Gjaldfrjáls leikskóli - skref í rétta átt

Frá og með 1. júní 2008 greiða foreldrar í Fjarðabyggð aðeins vistunargjald fyrir eitt barn á leikskóla. Á bæjarráðsfundi þriðjudaginn 27. maí var ákveðið að fella niður vistunargjald af öðru barni en áður hafði sveitarfélagið samþykkt fjögurra klukkustunda gjaldfrjálsa vistun fyrir fimm ára börn. Með þessari ákvörðun vill sveitarfélagið sýna í verki að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem barnafólk finnur að það er á góðum stað.

Þetta samþykkti bæjarráð einróma á síðasta fundi. Stóru málin eru samþykkt af meiri- og minnihluta. Alltaf hingað til.

Litlu málin eru gerð að stórmálum og eru jafnvel blásin upp í fjölmiðlum og greint rangt frá sbr. litla pottamálið á Fáskrúðsfirði. í öllum fjölmiðlum var sagt að meirihlutinn hefði klofnað (sem er rangt) og einnig var sagt að þetta hefði verið samþykkt í bæjarráði (sem var líka rangt). Staðsetning heitra potta við sundlaugina á Fáskrúðsfirði var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum Framsóknar og Fjarðalista í bæjarstjórn. Sjálfstæðismenn voru á móti. Rétt skal vera rétt.

Eru fjölmiðlar landsins að endurskrifa vitleysuna eftir hver öðrum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úrsúla Manda

Glæsilegt! Svo haustið 2009 þarf ég ekki að borga nema eitt gjald fyrir börnin mín tvö sem ég mun þá eiga á leikskólanum  en flott. En hvað ef ég eignast svo þriðja barnið og það fljótlega, þá verða þau öll þrjú á sama tíma á leikskólanum, þarf ég þá að borga tvöfalt? En þetta voru gleðilegar fréttir!

Úrsúla Manda , 31.5.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Gaman að heyra þessa frétt Gummi. frábært skref í rétta átt. Úsúla spyr um hvað hún þurfi að borga fyrir þriðja barnið. Mér dettur í hug að deila því með ykkur að hérna á hótelinu er kona með 6 börn - og það sjöunda á leiðinni!!! Þetta er ekki allt - elsta barnið er 9 ára.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 31.5.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Úrsúla! Þú mátt eignast eins mörg börn og þú getur. Það er aldrei rukkað nema fyrir eitt.

Sæl Elma, ég vona að þú hafir það gott í sólinni. Þvílík kjarnorkukona þessi mamma á hótelilnu hjá þér. Hvers lensk er hún?

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 1.6.2008 kl. 21:14

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Frábært framtak hjá Fjarðabyggð!

Heyrðu, Gummi...nú er bara ár í næsta fermingarbarnamót...við ætluðum að hittast á 5 ára fresti...time flyes!! 

SigrúnSveitó, 1.6.2008 kl. 21:26

5 identicon

Mr. hafðu mynd af Þér Gummi. Why Elvis ?

Láki (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 21:29

6 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já pældu í því Sigrún. Ég hlakka ekkert smá til. Það var rosa gaman hér um helgina og það voru 4 fermingarbarnamót, 54, 64, 74 og 84. Ég hugsaði einmitt alla helgina hvað það var gaman síðast. Kíktu á www.1964.is Við verðum að fá svona síðu hjá Kidda á Sjónarhól og þjappa liðinu saman.

Ekki spurning Sigrún, við kýlum á þetta. Látum fagnaðarerindið út ganga.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 1.6.2008 kl. 21:55

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Láki! Hver ert þú annars? Ekki Þorlákur Agga!

Heyrðu, ég er á leiðinni að setja inn mynd af mér og nota því Elvis sem staðgengil á meðan, það hefur dregist úr hófi.

Ég fagna því að þú saknir ásjónu minnar. Þú hlýtur að vera kona, he, he!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 1.6.2008 kl. 21:58

8 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Hei Láki! Það er komin mynd af mér. Elvis has left the building:-)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 1.6.2008 kl. 22:17

9 Smámynd: SigrúnSveitó

Jamm, Gummi, við verðum að rabba við Kidda á Sjónó. Ég hef einmitt fylgst með 1964.is og finnst hún snilld!

SigrúnSveitó, 2.6.2008 kl. 18:41

10 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Vissulega ánægjuleg tíðindi félagi. Hins vegar flýgur þessi 4 tíma gjaldfrjálsa vistun fyrir 5 ára út um gluggann meðan krakkarnir þurfa að vera inn á Kirkjumel!

Eysteinn Þór Kristinsson, 8.6.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband