Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Glæsileg framtíðarsýn!

Ég hef fulla trú á Möller.

Það vantar samt betri skýringar á því hvernig á að fækka sveitarfélögum svona með sameiningum. Þeir sem hafa lesið hugmyndir mínar á þessari síðu um Austurland sem eitt sveitarfélag skilja hvað ég meina. Flutningur á málefnum aldraðra og fatlaðra er eitt og sér ekki nóg til þess að sveitarfélögin verði sú sterka stjórnsýsla sem mig dreymir um.

Stærsta hagsmunamál okkar í Fjarðabyggð eru Norðfjarðargöng. Ég fagna því að framkvæmdir hefjist sem fyrst og ljúki eigi seinna en 2015. Kristján er búinn að lofa Stebba Þorleifs tengdaafa að hann nái að keyra þarna í gegn. Hann er 94 ára gamall og eldhress. Ég rétt vona að Stebbi sjái þennan gamla draum sinn rætast.

Gangi þér vel Kristján!


mbl.is Vill 20 sveitarfélög árið 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiljanleg reiði granna minna

Miðað við allt bullið og sukkið sem hefur átt sér stað í bankakerfinu skilur maður svo sem að það þurfi að hagræða en góðan dag!

Reyndar er það mín tillaga að íbúar Fjarðabyggðar mótmæli allir og láti Landsbankann finna fyrir því að við erum ekki ánægð.

Svo vona ég að Sparisjóður Norðfjarðar sem nú er að stórum hluta í eigu Fjarðabyggðar og fyrirtækja í Fjarðabyggð íhugi alvarlega að opna útibú á Stöðvarfirði. Það væri lausn á þessu leiðinlega máli.

Kær kveðja!

Guðmundur R. Gíslason,

íbúi í Fjarðabyggð sem er ekki í viðskiptum við Landsbanka Íslands og hefur aldrei verið svo ég muni.


mbl.is Þungt hljóð í íbúum á Stöðvarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband