Færsluflokkur: Ferðalög

Veturinn er tíminn.

Það er búið að vera yndislegt veður til útivistar hér fyrir austan.

Fjölskyldan hefur farið töluvert á skíði. María Bóel er að æfa skíði og er líka orðin nokkuð lunkin á bretti. Svo keyptum við okkur "nýjan" snjósleða sem hefur runnið ljúft með okkur upp á fjöll.

Bikarmót var í Oddsskarði um helgina þar sem við Gunna unnum við mótið á laugardegi. Veðrið var frábært og sennilega eru allir gestir Oddsskarðsins rjóðir í vanga eftir helgina.

Hér er ein mynd tekin niður í Hellisfjörð. Reyndar tekin á gsm síma. Maður gleymir alltaf myndavélinni. Fleiri myndir eru í albúminu "Veturinn 2009".

Hellisfjörður, skuggi af mér og Eyrúnu


Samgöng eða Bónus?

Sælt veri fólkið!

Eins og menn vita hef ég stutt Samgöng og lét meira að segja hafa eftir mér að það mættir fresta Norðfjarðargöngum ef það væri tryggt að við fengjum göng alla leið. Esk-Nesk-Mjóifj-Seyðis og svo tengingu á hagkvæmum stað upp í Hérað. Ekki endilega undir Fjarðarheiði.

Seyðfirðingar hafa verið manna harðastir og að þeirra frumkvæði unnu bæjarstjórar okkar Fjarðabyggðar, Héraðs og Seyðisfjarðar saman að þessari hugmynd. Með Samgöngum tengdust Seyðfirðingar okkur, fjórðungssjúkrahúsi, verkmenntaskóla, álverinu og miðsvæði Austurlands þar sem mikil uppbygging er og vantar vinnuafl. Ég hlakkaði til að komast til Seyðisfjarðar (jafnvel sameinast þeim) Þeir eru nefnilega glettilega líkir Norðfirðingum, sem tónlistar- og menningarlíf sannar. Með samgöngum gæfist okkur kostur á að njóta alls þess besta er Seyðisfjörður býður upp á, svo við tölum ekki um Mjóafjörð, perluna okkar.

Seyðisfjörður er endastöð, Neskaupstaður líka. Samgöng hefðu breytt því.

Nú hefur bæjarstjórn Seyðisfjarðar ályktað og ég verð að segja að ég er súr.

 “Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að leita allra leiða til að gerð verði jarðgöng á milli Seyðisfjarðar og Héraðs.”

Ég man ekki betur en að ég og mínir félagar höfum verið sakaðir um að eyðileggja samstöðuna um Samgöng. Margur heldur mig sig.

Af hverju álykta Seyðfirðingar ekki um göng til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar? (Norðfjarðargöng eru jú staðreynd) og þau 2 göng eru styttri en göng til Héraðs frá Seyðisfirði (Ef ég man rétt)?

Seyðfirðingum liggur kannski á í flug?

Tekið skal fram að þessi grein endurspeglar mína skoðun, ekki endilega bæjarstjórn Fjarðabyggðar. GRG

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband