Happy Xmas!

Snilldarlag og texti eftir John Lennon sem ég syng í Egilsbúð næsta föstudag og laugardag.

Frumsýning jólarokksins hjá Brján var um síðustu helgi og gekk vel. Matur og Þjónusta lukkaðist vel hjá Heiðu og Jóni. Góð byrjun hjá þeim sómahjónum. Svo spiluðum við nokkrir á lúðrana okkar á aðventukvöldi í kirkjunni. Ekkert smá gaman að þenja básúnuna aftur.

Ég gekk í F.T.T., félag tónskálda og textahöfunda. Eitthvað sem maður hefði átt að gera fyrir löngu. Svo fékk ég Stefgjöld í fyrsta skipti í háa herrans tíð. Þetta var fyrir útvarpsspilun 2007. "Samkomulag" var mest spilað eins og ég vissi en það kom mér á óvart að "Ástrósin" var hálfdrættingur á við "Samkomulag". Það hefur verið meira spilað en ég gerði mér grein fyrir. Svo er bara spurning hvort maður á að kaupa nýjan bíl eða bát fyrir stefgjöldin:-) Að öllu gamni slepptu þá hlýnaði mér um hjartaræturnar að sjá svart á hvítu að allavega þessu 2 lög voru spiluð, önnur minna eins og gengur.

Veður hafa verið válynd undanfarið. Ég fauk næstum því út af á skarðinu og það var frekar óþægileg tilfinning. Það væri gaman (not) að reikna út í hversu mikilli áhættu við lifum sem keyrum daglega yfir Oddskarð eða Fjarðarheiði, svo einhverjir fjallvegir séu nefndir. Þetta er ekki eins og rússnesk rúlletta en maður verður að vera vel vakandi og vanda sig. Maður er jú með lífið í lúkunum, það dýrmætasta sem maður á.

Bjarni vinur minn er alltaf að senda mér ljóð sem ylja mér um hjartaræturnar. Hann er snillingur drengurinn og gott að hann er farinn að skrifa aftur. Nú liggur bara leiðin upp á við. Það var ólýsanlega gaman að heimsækja hann um daginn þarna vestur og sjá með eigin augum hversu aðbúnaðurinn er góður. Mér var létt og ég er þess handviss að BT verður sterkur og stór þegar þessu tímabili í lífi hans er lokið. Þetta hefst allt með aðstoð vina og fjölskyldu. Svo er hann líka sterkur karakter en jafnvel sverustu trén bogna í rokinu.

Bless í bili.

E.s. Þessi færsla túlkar á engan hátt viðhorf bæjarstjórnar Fjarðabyggðar svo það sé á hreinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva það þorir enginn að commenta?

Valdi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

He, he! Eftir að ég gerði kröfu um netfang og ég þarf að staðfesta komment áður en þau birtast þá virðist þeim fækka. Ég hef hins vegar ekki stoppað nein komment ennþá. Á svo sem ekki von á því nema menn fari yfir strikið og séu með persónulegar svívirðingar:-)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 15.12.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband