Vetrardekkin undir, í Guðanna bænum!

Var að hlusta á útvarpið í morgun. Það var verið að ræða við einhvern frá Umferðarstofu, held ég, kannski "Umferðar Einar" Hann sagði frá því að bílar væru að renna á staura og aðra bíla í hálkunni.

Þessi snillingur sagði að nú væri þetta millibilsástand...  á milli þess að fólk væri á sumardekkjum og vetrardekkjum.... bíddu keyra sumir á felgunum þessa dagana? það er ekki furða að bílar renni í hálkunni!!!!

á keðjum 

Svo má alltaf setja keðjurnar undir. Það gerði Siggi Guðjóns alltaf með góðum árangri LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

ég hélt að það væri einungis mannfólkið sem kæmist áfram á felgunni!!! mishægt og misöruggt að vísu............

Guðni Már Henningsson, 16.10.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

He, he Guðni! það er mesta furða hvað menn skrölta stundum... með sprungið á öllum.... og ekkert varadekk! Það bjóðast hins vegar ágæt "dekkjaverkstæði" fyrir mannfólkið eins og við vitum.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 16.10.2007 kl. 13:45

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ertu komin með nýja.....hvar er Gunna.......ertu nú Mormóni...ok ok ok ég veit slappir brandarar.......en ég er komin á Nagladekkin

Einar Bragi Bragason., 16.10.2007 kl. 18:17

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Þetta er Gunna... sérðu það ekki?

Gott hjá þér að vera kominn á nagladekkinn. Ég lét setja þau undir vinnubílinn í síðustu viku. Við sem þvælumst yfir fjallvegi daglega höfum ekkert leyfi til að leika okkur með lífið. Því er öryggið ofar öllu, koma heill heim.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 16.10.2007 kl. 21:07

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Siggi Guðjóns...hef einmitt oft haft hann í huga...það var svo gott við Sigga Guðjóns og hans ökulag að allir vissu hvernig bíl hann átti og gátu varað sig...það hefði ekki verið hægt í stórborg...!!

Þú tókst þig vel út í Kastljósinu.  Margbúið að hlusta á þetta.   

SigrúnSveitó, 16.10.2007 kl. 22:12

6 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Siggi Guðjóns leysti líka oft út kröfur á pósthúsinu... sem ónefndir ungir drengir pöntuðu á hans nafni. Blessuð sé minning hans, skemmtilegur karl.

Takk Sigrún, gaman að heyra:)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 17.10.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband