Heyrst hefur...

... að Guðmundur R Gíslason fari fyrir flokki fjárfesta sem vilja kaupa 365 miðla fyrir lítið sem ekki neitt. Að sögn Guðmundar munu engir af starfandi tónlistarstjórum halda vinnu sinni ef af kaupunum verður. Annars sagði Guðmundur málið á viðkvæmu stigi og vildi ekki tjá sig frekar við Ekkifréttastofu Austurlands.
mbl.is Yfir 20 manns sagt upp hjá 365 og laun lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Styð þig í að ryðja tónlistarstjórum 365 úr vegi, það er mannskemmandi að hlusta á sömu 10 lögin allan daginn, 7 daga vikunnar í mánuð.

Rúnar Birgir Gíslason, 30.10.2008 kl. 17:03

2 identicon

...þá er bara að skipta um stöð. Það er svo flott, við getum valið. Ennþá.

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 17:13

3 identicon

Thad sem er jákvaett í thessu sambandi er ad their laekka laun theirra haestlaunudu. 

JÁ JÁ JÁ ÉG ER NÚ HRAEDDUR UM THAD (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 17:58

4 identicon

Gaman að sjá að samkenndin er ríkjandi hjá þér við þær aðstæður sem eru í samfélaginu, fyllir mig stolti að forseti bæjarfélagsins míns sé að henda gríni að fyrirtæki þar sem 20 manns sem urðu atvinnulausir í dag og fjölmargir urðu fyrir kjaraskerðingu.

 Hvað næst ? Eitthvað gott grín um að kaupa fullt af ódýrum vinnuvélum af Malarvinnslunni ?

Ábyrgð þeirra sem kosnir eru af samborgurum sínum til að leiða samfélagið er mikil, ekki síst á þeim tímum sem við lifum nú, ekki gera lítið úr henni með skrifum eins og þessum, það er fólk sem treystir á þig og aðra kjörna fulltrúa til að koma okkur útúr þeim vandræðum sem við erum kominn í og þá þarf styrka og ábyrga stjórn. 

Kveðja hinum megin fjallsins, Magni Þór.

Magni Þór (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:10

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

þeir 20 sem missa vinnu sína eiga samúð mína alla. Sennilega er ekki verið að segja rétta fólkinu upp frekar en annars staðar.

Ég er að gera grín að tónlistarstefnu fyrirtækisins. Ég held að allir skilji það. Sorrý ef það var ekki ljóst.

Magni minn, ég afsalaði mér ekki húmornum eða ritfrelsinu þegar ég gaf kost á mér til setu í bæjarstjórn, kannski þú hafir gert það?

Þú getur lesið um aðgerðir okkar í bæjarstjórn inn á www.fjardabyggd.is

Góðar kveðjur, beggja megin fjallsins, Gummi

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 30.10.2008 kl. 20:20

6 identicon

Sæll, ég er kannski of dramatískur yfir þessu, maður flettir í gegnum þá fáu kjörnu fulltrúa sem nenna að blogga oftar en 1 sinni í mánuði og það svekkir mig óskaplega að það skuli aldrei koma neinar almennilegar hugmyndir eða vangaveltur nema korter fyrir kosningar. Hugsanlega leynast þær í fundargerðum einhversstaðar en þær eru ekki aðgengilegar nema í yfirlitsformi á vefnum sem þú vísar til. Það er bara enginn eldmóður í gangi...ég skil það með samstarfsflokkinn...flestir komnir fram yfir söludag og hinir of veikburða til að spyrna við...en þú ert ungur maður og margir af þínu samstarfsfólki, þetta er bara svo aumt allt saman eitthvað.

Ég er farinn að ókyrrast yfir lágdeyðunni...eitthvað verður að fara að gerast

Kveðja, Magni Þór.

p.s. Eitthvað virðist vera í ólagi með síðuna, þarf að scrolla niður í dágóða stund þar til færslan birtist, er það kannski bara hjá mér ?

Magni Þór (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 22:09

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæll aftur Magni.

Síðan er í lagi þegar ég skoða hana.

Þessi bloggsíða er nú aðallega til gamans hjá mér en ekki til að fjalla um hvað ég er að gera í bæjarstjórn eða bæjarráði, þó eru undantekningar þar á.

Við höfum verið að bregðast við ástandinu með frestun framkvæmda, hagræðingu í starfsmannahaldi og fl. Svo erum við líka í sóknarhug en ekki hægt að skýra frá því hér. Sumt verður að fara hljótt þar til mál eru í höfn. Þeir sem vilja hasar verða að leita annað því það er fullur einhugur í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, það er út af góðum ásetningi allra, ekki út af því að það vanti eldmóð.

kv. Gummi

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 31.10.2008 kl. 10:51

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Varðandi 365 - ef einhver hefði sagt mér fyrir fáum misserum að Pixies-lag yrði notað í Bylgjuauglýsingu hefði ég látið þann mann skrá sig inn á geðdeild. Góður punktur svo að þar sé ekki veirð að segja rétta fólkinu um frekar en annarsstaðar - því miður er það eflaust sorglega rétt.

Magni - ekki svona neikvæður...

Ingvar Valgeirsson, 1.11.2008 kl. 23:09

9 identicon

Ég er nú sammála því Gummi minn, að þó að ábyrgð þín sé mikil þá máttu alls ekki missa húmorinn. En vissulega þurfa allir að fara gætilega. Ég stóðst ekki mátið þegar ég sá fréttina um vissan mann sem hafði verið sagt upp, að kíkja á bloggið hjá þér. Nú skil ég afhverju ekkert blogg frá þér var við þá frétt.

En rosalega væri ég nú til í einhvern hitting fljótlega. Láttu mig vita endilega ef þú verður á ferðinni á héraði, ég beilaði víst á þig um daginn en ég var í svo stóru barnaafmæli að ég mátti ekki vera að því að kíkja á ykkur í kaffi. Lofa að koma því að næst.

Bið að heilsa.... Fjóla

Fjóla Hrafnkelsd (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:38

10 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæl Fjóla!

Það hvarflaði að mér eitt augnablik að blogga um þennan vissa mann en skynsemin varð sterkari, enda nærist ég ekki á óförum annarra. Lífið er líka of stutt til að vera í fýlu eða leggja fæð á fólk. Ég nenni því ekki.

Stefnum að því að hittast í kaffi fljótlega.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 6.11.2008 kl. 13:11

11 identicon

Já humorinn vantar ekki og mun ekki vanta ef eg þekki þig rétt gummi minn.

Það hefur lengi loðað við okkur félagana að vera örlítið kaldhæðnir og er það gott til að létta þrýsting. Tónlistarspilling 365 má vel líða undir lok sem og önnur spilling hérna á blessuðum klakanum.  kv.  BT

Bjarni Tryggva (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:51

12 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Orkar það ekki smá tvímælis fyrir mig að kvitta hér????

Guðni Már Henningsson, 8.11.2008 kl. 20:41

13 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæll Guðni!

Það er svo margt sem orkar tvímælis þessa dagan Guðni minn að þín kvittun hér er bara í fínu lagi:-)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 10.11.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband