Heima er best

Þá er maður kominn til vinnu eftir gott frí. Það er alltaf yndislegt að koma heim og faðma dætur sínar. Ég fór í atvinnuviðtöl í Reykjavík vegna nýrra starfa og gekk það vel.

Hitti einnig mömmu og pabba og Lóló ömmu. Gisti eina nótt hjá Gísla bróður og Bergrós.

Pabbi var að byrja í lyfjameðferð og stendur sig vel. Bæði mamma og pabbi taka einn dag í einu, enda lítið annað hægt að gera við þessar aðstæður. Þau eru sterk og hafa áður kynnst mótlæti lífsins. Ég innilega vona og bið að pabba líði betur þegar líður á meðferðina. Nánar má lesa um veikindi pabba á blogginu hans Gísla bróður. http://gisligislason.blog.is

Mamma og pabbi koma svo heim í dag, ég sæki þau í Héraðið. Þau verða ánægð að koma heim.

Heima er best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óska pabba þínum alls hins besta. Hann á ekkert annað skilið. Það er held ég leitun að öðru eins úrvals fólki og foreldrum þínum.

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Vonandi gengur ykkur sem best að glíma við veikindin. Það er greinilegt að kringum foreldra þína stendur góður hópur og það er nauðsynlegt í svona stríði.

Kær kveðja Sóley V. 

Sóley Valdimarsdóttir, 23.11.2007 kl. 20:16

3 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Velkominn heim og ég óska pabba þínum alls hins besta. 

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 23.11.2007 kl. 23:12

4 identicon

Færðu foreldrum þínum mínar bestu kveðjur og óskir um góðan bata. Þau eru hetjur. Elma

Eg. (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 17:17

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Takk Jóhanna, Sóley, Arnar og Elma. Ég skila kveðju!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 26.11.2007 kl. 09:35

6 identicon

Ég var að frétta af veikindum pabba þíns og langar að senda kveðu og óskir um bata frá mér og minni fjölskyldu.

Kv. Bjarni Freyr

Bjarni Freyr Ágústsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:29

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Takk Bjarni Freyr, ég skila því.

Til hamingju með giftinguna, flott hjá ykkur. Ég sá smá myndband af stelpunum ykkar hjá pabba þínum í gær, flottar

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 27.11.2007 kl. 19:42

8 identicon

Bíddu ertu að flytja í bæinn?

Gísli Örn Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:32

9 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Nei, ég er ekki að flytja í bæinn (RVK), viðtölin voru bara tekin þar.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 29.11.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband