Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Þorrablót

Til hamingju með daginn kæru bændur!
Bóndadagur í dag og engin ennþá óskað mér til hamingju. Ekki er ég bóndi í eiginlegum skilningi en húsbóndi er ég á mínu heimili, jú svei!
Ég hlakka mikið til að fara á þorrablót sveitamanna í Norðfjarðarsveit, sem haldið er í Egilsbúð eins og undanfarin ár. Jón Björn vinur minn og forseti og hans eiginkona Hildur Vala bjóða okkur Gunnu með sér - takk!
Jón Björn skrifar og flytur annálinn af sinni alkunnu snilld. Já, ég hlakka til.

Svo er það Kommablótið eftir liðlega viku. Við erum að semja á fullu en að venju eru það Gummi Bjarna, Smári Geirs, ofannefndur Jón og ég sjálfur sem semjum þann annál og söngtexta. Meira um það síðar.

Gleðilegan þorra og gangið hægt... en örugglega um gleðinnar dyr!


Hlutur Austurlands

"Útfluttar iðnaðarvörur voru 55,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 34,3% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls. Einnig varð aukning í útflutningi sjávarafurða en samdráttur varð í útflutningi á skipum og flugvélum."

Nú væri gaman að sjá útreikning um það hversu stór hluti útflutnings þjóðarinnar kemur frá Austurlandi. Í þessu sambandi hefur verið rætt um að allt af 25% komi frá Fjarðabyggð þar sem Alcoa og 3 stór sjávarútvegsfyrirtæki starfa. Ég hef hins vegar ekki staðreynt þessar tölur en auglýsi hér með eftir nánari útreikningum á því hvar verðmætin verða til.

Gaman að fá svona jákvæðar fréttir í byrjun árs.


mbl.is 109 milljarða afgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínir menn í stuði!

Þetta verkefni er búið að vera lengi í farvatninu og vonandi verður þetta að veruleika. Gaman væri ef blaðmenn skrifuðu aðeins ítarlegri frétt um málið. Hverjir eru hvatamenn að þessu og hverjir eru væntanlegir með hlutafé? Þó við fyrir austan þekkjum þetta vel, þá á alþjóð að vita.

Áfram Seyðfirðingar og svo vil ég göng á milli okkar ;-)


mbl.is Færa verksmiðju í heilu lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband