Í upphafi...

Góðan dag góðir Íslendingar!

Þá er ég kominn af stað og nú getur ekkert stoppað mig. Á þessari bloggsíðu ætla ég að kynna fyrir íslendingum nýjan  geisladisk sem ég er að gefa út. Auk þess mun ég blogga um daglegt líf og tjá mig um málefni líðandi stundar. Diskurinn minn "Íslensk tónlist" kemur út á Austurlandi á næstu dögum en verður settur í almenna dreifingu um allt land í haust. Það er ekki einfalt mál að gefa út geisladisk þegar maður gerir það einn og óstuddur. Mig grunar að þessi ferð sem ég legg upp í með þessari útgáfu verði forvitnileg og mun ég hiklaust deila með ykkur þessari ferðasögu. Tónlistarbransinn á Íslandi er lítill og ákaflega sérstakur, því munið þið kynnast.

Ekki meira í bili,

Kær kveðja!

Guðmundur Rumslag


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Flott framtak, geturðu ekki sett inn á þessa síðu þína einhver brot af disknum, svona til aðl eyfa manni að fá smá nasaþef hvað sé á leiðinni?

Alltaf gaman þegar nýjir Íslenskir diskar koma.

Lúther

S. Lúther Gestsson, 22.7.2007 kl. 15:40

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Að sjálfsögðu bregst ég vel við óskum þeirra sem kíkja inn. "Samkomulag" er komið í spilarann. Lag í hressari kantinum og fjallar um "Séð og heyrt" skilnað fræga fólksins. Segi ekki meir!!!

Svo set ég inn rólegra lag sem heitir "Ástrósin" og er samið til eldri dóttur minnar. Njótið!

Guðmundur R

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 22.7.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband