Meira um Samgöng

Ég var spurður í gær hvort ég væri kominn í stríð við Seyðfirðinga og Héraðsmenn. Síður en svo. Seyðfirðingar eiga allan minn skilning og ég elska Héraðsmenn eins og ég hef oft sagt. Samgöngumál eins og þetta eru hins vegar ekki einkamál Seyðfirðinga og Héraðsmanna, ekki frekar en álver á Reyðarfirði er einkamál Reyðfirðinga. Til þess eru málin of stór.

Ég bara held, og lái mér hver sem vill, að Seyðisfirði væri betur borgið með tengingu við Norðfjörð (og þar sem Esk, Rey og...) Vegna þess:

-Göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og til Norðfjarðar eru styttri en göng undir Fjarðarheiði. Þar munar a.m.k. 2 kílómetrum

-Seyðisfjörður og Norðfjörður verða ekki lengur endastöðvar

-Atvinnusvæði fjarðanna er mun stærra og fjölbreyttara en svæðið á Héraði. Þar eru meðallaun líka hærri.

-Hugsanlega er önnur tenging á milli Héraðs og fjarða hagstæðari fjöldanum en göng undir Fjarðarheiði

-Ferðamenn hafa mun meiri fjölbreytni og áhugaverðara svæði að skoða á fjörðum en á Héraði (umdeilanlegt, en mín skoðun)-Ferðamenn sem koma með Norrænu hafa fleiri leiðir til og frá ferju. Hver segir að að allir kjósi að allir kjósa að fara beint í Egilsstaði ef þeir hafa val?

-Verslun og þjónustu væri betur borgið á Seyðisfirði því Seyðisfjörður væri ekki endastöð.

-Samvinna í sjávarútvegi yrði auðveldari og gæfi möguleika á uppbyggingu á Seyðisfirði. Útflutningur á sjávarafurðu með ferjunni yrði samkeppnishæfari. Þar með siglingar allan ársins hring

-Menningarlega eiga Seyðfirðingar samleið með Fjarðamönnum. Það er staðreynd.

Um allt þetta má þrefa en ég ætla ekki að láta saka mig um að halda kjafti þegar ég hef skoðun. Það eru nógu margir í þeim pakka að sýna svo mikla tillitssemi að stór mál eru ekki rædd. Þetta með Bónus var grín en öllu gamni fylgir einhver alvara. Ég ætlaði ekki að móðga neinn. En það er móðgun að saka mig um vanþekkingu á aðstöðu Seyðfirðinga. Halló! Ég bý á Norðfirði!  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur og takk fyrir síðast! Skemmtilegt haustþing, bæði dagskrá og það sem var utan hennar. Hljómsveit kvöldsins auðvitað "lygilega góð", mikið dansað og sumir fengu óvænta danskennslu í ofanálag (meira að segja ókeypis.....held ég.....amk. hef ég ekki frétt af neinum reikningum á leiðinni). En það er nú þetta með jarðgöngin, allt að verða vitlaust!! Mér langar að segja það sem mér býr í brjósti varðandi þetta en það eru að sjálfsögðu mínar persónulegau skoðanir. Þú talar um að þessi þrjú sveitarfélög hafi unnið saman að hugm. um Samgöng. Ég verð bara að viðurkenna og þú fyrirgefur (ekki illa meint) en mér finnst að bæjarstjórinn okkar hafi getað fengið meira "bakköpp" þessi bráðum tvö ár. Amk. hefur farið ansi lítið fyrir frumkvæði annarra, ég tala nú ekki um ef minnst var á að borga brúsann!! M.ö.o. eru menn búnir að fá yfirdrifið nógu langan tíma til að setja í almennilegan baráttugír en eru samt varla komnir í þann fyrsta. Nú var því kominn tími til að endurskoða og athuga málin þar sem ekki hefur skapast í samstöðunni sá drifkraftur og baráttuandi sem þarf að vera til staðar fyrir eins stórt verkefni og Samgöng. Hversu lengi átti að bíða eftir því, meðan bær eins og Seyðisfjörður býr við eins mikið óöryggi í samgöngum og nú? Bæjarbúar voru löngu farnir að þrýsta á aðgerðir og fannst málið hafa verið svæft. Ég lít þannig á að þessi framkvæmd geti vel verið 2. hluti af aðgerð í að tengja samgöng og finnst leiðinlegt að þessu sé stillt þannig upp að það sé til höfuðs þeirri tengingu. Eða ætla menn sér kannski ekki að fara Norfjörð-Mjóafjörð??? Ég frétti að á kynningu í álverinu um daginn hafi leiðin Eskifjörður-Hérað verið nefnd????? Eins og kom fram hjá bæjarstjóra að þá hefur einn helsti jarðganga sérfræðingur norðmanna sagt að farin yrði leiðin frá Héraði í gegnum Fjarðarheiði vegna þess hvernig jarðlög liggja. Og ef af þessu verður þá eru miklar líkur á að sá sem ynni verkið fengi til þess bor vegna þess hversu mikið ódýrara það væri og hve göngin yrðu löng. Þá verðum við komin með þannig græju hingað á austfirði og þá aukast líkurnar á því að nota borinn enn frekar. Við Íslendingar verðum að fara að hugsa alla jarðgangagerð upp á nýtt. Það munar svo miklu í kostnaði á sprengdu og borðuðu. Ég vil trúa því að við viljum öll sömu niðurstöðu á endanum en við erum kannski ekki sammála um leiðir. Þannig er það mikill línudans að geta gert málamiðlanir. Ég trúi þér hvað varðar menningu þá eru Seyðfirðingar og Norfirðingar eflaust líkir.  Og það er hið besta mál að vera með samstarf á því sviði. Nú í dag erum við smám saman að auka samvinnu við Hérað t.d. í sorpmálum, brunamálum og félagsþjónustu. Seyðfirðingar hafa líka sótt og munu sækja atvinnu til Héraðs og reyndar nokkrir gefist upp á því vegna erfiðra samgangna. Ég vil nú alls ekki saka þig Guðmundur um vanþekkingu á aðstöðu Seyðfirðinga og vil reyndar helst af öllu líta þannig á að þú sért miklu meira með okkur en á móti. En ég verð bara að viðurkenna að samstaðan hefur ekki verið kröftug (svo vægt sé til orða tekið). 

Ég tel okkur vera vel borgið með tengingu við Hérað.

 Ég vil ekki líta þannig á að þá sé málið dautt og Seyðisfjörður og Norfjörður verði endastöðvar. Afhverju þarf allt í einu að líta þannig á að bara ef það sé Byrjað á Héraði til Seyðisfjarðar í gerð Samganga þá verði ekki hægt að berjast fyrir meiru??? En ef það yrði farin hin leiðin þá má halda áfram að tala um Samgöng?? Ég skil ekki alveg rökin!

Þetta með samvinnu í sjávarútvegi er nú of langur kafli og skiptar skoðanir á því hvað sé best fyrir okkur í þeim efnum. Fer ekki nánar út í það nú.

Seyðisfjörður verður ekki endastöð.... Nörræna sér til þess.

Og þó það sé verið að nota Bónus í gríni þá er það nú bara svo að öll þjónusta skiptir gífurlega miklu máli. Og hversu miklu auðveldara væri ekki að komast til og frá höfuðborginni eða norðurlandsins? Það er nú ósjaldan þannig og reyndar oftast yfir veturinn að Fjarðarheiðin er einn aðal farartálminn á leiðinni Sey-Reykjav.

En það er alltaf af hinu góða að skiptast á skoðunum um hlutina á málefnalegan hátt. Og þó þið séuð svona frekar óþekkir í bili þá.....sjáumst við bara hress!!! Ætla ekki annars allir að skella sér á Abba sýningu Í Seyðisfjarðarbíói á laugard??? Guðmundur þú gleymdir að taka Abba lag á ballinu!!!

Katrín (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæl Katrín.

Við erum bara ósammála og það er allt í lagi.

Ég er og verð bandamaður Seyðfirðinga. Seyðfirðingar (bæjarstjórnin) hafa hins vegar ákveðið að biðla frekar til Héraðsmanna en Fjarðarbúa. Ykkar val.

Ég er nú lítið fyrir að syngja Abbalög þó þau séu skemmtileg, en þetta var skemmtilegt ball.

Ég veit ekki hvort ég kem í bíó til ykkar. Til þess þarf ég að keyra 99 kílómetra, yfir Oddsskarð, Fagradal og Fjarðarheiði. Ef búið væri að bora undir Fjarðarheiði þá styttist vegalengdin um 4 kílómetra. Ef hins vegar væru göng til Mjófjarðar frá mér og svo til Seyðisfjarðar þá værum við að tala um 22 kílómetra ef ég man rétt. Þá væri ég í bíói á Seyðisfirði í hverri viku, mætti reglulega á tónleika og þú veist, það yrði mikill samgangur í báðar áttir.

Koma Héraðsmenn mikið í bíó til ykkar?

Kær kveðja! Gummi

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 2.10.2008 kl. 10:35

3 identicon

Hæ!

Já Gummi, þeir koma.....þegar það er bíó! En það hefur verið sorglega lítið þetta árið. Veit þegar um nokkra sem ætla að koma á laugardaginn en nú þegar hafa verið fráteknir rúml. 70 miðar á singalong sýningu. Fór í bláu kirkjuna um daginn þar sem stór hluti gesta var utanbæjarfólk og margir frá Héraði. Það styttist nú leiðin fyrir þig þegar þú kemst í gengum göng til Eskifjarðar. Það verður ekki leiðinlegt!

Kv. Kata.

Katrín (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:08

4 identicon

Nýjustu tölur: Hátt í hundrað miðar fráteknir á singalong sýningu Mamma Mía í Seyðisfjarðarbíói laugardaginn 4. okt. kl: 22:00.! Beint eftir sýningu er Mamma Mia Dj' partý á Hótel Öldu! Og meira að segja tilboð á gistingu: 4500! Skora á ykkur bæjarráðskarlana að mæta!!

kv. kata

Katrín (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:34

5 identicon

Mér finst seyðfirðingar vera doldið flottir, En ég verð að taka undir meða Gumma. Og seyðisfjörður verður alltaf endastöð ef ekki verður borað til Mjóafjarðar og Nesk. Því miður. Þá er alveg eins hægt að segja að norðfjörður sé ekki enda stöð því það eru siglingar ti mjóafjarðar. Sjálfur er ég að vinna í Álverinu og þekki ég nokkra Seyðfirðinga, Þetta myndi til dæmis hjálpa Alcoa að fá Fólk í í vinnu auka Öryggi þeirra sem nú þegar vinna í álverinu og Brottfluttir myndu jafn vel koma heim aftur því að auðveldara að væri að komast í vinnu. Og það yrði líka lyfti stöng fyrir atvinnu lífi á Seyðisfirði.

 Þú Heldur Kanski að ég sé heimskur að skirfa þetta. Auðvitað verður auðveldara fyrir seyðfirðinga að komast í vinnu ef það koma göng uppá hérað ég veitt það En er viss um að verði auðveldara ef það koma samgöng um firðina, En vonandi fá seyðfirðingar einhver göng. 

Ef það verður byrjað að bora frá egilsstöðum til Sey þá er ég alveg viss um að menn sjá ekki tilgang í að halda áfram og inní mjófjörð. Kanski er það rétt hjá þér að það yrði hvort sem er byrjað uppá héraði að bora, Það veitt ég ekki. Er ekki viss. En eisn og ég sagði þá eiga Seyðfirðinga alaln minn stuðning að fá Göng. Bara samt á eftir okkur

Kveðja Þorvaldur Einarsson

Valdi (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:44

6 Smámynd: Tjörvi Hrafnkelsson

Aðalrök Fjarðarmanna eru þau að Seyðisfjörður og Neskaupstaður séu Endastöðvar og verði alveg jafnmiklar endastöðvar landleiðina þó að komi göng undir Fjarðarheiði. Þessi rök Fjarðarmanna halda vel t.d. er það raunin með Siglufjörð og Ólafsfjörð, þeir bæjir verða ekki endastöðvar lengur þegar Héðinsfjarðargöngin verða tekin í gagnið.

En með þessum rökum hefði verið skynsamlegast að byrja á að bora gat frá Neskaupstað til Héraðs í stað Eskifjarðargangna, því þá væri Neskaupstaður ekki lengur endastöð! Svo ekki sé né talað um arðsemina af slíkum göngum, þar sem tengdir væru stærstu kjarnar Austurlands. Og komnar forsendur til að sameina sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað og þá fyrst verður gert út um þennan hrepparíg og auðveldara að taka næstu skref í gangnamálum Smile

En rök varðandi menningarlega samlegð í gegnu bíóferðir og tónleika er bara rugl. Get ekki séð að Héraðsmenn séu eitthvað menningarlega fatlaðir og geti ekki samlagast Seyðfirðingum þess vegna. Og varðandi fjölbreyttara atvinnulíf en á Héraði þarf nú rökstyðja betur. Það er jú Álver á Reyðarfirði, sem þarf fjölbreytta þjónustu, hluti af þjónustu við álverið er borinn upp af fyrirtækjum á Héraði.

Seyðfirðingar hafa án efa metið stöðuna af skynsemi. Þeir leiddu Samganga umræðuna og lögðu sig mikið fram, en fá ekki nægilegt backup í það frá öðrum sveitarfélögum enda ekki sömu hagsmunir í húfi þar. Það er því lang skynsamlegast fyrir Seyðfirðinga í stöðunni að ákveða að fókusa á eitt verkefni og vinna það frá sínum hagsmunum! Rétt eins og Fjarðarbyggð fókusaði á ein göng gagnvart sínum hagsmunum! Seyðfirðingar eru búnir að meta sína hagsmuni og telja að þetta sé skynsamleg leið og eins og kemur fram á ummælum Katrínar.

Mér finnst hins vegar skrítið í ljósi framgöngu Seyðfirðinga í Samganga málum, að Fjarðabyggð skuli ekki vilja styðja þá í þessu verkefni.

Þeir munu þó gera það á endanum, ég trúi ekki öðru.

Tjörvi Hrafnkelsson, 3.10.2008 kl. 11:29

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæll Tjörvi!

Ég held að það verði að skoða skynsamlegustu tengingu við Hérað, öllum til hagsbóta. Ég hreinlega veit ekki hvort hægt að fara frá Norðfirði en frá Eskifirði er þetta víst mjög skynsamlegt. Allt Austurland sem eitt sveitarfélag er að sjálfsögðu möguleiki sem ég styð að skoða.

Þú gleymir einu stóru atriði. Neskaupstaður, Eskifjörður og Reyðarfjörður sameinuðust í eitt sveitarfélag 1998. Norðfjarðargöng eru til að tengja saman byggðarkjarna í sama sveitarfélagi, rétt eins og vegur á milli Fellabæjar og Egilsstaða. Sameiningin 1998 gekk í raun út á þetta og vonin um göng fékk marga til að samþykkja. Sameining gengur í raun ekki upp ef samgöngur eru mjög slæmar á milli bæjarhluta.

Héraðsmenn eru ekki menningarlega fatlaðir, nei, nei. Samt er staðreynd að þeir eru ekki jafn duglegir að koma niður á Norðfjörð eða Seyðisfjörð og við að koma upp á Hérað. Þá á bæði við vegna viðburða, dansleikja eða sækja þjónustu.

Seyðfirðingar ráða sínum málum sjálfir en á endanum eru það hinir vitru alþingismenn sem taka ákvörðun. Aðalbjörg er þingmaður Seyðfirðinga og hefur verið um árabil. Hún hlýtur að vigta eitthvað.

Bókun Héraðsmanna var hlægileg á SSA þinginu þar sem þeir sögðust styðja Seyðfirðinga eins og þeir hafi alltaf sutt Norðfirðinga fyrir nýjum göngum. Menn eru fljótir að gleyma. Á SSA þingi á Vopnafirði 2001 studdu Héraðsmenn ekki Norfirðinga í baráttu fyrir nýjum göngum. Því hafa Héraðsmenn gleymt en ekki ég.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 3.10.2008 kl. 13:16

8 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þarna eru tínd mörg góð og gild rök með óg á móti, því að leita til Héraðs frekar en Fjarða.  Ég held að að fara þessa leið yrði dauðadómur yfir Samgöngum, í það minnsta til mjög langs tíma.

Sjá meira um mínar skoðanir hér: http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/660076/

Eiður Ragnarsson, 3.10.2008 kl. 16:22

9 Smámynd: Tjörvi Hrafnkelsson

Sæll Gummi,

Það væri náttúrlega enn betra að tengja Héraðið beint heim á Eskifjörð Ég var bara búin að sjá nokkrar tillögur og þar var ein með gat yfir í Norðfjörð, vissi ekki um þennan Eskifjarðar möguleika.

Ég var ekkert búin að gleyma þessu með sameininguna, þetta er sama nálgun og Fjallabyggð er að vinna með varðandi Héðinsfjarðargöngin.
Og þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ekki hefur komið slagkraftur frá Fjarðabyggð varðandi Samgöng, ég hef svo sem engar heimildir fyrir því
að Héraðsmenn hafi svitnað yfir því að fylkja sér um þau. Seyðfirðingar einfaldlega skoða þetta frá sínum hagsmunum núna.

Varðandi ásókn á menningarviðburði ofan Héraði, þá hef ég það eftir góðum heimildum að Héraðsmenn séu mjög duglegir og meira segja oftast duglegri en Norðfirðingar að sækja menningarviðburði í menningarmiðstöðina á Eskifirði. Þannig ef við horfum á Fjarðabyggð í heild sinni, ekki bara Neskaupstað, þá efa að ég þetta sé rétt hjá þér. Svo hlýtur að gilda sama ef koma göng frá Seyðisfirði yfir í Hérað að Héraðsmenn verði duglegri að fara yfir á Seyðisfjörð.

Þessi síðasta klausa hjá þér bendir nú frekar til að það sé hefndarhugur gagnvart Fljótsdalshéraði frekar en málefnaleg rök sem ráða afstöðunni.
Ef þú dregur fram 7 ára gamla afgreiðslu inn í umræðuna. Reyndar allt í lagi að halda því á lofti, fann reyndar ekkert um þetta í fundargerðum inn á SSA
vefnum, en þetta er örugglega rétt hjá þér. Þessi afstaða snýst semsagt ekki um hagsmuni Seyðisfjarðar, heldur er þetta bara gamli góði hrepparígurinn að missa nú ekki allt upp Hérað. Já og trúðu mér, sem Eskfirðingur þekki ég þetta, hélt bara að þú værir yfir það hafinn.

En þrátt fyrir þetta, þá finnst mér persónulega miklu skynsamlegri leið sú sem þú ert að nefna, þ.e.a.s. að fara frá Seyðisfirði til Neskaupstaðar og svo með gat frá Héraði niður á Eskifjörð eða Norðfjörð. En Seyðfirðingar eru bara búnir að fá nóg af því að reyna horfa á heildarhagsmuni fram yfir sína, nú ætla þeir að fókusa á sig.
Mér hefði hinsvegar þótt áhugavert að það færu kröftugar gangna umræður af stað í Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði um skynsamlegar leiðir í þessum málum. Ef Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð myndu sammælast og vinna saman í slíkum málum sem stærstu og öflugustu sveitarfélögin á Austurlandi, þá færu skynsamlegri hlutir að gerast í samgöngumálum. Og svo á ég þá útópísku draumsýn að sjá Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð sameinast!!


Ef ætti að gera hlutina í þeirri röð sem er skynsamlegust og arðvænlegust fyrir fjórðunginn, burtséð frá local hagsmunum t.d. Vopnarfjarðar og Seyðisfjarðar.

Þá væri þetta röðin:

1. Eskifjarðargöng tekin í gagnið, sem þá klárar aðal samgöngu tengingar innan Fjarðarbyggðar.
2. Sameina Fjarðarbyggð og Fljótsdalshérað: Þá væri kominn pressa á að bæta samgöngur innan hins nýja sveitarfélags, samanber Fjarðabyggð og Fjallabyggð.
3. Göng frá Héraði yfir á Eskifjörð, sem tengir hið nýja sveitarfélag saman í eitt atvinnu- og þjónustu svæði.
4. Sameina Seyðisfjörð, Djúpavog, Vopnafjörð og hið nýja sveitarfélag.
5. Göng frá Seyðisfirði yfir á Neskaupstað um Mjóafjörð.
6. Göng frá Héraði á Vopnafjörð.
7. Göng frá Héraði á Djúpavog.

Þetta er mín skoðun og draumkennd sýn Eskfirðings sem býr á Héraði.
En ég er líka bara óbreyttur leikmaður í þessari umræðu. Þú ert hinsvegar forseti bæjarstjórnar í þínu sveitarfélagi, þannig að þín skoðun
hefur talsvert mikið vægi í umræðunni!

Tjörvi Hrafnkelsson, 3.10.2008 kl. 18:07

10 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæll aftur Tjörvi.

Þú ert framsýnn maður og hugsar um Austurland í heild sinni. Það væri betur ef fleiri væru eins og þú.

Ég held að hrepparígur sé mér ekki tamur, hins vegar var ég að benda á rökleysu í bókun Héraðsmanna, annað ekki. Þú veist hins vegar að heilbrigð samkeppni er alltaf af hinu góða:-) Ég er hins vegar ekki langrækinn og alls ekki í pólitík.

Ég sé að við erum sammála um allt (næstum því), sýnist mér. Þú mátt hins vegar ekki gleyma Fljótsdalshreppi og Borgarfirði eystri í sameiningartillögunni þinni.

Ég veit hins vegar að Seyðfirðingar væru ekki til í að skrifa upp á þína forgangsröðun, en ég væri til í það. Sameining er hins vegar alltaf undir íbúunum komin. Heldurðu að svona sameining yrði samþykkt í kosningum?

Svo kallar þú göngin á milli Esk og Nesk, Eskifjarðargöng. Þau eru nú kölluð Norfjarðargöng en þetta er skemmtileg pæling. Af hverju heita göngin á milli Rey og Fásk Fáskrúðsfjarðargöng? Sennilega heita göngin eftir staðnum sem býr við bættari samgöngur með gerð gangnanna. En þau mega heita Eskifjarðargöng fyrir mér:-)

Bið að heilsa Fjólu vinkonu minni.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 4.10.2008 kl. 12:10

11 identicon

Við eigum eftir að ræða þetta vonandi á öðrum vettvangi síðar Gummi. Því við erum um margt sammála.

Ég skila kveðjunni

Tjörvi (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 00:32

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hmm fylgist með og er ekkert hissa að viðbrögðum vinar míns

Gumma Gísla sem er í raun sá eini úr Bæjarstjórn Fjarðabyggðar sem hefur látið í sér heyra og viljað styðja okkur Seyðfirðinga....

Ég er ekkert hissa á að við Seyðfirðingar séum að gefast upp á stuðningsleysi og farnir að hugsa um eiginn rass.........það er vont að segja þetta en þetta er bara svona....

Einar Bragi Bragason., 6.10.2008 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband