30 km í dag

Fín vika að baki hjá mér.  Ég hljóp 20 km á sunnudag, svo 15 og 7 km. Svo fór ég 30 km í dag og varð það lengsti leggurinn sem ég fer í þessari þjálfun. Vikan gerir því 72 km. Ég rann þessa 30 km á 3:07 með smá stoppi heima þegar ég fyllti á brúsana. Annars skokkaði ég þetta á jöfnum hraða, kláraði 20 km á 2 tímum sléttum og var þar af leiðandi 1:07 með síðustu 10. Er bara nokkuð sprækur eftir. Drakk fullt af vatni og Powerade seinnihlutann á hlaupinu, gataði hægri hæl og er með blöðrur á 3 támJAnnars eru axlirnar aðallega að stríða mér, helv... vöðvabólga sem byggist upp á hlaupunum, þó er þetta að skána eftir að ég fór að halda höndum neðar og reyna að slaka á.

Með þessu áframhaldi er ég bjartsýnn á að klára þetta fyrsta maraþon mitt á 4:30. Samt setur strik í reikninginn og undirbúninginn að ég er að fara í vinnuferð til Munchen og Köben sem tekur 6 daga og ekki útséð hversu mikið ég get hlaupið í þeirri ferð.

Bless í bili

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Hvor er du dog dygtig!!! 

Hvar hleypurðu??  

Trix sem ég lærði þegar ég byrjaði að hlaupa, til að slaka á í höndunum, er að vera með ímyndað HRÁTT egg í lófunum...og trixið er sem sagt að brjóta það ekki!!  Virkaði fyrir mig.

Ljós og kærleikur... 

SigrúnSveitó, 3.5.2008 kl. 22:17

2 identicon

Á bara að markaðsetja "silly running" stílinn erlendis?

singer (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 23:04

3 identicon

Sæll Gummi

Vildi að ég gæti verið svona duglegur og hlaupið um allt öðruvísi en að vera að elta einhvern bolta. Krefst gríðarlegs sjálfsaga að koma sér af stað.

Með drykkjuna á Powerade þá sem sölumaður og íþróttamaður vildi ég bara segja þér að þar ertu að drekka drykk með hvítum sykri en ef þú myndir drekka Gatorade þá ertu komin með flókna kolvetna blöndu sem inniheldur þrúgusykur

Kveðja Sigurjón Egils 

Sigurjón E (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 23:15

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Dj... ertu flottur. En það er vel hægt að hluapa í Munchen og Köben. Þú ert bara flottur í þessu og árangurinn frábær.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 4.5.2008 kl. 17:50

5 Smámynd: Adda María Jóhannsdóttir

Krafur í þér kall! Já ég er að byrja aftur eftir smá vesen. Reif liðþófa í fyrra :( og það hefur tekið lengri tíma en ég reiknaði með. En stefni á að hlaupa hálft í ágúst. Er reyndar mest að hlaupa í Hafnarfirðinum með mínum fína hlaupahópi Hfj.Utd.  Gangi þér vel í Köben.

Adda María Jóhannsdóttir, 5.5.2008 kl. 01:32

6 identicon

Verð að kvitta hér amk einu sinni þar sem ég kíki svo oft hér og óska þér til hamingju með þetta framtak þitt - hefði aldrei trúað þessu

Taktu með þér stuttbuxur fyrir München en hitinn er alltaf 20+ núna og ef þú hleypur ca 30 km frá miðborginni þá endarðu í kaffi hjá mér en þú ert að sjálfsögðu velkominn.                

Bestu kveðjur til ykkar allra frá okkur í Bayern, Hrönn H

Hrönn (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:33

7 identicon

Hrikalega ánægður með þig kæri vin, hvet þig áfram: Húrra

Tryggvi Vilmundarson (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 15:11

8 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég þakka góðar kveðjur og ráð!

Ég náði að skokka 2svar í Munchen en náði ekki í kaffi til Hrannar

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 13.5.2008 kl. 08:41

9 Smámynd: Adda María Jóhannsdóttir

Vildi nú endilega benda þér á hlaupadagbókina sem er á hlaup.com. Mjög þægileg til að halda utan um hvað maður er að gera ... og fyrir aðra að fylgjast með - AMJ

Adda María Jóhannsdóttir, 13.5.2008 kl. 17:29

10 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

He, he, ef Dáni fer á barinn fer ég með!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 16.5.2008 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband