Færsluflokkur: Bloggar
Fata samtökin
23.1.2008 | 12:12
He, he, he! Sá þetta nýja nafn á Framsóknarflokkinn.
Ekki þarf Jón Björn vinur minn styrk frá flokknum til að líta vel út.
Ég hef aldrei fengið svo mikið sem sokkapar frá Fjarðalistanum.
Ekki nema furða að maður sé alltaf eins og ræfill til fara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hallarbylting í Fjarðabyggð?
23.1.2008 | 12:08
Maður er nú hálf gáttaður á sápuóperunni sem stendur yfir í Reykjavík. Ef ekki var málefnalegur ágreiningur er þetta þá ekki bara spurning um stöður? Titlatog? Jú, og væntanlega völd og hefnd. Allt eins og í Dallas.
Ég sé ekki meirihlutann í Fjarðabyggð springa nema ef til kæmi mikill ágreiningur. Ekki verða menn allavega fjáðir af því að vera formenn nefnda eða ráða í Fjarðabyggð, þar munar ekki miklu á því að vera almennur nefndarmaður.
Það er helst bæjarstjórastóllinn sem gæti verið skiptimynt í svona plotti. Hins vegar er Helga Jónsdóttir bæjarstjóri (stýra) okkar vel liðin af öllum og engin vill hana burt.
Svo er samkomulag meiri- og minnihluta gott sem hefur verið mjög dýrmætt á þessum uppbyggingartímum í Fjarðabyggð. Auðvitað takast menn á um ýmislegt en í stóru málunum slá hjörtun í takt.
Minnihlutinn sat að vísu hjá þegar síðasta fjárhagsáætlun var samþykkt. Þeir tóku hins vegar fullan þátt í gerð hennar og fluttu enga breytingartillögu.
Ég sé ekki hallarbyltingu framundan í Fjarðabyggð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aukin harka í Svæðisútvarpi Austurlands?
16.1.2008 | 12:39
Svæðisútvarpið er að sjálfsögðu mín uppáhaldsútvarpsstöð auk Rásar 2. Ég reyni alltaf að hlusta á Svæðisútvarpið enda oftast fjallað um mál sem skipta okkur íbúa Austurlands miklu máli. Svo hef ég oft lent í viðtölum þar og átt góð samskipti við alla sem þar hafa unnið, held ég.
Nýlega heyrði ég viðtal við Signýju Ormarsdóttur menningarfulltrúa Austurlands og undir lok viðtalsins gerðist spyrillinn nokkuð kræfur og saumaði að Signýju og virtist vera að reyna að fletta ofan af spillingu í úthlutunum Menningarráðsins. Signý svaraði þessu af mestu rósemi og slökkti þann eld sem reynt var að kveikja. Forvitnilegt verður að vita hvort kafað verður í næstu úthlutanir ráðsins og þær krufðar til mergjar. Ég fylgist spenntur með.
Svo heyrði ég viðtal við Einar Rafn Haraldsson framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands í gær um málefni fæðingardeildarinnar á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Ég varð opinmynntari eftir því sem leið á viðtalið því þetta minnti mig á 3. gráðu yfirheyrslu og voru sumar spurningarnar í sleggjudómastíl en kannski var gott að fá svör við þessum spurningum eins og:
"Væri ekki rétt að flytja Fjórðungssjúkrahúsið?"
"Hefur verið hugsað um að loka fæðingardeildinni og nota peningana í annað?"
Einar Rafn svaraði þessu í föðurlegum tóni og komst vel frá því. Hann hitti naglann á höfuðið og sagði þetta fyrst og fremst spurningu um betri samgöngur. Ég held að flestir geti verið sammála því. Svo vil ég bæta við að þetta er líka spurning um að leggja niður fordóma og hreppa- og sveitarfélagaríg.
Nú er spurning hvort Svæðisútvarpið er búið að skipta um stefnu og muni framvegis taka alla viðmælendur í 3. gráðu yfirheyrslu og sauma þétt að í framtíðinni.
Gaman væri að heyra í lesendum þessarar síðu um þetta og almennt um svæðisútvarpið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Kostir pabba
13.1.2008 | 13:55
"Það er gott að eiga pabba sem getur klórað manni á bringunni með skegginu."
MBG 12.01.2008
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýtt ár - nýtt starf
4.1.2008 | 13:00
Gleðilegt ár gott fólk!
Ég hef hafið störf hjá Gámaþjónustu Austurland - Sjónarás.Fyrirtækið er nýtt á Austurlandi og gamalt. Sjónarás er rótgróið fyrirtæki á Egilsstöðum sem sér um sorphirðu fyrir Fljótsdalshérað. Gámaþjónustan keypti það er það fékk stóran samning við Alcoa. Það er starfsemi sem er í uppbyggingu. Við sjáum um allar hliðarafurðir framleiðslunnar, rafskautin, málmgjall, kerbrot, sorp og annað sem fellur til við framleiðsluna. Auk þess erum við með snjómokstur og fleira fyrir Alcoa Fjarðaál.
Þetta er spennandi uppbyggingarstarf, byggja upp nýtt fyrirtæki og sameina því rótgróna á Egilsstöðum. Ég er þessa dagana að kynna mér starfsemina og fer í höfuðstöðvar Gámaþjónustunnar í Reykjavík eftir helgi. Þar kynnist ég söludeildinni, skoða aðstöðuna í Berghellu, Hafnarbakka og fleiri staði sem þetta stóra fyrirtæki er með á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess kynni ég mér starfsemi þeirra í Lettlandi og fleiri ný spennandi verkefni.
Framundan er svo að byggja yfir starfsemina á Reyðarfirði um 1000 fermetra hús. SPENNANDI!!
Margir halda að ég sé að vinna hjá fyrirtækinu sem sér um sorphirðu í Fjarðabyggð en það er misskilningur.
Nýjasti ofnotaði brandarinn er hvort "ég sé í rusli?"
Ég er semsagt ekki í rusli (þannig), er alsæll með gott framkvæmdastjórastarf, góð laun, hlunnindi, bjarta framtíð, góða heilsu og yndislega fjölskyldu.
Er hægt að biðja um það betra?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Gleðileg Jól
26.12.2007 | 18:53
Ég óska öllum vinum og vandamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Ég hlakka til næsta árs og vonandi er svo um flesta. Kær kveðja! Guðmundur R.
Dætur mínar Eyrún Björg og María Bóel og svo Gunna mín hér að neðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Aðstoðarmaður bæjarstjóra
19.12.2007 | 21:05
Allt dettur nú sumum í hug. Ég var spurður í óformlegu spjalli af fjölmiðlamanni í dag hvort sönn væri sú saga að ég væri næsti aðstoðarmaður Helgu bæjarstýru í Fjarðabyggð. HALLÓ!!!! Þeir sem spinna svona sögu eru nú ekki alveg með á nótunum, eða þekkja ekki bæjarkerfið. Ef sagan væri sönn:
Þá væri ég yfirmaður minn og undirmaður....
...og yfirmaður Helgu og aðstoðarmaður.
"Ég er afi minn" hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Nafnleysi á Netinu
19.12.2007 | 12:02
Þetta er náttúrulega ábyrgðarlaust að gera svona. Ég er ekki með Myspace síðu, ég hélt að þær væru bara fyrir þá sem vilja meika það í útlöndum. Hvernig er það er ekki beðið um persónuupplýsingar þegar svona síða er stofnuð?
Ég er sammála Jóni, hann hlýtur að kanna málið og láta loka síðunni.
Annars er þetta nafnleysi á Netinu alvarlegt mál og margir láta allskyns óhróður um fólk flakka án þess að þora að standa fyrir því í eigin nafni.
Mér var sagt á dögunum að sumir setji inn athugasemdir hjá sér sjálfum undir hinum og þessum nöfnum til að stýra umræðunni. Ég hafði nú ekki hugmyndaflug í svoleiðis bull. Svei, bara!
Síðan hefur ekkert með mig að gera" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skák og mát!
18.12.2007 | 14:25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Til hamingju Bubbi!
14.12.2007 | 10:08
Við Norðfirðingar þekkjum Björgólf bara af góðu sem fyrrverandi framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Það kemur nokkuð á óvart að hann sé farinn úr sjávarútveginum í flugið... og þó. Góðir menn geta stjórnað fyrirtækjum í mismunandi rekstri. Bubbi er stór og mikils metinn í stjórnun fyrirtækja á Íslandi. Margur er knár þó hann sé smár. Við höfum ósjaldan gert grín að "dvergnum frá Grenivík" á þorrablótum. Þetta nýja starf hans gefur okkur ný færi á næsta Kommablóti. "Horfðu til himins."
Ég óska Bubba til hamingju með nýja starfið og óska honum velfarnaðar.
Tilkynnt um starfslok Jóns Karls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)