Nýtt ár - nýtt starf

Gleðilegt ár gott fólk!

Ég hef hafið störf hjá Gámaþjónustu Austurland - Sjónarás.Fyrirtækið er nýtt á Austurlandi og gamalt. Sjónarás er rótgróið fyrirtæki á Egilsstöðum sem sér um sorphirðu fyrir Fljótsdalshérað. Gámaþjónustan keypti það er það fékk stóran samning við Alcoa. Það er starfsemi sem er í uppbyggingu. Við sjáum um allar hliðarafurðir framleiðslunnar, rafskautin, málmgjall, kerbrot, sorp og annað sem fellur til við framleiðsluna. Auk þess erum við með snjómokstur og fleira fyrir Alcoa Fjarðaál.

Þetta er spennandi uppbyggingarstarf, byggja upp nýtt fyrirtæki og sameina því rótgróna á Egilsstöðum. Ég er þessa dagana að kynna mér starfsemina og fer í höfuðstöðvar Gámaþjónustunnar í Reykjavík eftir helgi. Þar kynnist ég söludeildinni, skoða aðstöðuna í Berghellu, Hafnarbakka og fleiri staði sem þetta stóra fyrirtæki er með á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess kynni ég mér starfsemi þeirra í Lettlandi og fleiri ný spennandi verkefni.

Framundan er svo að byggja yfir starfsemina á Reyðarfirði um 1000 fermetra hús. SPENNANDI!!

Margir halda að ég sé að vinna hjá fyrirtækinu sem sér um sorphirðu í Fjarðabyggð en það er misskilningur.

Nýjasti ofnotaði brandarinn er hvort "ég sé í rusli?"

Ég er semsagt ekki í rusli (þannig), er alsæll með gott framkvæmdastjórastarf, góð laun, hlunnindi, bjarta framtíð, góða heilsu og yndislega fjölskyldu.

Er hægt að biðja um það betra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Nei Gummi, það er ekki hægt að biðja um það betra!

Innilega til hamingju með þetta allt.

Kærleikur af Skaganum.

SigrúnSveitó, 4.1.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Gummi gámur er töff

Einar Bragi Bragason., 4.1.2008 kl. 15:07

3 identicon

Heill og sæll Gummi gleðilegt ár og takk fyrir þau liðnu!! innilega til hamingju með nýja starfið

Kveðja Kalli

Karl Jónasson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Takk Sigrún, Einar og Kalli. Sömuleiðis gleðilegt ár Kalli minn og takk fyrir allt liðið.

Spurning um hljómsveit Einar: Gummi og gámarnir! Ertu með?

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 4.1.2008 kl. 16:23

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Nei, það er ekki hægt að biðja um það betra.

Í okkar mikla iðnanaðr og neyslusamfélagi er móttaka og endurvinnsla úrgangs mikilvæsgasta atvinnugreinin. Það er bara ekki flóknara.

Gangi þér vel á nýju ári í nýju starfi. 

Jón Halldór Guðmundsson, 5.1.2008 kl. 02:17

6 Smámynd: Eyþór Árnason

Gleðilegt ár og til hamingju. Þú og Einar verðið flottir í gámabandinu! Kveðja austur.

Eyþór Árnason, 7.1.2008 kl. 22:43

7 identicon

Gúmorinn Gvendur og til hamingju með nýju vinnuna.Verður Árni á Kirkjubóli ekki með í Gámabandinu?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:26

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

töff það er ákveðið.....

Einar Bragi Bragason., 8.1.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband