skarð og fóru létt með það Wink

Ég og Arnar Guðmundsson brunuðum svo í Mjóafjörð á sunnudagskvöld og héldum þar skemmtilega tónleika og fengum góðar viðtökur eins og við var að búast hjá Mjófirðingum.

Ég vil þakka öllum sem komu fram fyrir yndislega tónlist og styrktaraðilum fyrir stuðninginn. Sjáumst að ári... vonandi!


Queen frá Norðfirði

Félagar mínir úr Brján (sem nú kalla sig Smile) eru að fara suður og meika það... enn og aftur. Ég hvet alla til að mæta enda frábærir tónlistarmenn á ferðinni.

Queenhelgin verður haldin á Players föstudaginn 5. október og laugardaginn 6. október. Íslenska Queen tribute - bandið Smile mun halda uppi fjörinu bæði kvöldin með Bjarna Frey, Jónsa í Svörtum fötum, Eirík Hauksson og Magna í broddi fylkingar. Jónsi og Magni koma fram sitthvort kvöldið.

Freddy M

Sérstakur gestur um helgina verður Peter Freestone sem var aðstoðarmaður Freddie's frá 1979 til dauðadags. Er þetta mikill hvalreki fyrir alla sem hafa áhuga á Queen og hinum stórbrotna söngvara, lagasmið og sviðsmanni Freddie Mercury.

 

Ágúst Ármann er þarna ein aðalsprautan eins og vanalega. Hann fékk á dögunum Menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og var meira en vel að þeim kominn. Til hamingju Aggi!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband