Færsluflokkur: Bloggar

556 milljónir í desemberuppbót

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2007

Á bæjarstjórnarfundi í gær var fjallað um endurskoðun á fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Þar kemur fram óvæntur glaðningur sem við höfum fylgst með þetta árið. Endurskoðaðar tekjur bæjarsjóðs nema 556 milljónum nettó. Mestu munar þar um auknar útsvarstekjur að upphæð 686 milljónir króna og einnig voru fasteignaskattar hærri en gert var ráð fyrir. Á móti koma lægri framlög jöfnunarsjóðs sem skýrist af háum tekjum bæjarsjóðs.

Við höfum náttúrulega ekki verið í eðlilegu rekstrarumhverfi þetta ár þar sem framkvæmdir við álver hafa verið í hámarki og dráttur á framkvæmdum kemur að einhverju leiti bæjarsjóði til góða á þessu ári. Framkvæmdaaðilar fá líka hrós í hnappagatið en skráning lögheimils erlendra starfsmanna hefur verið til fyrirmyndar. Því renna útsvarstekjur flestra sem unnu við framkvæmdina til Fjarðabyggðar.

Einnig lögðum við fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2008 sem ég mun fjalla um síðar. Ekki eru þar jafn rosalega skemmtilegar tölur og verðum við að sýna aðhald næsta ár. Þó er gert ráð fyrir rekstrarafgangi A-og B hluta upp á 425 milljónir án fjarmagnsliða en þeir verða um 388 milljónir skv. áætlun.

Mikil samstaða hefur verið í bæjarstjórn Fjarðabyggðar og var endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en fjárhagsáætlun næsta árs vísað til seinni umræðu sem verður eftir viku þann 20. des. Meira um hana síðar.

 


Ferð án enda!

Heitir gamalt lag með okkur sem er sennilega okkar vinsælasta fyrr og síðar. Þetta var líka titill á safnplötu okkar sem kom út 2003 en er nú ófáanleg. Þetta er nokkuð lýsandi titill fyrir tilveru þessarar sveitar sem ég hef verið í síðan ég var 13 ára. Vinskapur okkar hefur alltaf verið númer 1 og tónlistinn fylgt með... Ekki ofsögum sagt að þetta sé svona saumaklúbbur (reyndar ekkert saumað) svo er þetta hrekkjalómafélag eins og fréttir síðustu daga bera með sér.

það var aldrei tilgangur að gabba aðdáendur okkar, síður en svo. Enda held ég og það sýndi sig að fæstir trúðu þessu en samt var eitthvað gruggugt við þetta allt. Ekki furða að sumir hafi verið hissa... ég var það.

Við félagarnir þökkum góðar kveðjur frá vinum og kunningjum sem sýnir okkur að enn er áhugi fyrir Súellen. Þetta verður okkur vonandi hvatning til að bretta upp ermarnar og skapa nýja tónlist... eða allavega hittast og...

Ég man eftir fjölda hrekkja sem við höfum staðið fyrir. T.d. sendi ég eitt sinn út fréttatilkynningu þar sem kom fram að hljómsveitin væri að fara í frí (sem var reyndar rétt) en ástæðan var sú að trommari sveitarinnar, Jóhann Geir Árnason, væri að fara í harmónikunám til Þýskalands!!! Ég gleymdi reyndar að segja Jóa frá þessu en hann fékk símtöl í kjölfarið frá fjölskyldunni sem hafði ekki hugmynd um námsför hans til Þýskalands:)

meira hér og í blöðum dagsins

http://www.visir.is/article/20071212/LIFID01/112120156


mbl.is Súellen gabbaði aðdáendur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saklaus hrekkur

Jæja, það er allt búið að vera vitlaust frá því að ég setti inn færsluna hér að neðan um uppsögn mína úr Súellen. Allt sem kemur fram í færslunni er rétt. Þetta var hins vegar hrekkur sem félagar mínir gerðu mér en engin bjóst við því að þetta færi svona langt.

Ég trúði þessu ekki, svo trúði ég þessu, svo trúði ég þessu ekki og... þið vitið.

Svo skellti ég þessu inn á bloggsíðu mína til að knýja fram sannleikann sem kom fram. Aðallega til gamans og til að hrella félaga mína.

Þetta var alvöru hrekkur og ég var TEKINN!!!!

Þetta er geymt en ekki gleymt og bið ég alla afsökunar ef ég hef með þessari færslu valdið einhverjum hugarangri.

Sáttafundur er boðaður á næstunni og þá föllumst við félagarnir í faðma. Alveg eins og í Dallas hér í dennInLove

 

 


ÆÆÆ! Við að fara norður

Jæja, þá verður maður bara að fara fetið. Læðast norður til Akureyrar í dag og aftur til baka á morgun.

Svo er dansleikur framundan á Fáskrúðsfirði aðra helgina í röð. Það var gaman um síðustu helgi og verður eflaust skemmtilegra um þessa helgi. Hnakkarnir eru í fanta formi og gefa ekkert eftir. Engin miskunn!

Sem minnir mig á bókina um Eyþór El Grilló meistara á Seyðisfirði. Fyrrverandi hótelstjóra, veitingamann og ég veit ekki hvað. Maðurinn er goðsögn og vel til fundið hjá Tryggva fyrrverandi bæjarstjóra að skrifa bók um þennan mann.

-"Sæktu rauðvín handa pabba þínum!"

-"Tja, hann er nú ekki pa..."

-"Svona sæktu rauðvín handa pabba þínum, engin miskunn!"

Sagði Eyþór hérna um árið þegar við vorum að spila á balli hjá honum. Þetta er náttúrulega ekkert fyndið nema að drengurinn sem Eyþór beindi orðum sínum að er ekki sonur Ágústar. Samt er Aggi náttúrulega Guðfaðir okkar allra:-)


mbl.is Vegagerðin varar við hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt hvítt, ekkert bleikt og blátt!

Ég slapp yfir Oddsskarð í morgun í snarvitlausu veðri. Var reyndar á jeppanum þar sem hann var bókaður í þjónustu hjá Helga vini mínum í Heklu á Reyðarfirði. Einn bíll var út af veginum sunnan ganganna rétt hjá skíðaskálanum. Ég sá grilla í afturljósin og svo blikkaði ljósið inn í honum. Þegar ég ætlaði að fara út í hríðina að athuga með fólkið hringdi síminn minn. Final Countdown hljómaði frá símanum mínum:

"Gummi ertu á skarðinu?" var spurt.

"já, ég er hérna í snarvitlaus veðri" svaraði ég.

"Ég er hérna í bílnum sem er út af, þú getur haldið áfram, það er í lagi með mig og björgunarsveitin á leiðinni."

Sem betur fer varð ekki slys úr þessu og trommarinn og álrisinn er kominn í vinnu, ekki alvarlega slasaður og Subaruinn hans óskemmdur.

Svo er ég bókaður í spilerí í Svæðisútvarpinu í dag en það fer væntanlega eftir veðri og vindum hvort af því verður. Svo á ég að syngja með Hnökkunum á dansleik á Fáskrúðsfirði á morgun, laugardagskvöld. Við skulum vona að það viðri til ferðalaga:)

Nú bíð ég og vona að það verði fært svo ég komist heim í kvöld en síðustu fréttir herma að snjóruðningstækið hafi lent út af líka. Á skarðinu er vitlaust veður þessa stundina.

Allt hvítt eins og Vinstri grænir vilja hafa það á fæðingardeildinni.

Ætlar Jón Björn ekki að koma fram með svona skemmtilega fyrirspurn á Alþingi?


mbl.is Ófærir fjallvegir austanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarstjórnarmál...

...eiga hug minn allan þessa dagana og taka mikinn tíma. Við funduðum í bæjarráði á laugardag frá 09:00-16:30 vegna fjárhagsáætlunar. Kollegar mínir um allt land standa í þessu miður skemmtilega hlutverki þessa dagana að berja saman fjárhagsáætlun sem er aldrei létt verk, ekki einu sinni í fyrirmyndarsveitarfélaginu Fjarðabyggð. Sveitarstjórnarmenn álykta og álykta og skora á ríkisvaldið að rétta hlut sveitarfélaganna, stjórn sambandsins er að vinna í málinu, samt sem áður þokast hægt. Hvað þurfa mörg sveitarfélög að fá áminningu frá eftirlitsnefndinni þangað til ríkisvaldið viðurkennir vandann? Engin patent lausn er til á fjárhagsvanda sveitarfélaganna því þau eru mjög mis sett. Samt eru það aðallega sveitarfélögin á landsbyggðinni sem þurfa verulega leiðréttingu á hlut sínum. Þorvaldur Jóhannsson framkvæmdastjóri SSA líkti þessu við fótbolta og það eru þriðjudeildar-sveitarfélögin sem eiga í vandræðum.

Sennilega væri til bóta að gera sveitarstjórnarfólki kleift að sinna þessum störfum á launum. Flestir sinna þessu með öðrum störfum og víðast eru þessi störf mjög illa launuð. Meðan svo er getum við ekki búist við því að slegist sé um að starfa í sveitarstjórnum.

Á hádegi fer ég á fund stjórnar sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn verður á Stöðvarfirði. Þar munum við ræða þessi mál og fleiri. Í fyrramálið fer á ég á bæjarráðsfund, á miðvikudag seinnipart á meirihlutafund, á fimmtudag á bæjarstjórnarfund.... gaman, gaman!


Heima er best

Þá er maður kominn til vinnu eftir gott frí. Það er alltaf yndislegt að koma heim og faðma dætur sínar. Ég fór í atvinnuviðtöl í Reykjavík vegna nýrra starfa og gekk það vel.

Hitti einnig mömmu og pabba og Lóló ömmu. Gisti eina nótt hjá Gísla bróður og Bergrós.

Pabbi var að byrja í lyfjameðferð og stendur sig vel. Bæði mamma og pabbi taka einn dag í einu, enda lítið annað hægt að gera við þessar aðstæður. Þau eru sterk og hafa áður kynnst mótlæti lífsins. Ég innilega vona og bið að pabba líði betur þegar líður á meðferðina. Nánar má lesa um veikindi pabba á blogginu hans Gísla bróður. http://gisligislason.blog.is

Mamma og pabbi koma svo heim í dag, ég sæki þau í Héraðið. Þau verða ánægð að koma heim.

Heima er best.


Hass, Viagra og smokkar!!!!

Vid hjonin erum a Tenerife i vikuferd.

Vid komum ut a midvikudag og kiktum in baeinn eftir tekk inn a hotelid. 

"Hey my friend, give me five!" sagdi ungur blokkumadur med ur uppeftir handleggnum. Eg gaf manninum five og hann helt uppfra tvi thettingsfast i hondina a mer. "Where are you from my friend?" Eg, hmmm Im from Iceland, sagdi eg. "Ok my friend, do you want hashhh! No not tonight amigo sagdi eg og reyndi ad losna. "Ok my friend, do you want viagra?" No, no I dont need that, sagdi eg. "But condoms?" sagdi blokkumadurinn. NO Im married sagdi eg og benti a giftingarhringinn. Tha brosti vinurinn og sleppti mer lausum. Ekkert a thessum manni ad graeda.

Li eg ut fyrur ad vera hassisti, getulaus i leit ad dratt? Eda er thetta thad sem hann veit ad Islendingar bidja um her?

Fyndid!!!! Gunna hlaer enn!

Kvedjur godar fra Tenerife. 

 


Stöðfríður og Stuðveig skemmta

Við Gunna vorum að fletta Austurlandi frá 1975. Þar eru þessar hljómsveitir auglýstar á dansleikjum í Egilsbúð. Kannast einhver við hverjir þetta voru? Frábær nöfn!

Svo er líka auglýst þyrluþjónusta á Seyðisfirði, þyrla fyrir 5 farþega. Skyldi Einar Bragi vita þetta?

Í lok mars 1975 er vegurinn um Oddsskarð opnaður en var þá búinn að vera lokaður frá því í desember. Svenni hélt uppi samgöngum á snjóbíl og svo var flogið til Neskaupstaðar. Ekki var búið að opna göngin.


Dagur íslenskrar tónlistar er í dag

Til hamingju með það!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband