Færsluflokkur: Bloggar
Plötumslög á sólóplötum
8.11.2007 | 17:40
Hvers vegna eru tónlistarmenn mjög oft með mynd af sér framan á diskunum sínum? Ég fór reyndar milliveginn eins og sjá má. Á engri mynd inn í textabók er ég þekkjanlegur þar sem markmiðið með útgáfunni var ekki að verða þekkt andlit.
Ekki eru rithöfundar svona athyglissjúkir. Pælið í því ef það væri alltaf stór mynd framan á kápu bóka af höfundunum. það væri fáránlegt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Allir sammála en svo...
7.11.2007 | 14:34
...gerist ekki neitt. Merkilegt!
Svo hafa sveitarfélög víðsvegar um land þurft að bera hallarekstur á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Fjarðabyggð er eitt þeirra. Fjáramálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga verður að endurskoða. Þetta er bara eitt mál af mörgum.
Vonandi gerist eitthvað í þessum málum fljótt.
Bágborin aðstaða aldraðra rædd í fjárlaganefnd Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýr leikskóli á Norðfirði
7.11.2007 | 14:29
Eins og flestir vita stendur til að byggja nýjan leikskóla á Norðfirði. Öll framboðin fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar voru sammála um það. Gamli leikskólinn á Sólvöllum er of lítill og ekki hægt að byggja við hann svo vel sé.
Ég sat í nefnd sem skoðaði þetta mál ofan í kjölinn. Við mæltum með því að kaupa verslunarhúsnæði á Nesbakka og breyta því húsi eða byggja nýtt á þeim reit. Þessi tillaga okkar var svo skoðuð betur og ekki reyndist þetta góður kostur, bæði vegna kostnaðar og plássleysis. Svo var ljóst að nágrannar hefðu ekki tekið deiliskipulagsbreytingu, sem þurft hefði að gera, þegjandi og hljóðalaust.
Vegna ofanflóðahættu var enginn staður í bænum sem hentaði. Því var eyrin aftur skoðuð en hana höfðum við einnig skoðað í nefndinni. Eftir að það svæði hafði verið skoðað ofan í kjölinn og leitað eftir uppkaupum á fasteignum sem þar eru, tók bæjarráð ákvörðun um uppkaup og nú hefst hönnunarvinna. Með þessum kaupum hreinsum við vel til á svæði sem lengi hefur verið í niðurníðslu. Staðsetning leikskóla þarna er líka góð, rétt við Nesskóla. Ókosturinn eru að sjálfsögðu veðrið sem stundum verður slæmt þarna og verður hönnunin að taka mið af því. Einnig er miður að leggja niður slippinn en til þess að hægt sé að nota hann áfram þarf að fara í mjög kostnaðarsamar breytingar á honum. Skipin sem tekin eru þarna upp eru mun minni en hægt er að koma í slippinn og vonandi skoðar G. Skúlason það að útbúa aðstöðu sem getur tekið upp þessa smærri báta sem hann hefur unnið við í slippnum.
Ég minni á fund sem Íbúasamtök Norðfjarðar hafa boðað til í kvöld, miðvikudag í Nesskóla kl. 20:00. Framsögu hafa Helga Jónsdóttir bæjarstjóri og Smári Geirsson formaður hafnarnefndar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Popp og pólitík
1.11.2007 | 21:55
... er baneitruð blanda.
Í góðri trú sótti ég um styrk til að halda tónleika í Fjarðabyggð. Tónleikana hélt ég og sé ekki eftir því.
Þetta hefur verið gert tortryggilegt vegna þess að ég er bæjarfulltrúi og meira að segja forseti bæjarstjórnar. Fjandmaður minn og yfirslúðrari Fjarðabyggðar sakaði mig um spillingu. Kom reyndar ekki á óvart því þessi maður virðist hata mig eins og pestina og hefur oft ritað um mig fjandsamlega pistla. Manninn þekki ég ekki neitt... og langar ekki að þekkja. Þessi sami maður hafði sennilega samband við fjölmiðla og margir blaðamenn hringdu í mig á síðasta föstudag. Einungis einn skrifaði frétt um þetta sem birtist í 24 stundum um síðustu helgi. Aðrir sögðu þetta "Ekkifrétt".
Ekki þarf að taka fram að ég tek ekki ákvarðanir í bæjarkerfinu þegar mál snerta mig persónulega. Engin getur með rökum sakað mig um það, hvorki fyrr né síðar. 17 ár eru síðan ég sat minn fyrsta bæjarstjórnarfund og eru til fundargerðir sem sanna mál mitt. Í Guðanna bænum finnið eitthvað frumlegra til að skrifa um mig. Ég hef verið heiðarlegur og unnið af heilindum í sveitarstjórn Neskaupstaðar, Fjarðabyggðar og Fjarðabyggðar (nýrri). Sá sem sannað getur annað er velkomið að stíga fram.
Umræðan á bæjarstjórnarfundinum í dag var svo grátbrosleg (Ég horfði á fundinn á netinu þar sem ég var í Reykjavík). Sjálfstæðismenn vörðu gjörðir síns manns í Menningarráði. Úr fundargerð Menningarráðs 25. október:
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að styrkja tónleikahaldið um 60.000. Þórður Vilberg er mótfallinn styrkveitingum vegna tónleikahalds.
Sjálfstæðisflokkurinn er skv. þessu á móti því að styrkja tónleikahald. Það eru slæmar fréttir.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins reyndu svo að snúa sig út úr þessu á fundinum og bættu við að þeir væru á móti því að styrkja tónleikahald með landsþekktum tónlistarmönnum sem væru að gefa út geisladiska. Þeir voru ekki á móti því að styrkja bæjarfulltrúa í menningarstússi, þetta tengdist á engan hátt Guðmundi R Gíslasyni sem slíkum.
Ég þakka hólið en vegna þess að störf mín að menningarmálum hafa verið gerð tortryggileg ætla ég ekki að sækja þennan styrk (tilkynnti reyndar formanni Menningarráðs það fyrir fundinn). Vonandi sækir einhver óþekktur listamaður um styrkinn sem er Sjálfstæðisflokknum þóknanlegur... bara alls ekki tónlistarmaður sem gefið hefur út disk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Bo er flottur!
25.10.2007 | 10:39
Björgvin berst gegn sjálftöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Magnað!
24.10.2007 | 11:22
Ég hvet sem flesta til að flytja frá Reykjavík, enda búa þar alltof margir. Flytja austur. Hveragerði er góður kostur, þar býr Kiddi vinur minn trommari, Magnús Þór, Magni og fleira gott fólk. Svo má alltaf flytja austar eins og margir hafa gert. Fjarðabyggð tekur vel á móti nýjum íbúum. Í Fjarðabyggð ertu á góðum stað!
Hugsið ykkur hvað það myndi leysa mörg vandamál ef það fækkaði svolítið í Reykjavík. Umferðin, mengunin, plássleysið, stressið....
Flott hjá Magna!
Magni hvetur vini sína til að flytja til Hveragerðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég fékk skemmtilega heimsókn
24.10.2007 | 10:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er líf eftir tónleikaferð?
22.10.2007 | 12:22
Já, segi ég. Maður er ekki samur á eftir en lífið heldur áfram. Ég og Halli Reynis vorum í fanta formi og fengum góðar viðtökur. Þökk þeim sem mættu, svei þeim sem sátu heima. Halli kenndi mér á gítar og mér fór gríðarlega fram og nú er bara að halda áfram að æfa sig. Sérstaklega gaman var að flytja Súellen lögin í kassagítarútsetningum. Einungis góð lög þola það að vera flutt með kassagítar og raddböndum. Elísa, Kona, Ferð án enda og Svo blind voru á dagskránni hjá mér. Einnig flutti ég nýtt lag sem er vals sem ég samdi til Gunnu minnar. "Sennilega besta lag sem þú hefur samið" sagði Halli... takk fyrir það. Ég er þá í framför, he, he!
Ég og Halli skokkuðum svo hringinn á Norðfirði á föstudaginn og fengum mínus 20 rokkstig fyrir það. Skokkuðum svo 8 kílómetra á sunnudaginn í roki og rigningu... þar með fuku af okkur öll rokkstig sem til voru.
Svo er Bubbi að koma á Norðfjörð að leita að söngvara. Það verður gaman að fylgjast með því. Nóg er af góðum söngvurum á Austurlandi. Nú er bara að mæta kæru söngvarar framtíðarinnar.
Eftir ræðu mína á Egilsstöðum um útlensku/íslensku böndin á Airwaves kviknaði hugmynd hjá Auði Hótelstjóra á Héraði sem gaman verður að vinna að. Íslenska innrásin verður vonandi að veruleika. Meira um það síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skiptir máli hvaðan við komum?
18.10.2007 | 13:31
Auðvitað skiptir það máli. Ég hef oft velt þessu fyrir mér varðandi tónlist.
Mig langar að benda á frábæra grein í Mogganum í dag á bls. 46 eftir Ingveldi Geirsdóttur sem heitir Er sprengjuhöllin sveitó?
Megin inntak greinarinnar er að Sprengjuhöllin er töff... af því hún er skipuð sætum strákum úr Menntaskólanum í Hamrahlíð. Ef þeir væru frá Selfossi, Akranesi eða Egilsstöðum þætti þetta MJÖG hallærislegt. Miðbæjarrotta með trefil myndi aldrei viðurkenna þá. Ég held að þetta sé rétt.
Landsbyggðarbönd hafa alltaf sætt fordómum... hjá gagnrýnendum í Reykjavík. Þeir sem hafa reynt að skrifa tónlistarsöguna hafa líka átt erfitt með að fjalla um tónlist frá landsbyggðinni en þess í stað skrifað margar blaðsíður um bönd sem komu fram á örfáum tónleikum í Reykjavík... en voru frábær. Enn hefur ekki verið skrifuð poppsaga Íslands sem mark er á takandi, því miður. Væri ekki hægt að fá sagnfræðing í verkið með tónlistaráhuga?
Já, já, ég veit hvað þið hugsið... hann er bara með minnimáttarkennd... enda frá Neskaupstað... eins og Glúmur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Unglingahljómsveit frá Norðfirði
17.10.2007 | 13:16
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)