Gaman saman!

Síðasta helgi var hreint út sagt frábær. Gísli bróðir og Bergrós gengu í heilagt hjónaband. Hamingjuóskir! Athöfnin í kirkjunni var frábær, hress prestur og ég fékk þann heiður að syngja 2 lög. Annað er norskt og Gísli bróðir hafði samið textann "Til brúðarinnar" við lagið. Stórfínn texti hjá Gísla. Hlöðver Smári föðurbróðir brúðarinnar spilaði undir og gerði það vel. Hann er snillingur í tónlist. Sumir muna kannski eftir honum í Bumbunum hérna í denn. Hann kenndi einnig í Tónskóla Neskaupstaðar. Svo söng ég Ástrósina en það lag völdu brúðhjónin.

Veislan var svo þræl skemmtileg. Ekkert smá gaman að hitta alla þessa ættingja og vini.

Gísli og Bergrós! Megi hjónaband ykkar verða farsælt og hamingjuríkt.

kveðja!

Guðmundur R


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Takk fyrir góðar kveðjur og frábæra samverustundir um helgina og takk fyrir að gera þetta af ógleymanlegum degi.

Gísli Gíslason, 27.8.2007 kl. 11:22

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Til hamingju með bróður þinn og frænda minn

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 27.8.2007 kl. 22:00

3 Smámynd: Karl Jónsson

Fyrst þú minnist á Bumburnar þá varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fara á ball með þeim líklega 1985, alla vega þegar "Money for nothing" var í hæstu hæðum vinsælda. Sóttum Austfirði heim, knattspyrnugaurar úr Skagafirði og fengum að fara á ball með þeim á Eskifirði. Snilldarball man ég eftir.

En til hamingju með bróður þinn, þetta er alltaf skemmtilegt.

Karl Jónsson, 28.8.2007 kl. 15:11

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já, ég man eftir Money for nothing með Bumbunum. Varst þú í bandi með Stjána Gísla sbr. það sem sagt var á blogginu þínu?

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 28.8.2007 kl. 15:43

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já, OK ég man eftir ykkur í Herramönnum hér í Egilsbúð

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 28.8.2007 kl. 15:48

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ Gummi!

Til hamingju með stóra bróa.

Segðu mér, þú í Kastljósi? Er það búið að koma í sjónvarpinu? (Ætla að skoða þetta á netinu...gott að hafa netið...sérstaklega fyrir fólk eins og mig, sem horfi helst ekki á sjónvarp...og gleymi því sem ég vil horfa á...)

Kærleikur... 

SigrúnSveitó, 28.8.2007 kl. 22:27

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Nei, það er einhver frestun á þessu Kastljós dæmi. Ég skal lofa að láta vita hér á síðunni þegar það verður sýnt.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 28.8.2007 kl. 23:26

8 Smámynd: SigrúnSveitó

ok :)

SigrúnSveitó, 29.8.2007 kl. 08:27

9 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Til hamingju með bróður þinn og takk fyrir fallega íslenska tónlist

Thelma Ásdísardóttir, 29.8.2007 kl. 19:08

10 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Takk Thelma! Gaman að heyra í þér. Viltu senda mér línu á netfangið bgbros@simnet.is þarf að segja þér smá:)

kv. Gummi R

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 30.8.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband