Til hamingju Bubbi!

Við Norðfirðingar þekkjum Björgólf bara af góðu sem fyrrverandi framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Það kemur nokkuð á óvart að hann sé farinn úr sjávarútveginum í flugið... og þó. Góðir menn geta stjórnað fyrirtækjum í mismunandi rekstri. Bubbi er stór og mikils metinn í stjórnun fyrirtækja á Íslandi. Margur er knár þó hann sé smár. Við höfum ósjaldan gert grín að "dvergnum frá Grenivík" á þorrablótum. Þetta nýja starf hans gefur okkur ný færi á næsta Kommablóti. "Horfðu til himins." Whistling

Ég óska Bubba til hamingju með nýja starfið og óska honum velfarnaðar.


mbl.is Tilkynnt um starfslok Jóns Karls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Já það eru ekki margir sem fara í fötin hans Bubba, í þess orðs fyllstu merkingu. Það eru ekki margir sem taka svona hátt flug úr slorinu. En hann er klár strákurinn og getur stjórnað bæði á lofti, legi og landi.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.12.2007 kl. 10:32

2 identicon

Sitt sýnist hverjum

vilson muuga (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband