556 milljónir í desemberuppbót

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2007

Á bæjarstjórnarfundi í gær var fjallað um endurskoðun á fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Þar kemur fram óvæntur glaðningur sem við höfum fylgst með þetta árið. Endurskoðaðar tekjur bæjarsjóðs nema 556 milljónum nettó. Mestu munar þar um auknar útsvarstekjur að upphæð 686 milljónir króna og einnig voru fasteignaskattar hærri en gert var ráð fyrir. Á móti koma lægri framlög jöfnunarsjóðs sem skýrist af háum tekjum bæjarsjóðs.

Við höfum náttúrulega ekki verið í eðlilegu rekstrarumhverfi þetta ár þar sem framkvæmdir við álver hafa verið í hámarki og dráttur á framkvæmdum kemur að einhverju leiti bæjarsjóði til góða á þessu ári. Framkvæmdaaðilar fá líka hrós í hnappagatið en skráning lögheimils erlendra starfsmanna hefur verið til fyrirmyndar. Því renna útsvarstekjur flestra sem unnu við framkvæmdina til Fjarðabyggðar.

Einnig lögðum við fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2008 sem ég mun fjalla um síðar. Ekki eru þar jafn rosalega skemmtilegar tölur og verðum við að sýna aðhald næsta ár. Þó er gert ráð fyrir rekstrarafgangi A-og B hluta upp á 425 milljónir án fjarmagnsliða en þeir verða um 388 milljónir skv. áætlun.

Mikil samstaða hefur verið í bæjarstjórn Fjarðabyggðar og var endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en fjárhagsáætlun næsta árs vísað til seinni umræðu sem verður eftir viku þann 20. des. Meira um hana síðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það er gott að það sé góð samstaða í bæjarstjórn en hefur fyrri umræðu um fjárhagsáætlun ekki alltaf verið vísað mótatkvæðalaust til seinni umræðu? Mig minnir það.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.12.2007 kl. 10:30

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Jú, það er rétt Elma. Minnihlutinn hefur hins vegar tekið fullan þátt í undirbúningi fjárhagsáætlunar og þau hafa verið jákvæð. Hins vegar verður örugglega hjáseta þegar kemur að afgreiðslu eftir viku.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 14.12.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband