Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Samgöng eða Bónus?

Sælt veri fólkið!

Eins og menn vita hef ég stutt Samgöng og lét meira að segja hafa eftir mér að það mættir fresta Norðfjarðargöngum ef það væri tryggt að við fengjum göng alla leið. Esk-Nesk-Mjóifj-Seyðis og svo tengingu á hagkvæmum stað upp í Hérað. Ekki endilega undir Fjarðarheiði.

Seyðfirðingar hafa verið manna harðastir og að þeirra frumkvæði unnu bæjarstjórar okkar Fjarðabyggðar, Héraðs og Seyðisfjarðar saman að þessari hugmynd. Með Samgöngum tengdust Seyðfirðingar okkur, fjórðungssjúkrahúsi, verkmenntaskóla, álverinu og miðsvæði Austurlands þar sem mikil uppbygging er og vantar vinnuafl. Ég hlakkaði til að komast til Seyðisfjarðar (jafnvel sameinast þeim) Þeir eru nefnilega glettilega líkir Norðfirðingum, sem tónlistar- og menningarlíf sannar. Með samgöngum gæfist okkur kostur á að njóta alls þess besta er Seyðisfjörður býður upp á, svo við tölum ekki um Mjóafjörð, perluna okkar.

Seyðisfjörður er endastöð, Neskaupstaður líka. Samgöng hefðu breytt því.

Nú hefur bæjarstjórn Seyðisfjarðar ályktað og ég verð að segja að ég er súr.

 “Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að leita allra leiða til að gerð verði jarðgöng á milli Seyðisfjarðar og Héraðs.”

Ég man ekki betur en að ég og mínir félagar höfum verið sakaðir um að eyðileggja samstöðuna um Samgöng. Margur heldur mig sig.

Af hverju álykta Seyðfirðingar ekki um göng til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar? (Norðfjarðargöng eru jú staðreynd) og þau 2 göng eru styttri en göng til Héraðs frá Seyðisfirði (Ef ég man rétt)?

Seyðfirðingum liggur kannski á í flug?

Tekið skal fram að þessi grein endurspeglar mína skoðun, ekki endilega bæjarstjórn Fjarðabyggðar. GRG

 


Sveitaball, já ekkert jafnast á við sveitaball!

Munið að kíkja við í Miðbæ annað kvöld í hesthúsinu hjá hr. Guðröði Hákonarsyni (stóri bróðir varaþingmannsins X-B sem vinnur í bankanum)

Þar verðum við félagarnir úr Elítunni (Alþjóðlega bandið Hnakkarnir, Brján bandið......) að spila fyrir dansi frá c.a. 23-03. Aðgangur ókeypis og snyrtilegur klæðnaður vinsamlegast afþakkaður. Léttar veitingar í boði hvers og eins.

Fyrir þá sem vilja taka kvöldið snemma mæli ég með tónleikum í Blúskjallaranum þar sem Þröstur vinur minn verður með kommbakk ársins. Fleiri tónlistarmenn koma fram.

Fyrir þá sem eru fyrir sunnan mæli ég með Austfirðingaballi á Players sama kvöld. Rokkabillýbandið, Vax og Bjartmar. Það getur ekki klikkað.

Semsagt, það hefur engin afsökun fyrir því að láta sér leiðast annað kvöld.... sem er gott!


Kling klang, ég var klukkaður!

Ég hef verið klukkaður af allavega 3 bloggvinum, Þóreyju Péturs, Ingu Rún og Gísla bróður. Takk fyrir þaðJ

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina: Netagerðarmaður hjá Frissa, veitingamaður í Egilsbúð, bæjarfulltrúi í Neskaupstað og Fjarðabyggð og framkvæmdastjóri GÞA.

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á: Rokk í Reykjavík, Kúrekar norðursins, Grease og Hrafninn flýgur.

Fjórir staðir sem ég hef búið á: Neskaupstaður, Reykjavík, Akureyri, Fjarðabyggð.

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar: Fréttir, Næturvaktin, Af fingrum fram, DALLAS. 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: Færeyjar, Danmörk, Spánn, Dallas USA.

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg: Mbl.is, Visir.is, Fjarðabyggð.is og Eyjan.is. 

Fernt sem ég held uppá matarkyns: Hamborgarhryggur, humar, pylsur og pasta.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft: Sjálfstætt fólk, Brekkukotsannáll, Þeir máluðu bæinn rauðan, Biblían á 100 mínútum.

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka: Tryggvi Vilmundar, Ingvar Valgeirs, Jón Hilmar (JEA), Arnar Guðmundsson.

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna: Mjóifjörður, Tenerife, Tyrkland, Grænland.   


USA vs. Sovét

Súellen flaggaði alltaf fána með hamar og sigð hér í denn. Við sögðumst vera kommar og vorum einnig að minna á upprunann. Litlu Moskvu, Neskaupstað.

Upp úr 1990 ákváðum við að snúa við blaðinu og þessi mynd var sett á plaköt 1991. Viti menn... upp frá því gekk allt í haginn. Skrýtið?

 suellen_1991_661331.jpg

Þetta trix notuðu Bítlarnir líka til að komast inn á Bandaríkjamarkað. Þessa mynd rakst ég á um daginn. Ég sver að við höfðum aldrei séð þessa mynd þegar myndin af okkur var skotin.

bitlar_i_usa.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband