Færsluflokkur: Lífstíll

Veturinn er tíminn.

Það er búið að vera yndislegt veður til útivistar hér fyrir austan.

Fjölskyldan hefur farið töluvert á skíði. María Bóel er að æfa skíði og er líka orðin nokkuð lunkin á bretti. Svo keyptum við okkur "nýjan" snjósleða sem hefur runnið ljúft með okkur upp á fjöll.

Bikarmót var í Oddsskarði um helgina þar sem við Gunna unnum við mótið á laugardegi. Veðrið var frábært og sennilega eru allir gestir Oddsskarðsins rjóðir í vanga eftir helgina.

Hér er ein mynd tekin niður í Hellisfjörð. Reyndar tekin á gsm síma. Maður gleymir alltaf myndavélinni. Fleiri myndir eru í albúminu "Veturinn 2009".

Hellisfjörður, skuggi af mér og Eyrúnu


Ekkikreppublogg

Ég er jafn heilbrigður og ég var

Konan mín er enn konan mín og ég  elska hana

Stelpurnar mínar eru heilbrigðar og ég elska þær

Fjölskyldan mín öll er á sínum stað og allir hressir

Vinir mínir eru allir jafn hressir og áður og enn vinir mínir

Húsið mitt er enn á sínum stað

Ég er með vinnu

Sólin kemur enn upp.

Hvað er þá að?

Ekkert sem skiptir stóru máli

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband