Samgöng eða Bónus?

Sælt veri fólkið!

Eins og menn vita hef ég stutt Samgöng og lét meira að segja hafa eftir mér að það mættir fresta Norðfjarðargöngum ef það væri tryggt að við fengjum göng alla leið. Esk-Nesk-Mjóifj-Seyðis og svo tengingu á hagkvæmum stað upp í Hérað. Ekki endilega undir Fjarðarheiði.

Seyðfirðingar hafa verið manna harðastir og að þeirra frumkvæði unnu bæjarstjórar okkar Fjarðabyggðar, Héraðs og Seyðisfjarðar saman að þessari hugmynd. Með Samgöngum tengdust Seyðfirðingar okkur, fjórðungssjúkrahúsi, verkmenntaskóla, álverinu og miðsvæði Austurlands þar sem mikil uppbygging er og vantar vinnuafl. Ég hlakkaði til að komast til Seyðisfjarðar (jafnvel sameinast þeim) Þeir eru nefnilega glettilega líkir Norðfirðingum, sem tónlistar- og menningarlíf sannar. Með samgöngum gæfist okkur kostur á að njóta alls þess besta er Seyðisfjörður býður upp á, svo við tölum ekki um Mjóafjörð, perluna okkar.

Seyðisfjörður er endastöð, Neskaupstaður líka. Samgöng hefðu breytt því.

Nú hefur bæjarstjórn Seyðisfjarðar ályktað og ég verð að segja að ég er súr.

 “Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að leita allra leiða til að gerð verði jarðgöng á milli Seyðisfjarðar og Héraðs.”

Ég man ekki betur en að ég og mínir félagar höfum verið sakaðir um að eyðileggja samstöðuna um Samgöng. Margur heldur mig sig.

Af hverju álykta Seyðfirðingar ekki um göng til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar? (Norðfjarðargöng eru jú staðreynd) og þau 2 göng eru styttri en göng til Héraðs frá Seyðisfirði (Ef ég man rétt)?

Seyðfirðingum liggur kannski á í flug?

Tekið skal fram að þessi grein endurspeglar mína skoðun, ekki endilega bæjarstjórn Fjarðabyggðar. GRG

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú meinar hmmmmmm

Einar Bragi Bragason., 25.9.2008 kl. 14:11

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Skil þettta ekki Gummi, því miður.

Haraldur Bjarnason, 25.9.2008 kl. 23:39

3 identicon

Ég get verið sammála þér með að skynsamlegasta gangnaleiðin er sú sem þú nefnir. Og svo gat úr Héraðinu yfir í Mjóafjörð eða beint yfir á Norðfjörð.

En drifkraftur samganga hefur komið frá Seyðisfirði, eins og þú bendir á voru þeir með frumkvæði í að draga FB og FH að umræðunni.
Eru þeir ekki bara álykta í þessa átt til að fá viðbrögð frá Fjarðarbyggð?
Ert þú sem oddviti í Fjarðabyggð svo ekki einmitt rétti maðurinn til að bakka upp hjá þeim stemmingu í áttina til ykkar?
Og svo þegar stemmarinn snýst, þá vakna Héraðsmenn líka, til að gleymist nú ekki að gera holu hingað til okkar.

Þau eru allavega kominn viðbrögð frá þér núna, þó hún endurspegli bara þína skoðun, held að hlakki yfir því hjá þeim.

Seyðfirðingar eru sko ekkert að fara gefast upp og munu fylgja því eftir á að fá gat.
Held við ættum allir austfirðingar að styðja þá í því. Í hvaða átt sem holan verður.

Tjörvi (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 09:24

4 identicon

Margur heldur mig sig, Og Óla Sig

Þorvaldur Einarsson (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 09:25

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það vantaði bara fl eins og þig í bæjarapparatið í Fjarðabyggð...

Einar Bragi Bragason., 27.9.2008 kl. 02:23

6 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já, takk fyrir það.

Ert þú, minn kæri Samgangnavinur, sammála bæjarstjórn Seyðisfjarðar?

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 27.9.2008 kl. 12:02

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæll Guðmundur.

Ég held að mikill meiri hluti bæjarbúa á Seyðisfirði sé mjög ánægður með ályktun bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.

Hún er gerð eftir að bæjarstjórn Seyðisfjarðar hafði lagt mikinn þunga, fjármuni og tíma í það að berjast fyrir hugmyndinni um Samgöng.  Hugmyndin um Samgöng er stórkostlegt tækifæri til að mynda eitt öflugt samfélag á Austurlandi.  Kannski vantar ekki mikið á að hægt sé að hrinda því í framkvæmd.  Ef þau göng eru jafn hagkvæm og mér sýnist þau vera er undarlegt að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið séu ekki jafn áhugasöm um þau og við Seyðfirðingar og þú Gummi.  Hugmyndin um Samgöng hefði verið frábær fyrir Norðfjörð og ég veit að við tveir vorum oft svekktir yfir því að forsvarsmenn Fjarðabyggðar (að þér undanskildum) sýndu málinu ekki eindreginn stuðning. 

Hins vegar er það svo að Seyðisfjörður þolir ekki lengri bið í samgönguúrbótum.  Heilsárssiglungar Norrönu og frekari uppbygginga atvinnustarfsemi hér eru erfið við núverandi samgöngur.

Margskonar atvinnustarfsemi krefst betri samganga.  Að eiga aðgang að stærra atvinnu og þjónustusvæði, gerir svæðið fýsilegri kost til búsetu. Vegurinn um Fjarðarheiði er eina tenging okkar við íslenska vegakerfið.  Þessi stundum fallega leið getur verið stórhættuleg.  Já, og svo eru bættar samgöngur líka til að örva verslun, bæði á Héraði og Seyðisfirði.

Að tala um Bónus í því sambandi við þessa ályktun er hrein móðgun við Seyðfirðinga og lýsir vanþekkingu á aðstöðu Seyfirðinga.

Bestu kveðjur til Norðfirðinga.

Jón Halldór Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 20:48

8 identicon

    Já,Sælt verði fólkið!

dvergur (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:22

9 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæll Jón Seyðfirðingur!

Sjá nýja færslu hér að ofan.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 1.10.2008 kl. 09:22

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það eru allir Seyðfirðingar sammála um að þu hefur efni á því að vera súr,,,,,,,en því miður ekki fl. í Bæjarstjórn Fjarðabyggðar.

Einar Bragi Bragason., 5.10.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband