Tíminn flýgur áfram...

...og hann teymir mig á eftir sér, söng Megas hér um áriđ. Ţessi setning flaug í gegnum huga minn í gćrkvöldi er viđ Gunna sátum skólafćrninámskeiđ í Nesskóla. Já nú fer mađur á námskeiđ sem foreldri er barniđ byrjar í skóla. Yngri dóttir okkar er byrjuđ í 1. bekk. Ţetta námskeiđ var vel uppsett og frćđandi og ber vitni um fagmennsku og metnađinn sem rćđur ríkjum í Nesskóla. Ţađ sem mér fannst sniđugt og ber vitni um ađ tíminn flýgur og ţróunin er mikil var sú ađ upplýst var ađ krökkunum okkar yrđi kennt á Microsoft Word ritvinnsluforritiđ í vetur. Ég fékk fyrst kennslu á ţađ ágćta forrit er ég byrjađi í Háskóla. Er ég var í menntaskóla var ekki búiđ ađ finna ţađ upp... ekki heldur internetiđ. Ja hérna, mađur hljómar eins og gamalmenni en ţađ er svo stutt síđan ađ ţađ var ekki internet. Síđari hluti námskeiđsins verđur í nćstu viku og ég hlakka til. Nesskóli fćr hrós vikunnar frá mér.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband