Íbúasamtök á Norðfirði

Norðfjörður 

Íbúasamtök voru stofnuð á Norðfirði í síðustu viku. Mér finnst þetta gott framtak. Eftir að sveitarfélagið okkar er orðið þetta stórt er mjög mikilvægt að hvert hverfi stofni svona samtök. Ég lít ekki á það sem móðgun við bæjarstjórn, þvert á móti vonast ég sem bæjarfulltrúi til að eiga góða samvinnu við samtökin. Því miður var ég í Reykjavík og komst ekki á stofnfundinn.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá færist valdið fjær fólkinu eftir því sem sveitarfélögin verða stærri. Þess vegna væri gott mál ef öll hverfi Fjarðabyggðar stofnuðu svona samtök. Fyrir voru svona samtök á Reyðarfirði sem voru öflug fyrir síðustu kosningar.

Hvatamenn og stofnendur fá hrós vikunnar frá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Er þetta bara ekki að verða of stórt svæði fyrir eina bæjarstjórn??????

Einar Bragi Bragason., 15.10.2007 kl. 14:23

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Kannski eftir sameiningu við Seyðisfjörð

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 15.10.2007 kl. 15:16

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he góður........þið náið okkur aldrei aldrei aldrei....bara grín......fyrst þurfum við að grafa......

Einar Bragi Bragason., 15.10.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband