Færsluflokkur: Bloggar

Draupnir slær í gegn!

Kíkið á þetta. Draupnir Rúnar vinur minn fer á kostum í þessu myndbandi.

http://www.nova.is/Pages/forsida.aspx


Austfirðingaball á Players

Þá er komið að því !


Hið margrómaða Austfirðingaball verður haldið á Players í Kópavogi laugardaginn 12. apríl 2008. Þessi böll eru einfaldlega bara snilld og eitthvað sem engin má missa af og er dagskráin skotheld að venju.

 

Borgfirska stórstirnið Magni Ásgeirsson fer þar fremstur meðal jafningja ásamt hljómsveitinni sinni Á móti sól og væri að æra óstöðugan að hafa fleiri orð um það.

 

Hljómsveitin Dísel  með Eskfirðinginn og Idol-söngvarann Eirík Hafdal í broddi fylkingar.

Þeir félagar hafa verið að koma sterkir inn að undanförnu og voru m.a. í hljóðveri á dögunum og mun afrakstur þess líta dagsins ljós á næstu misserum.

 

Guðmundur R. Gíslason gaf út sína fyrstu sóló plötu á síðasta ári og munum við væntanlega fá að heyra lög af henni í bland við annað efni sem kappinn hefur verið viðriðin í gegnum tíðina.

 

Og síðast en ekki síst Birna Sif sem stóð sig eins og hetja í Bandinu hans Bubba þar sem hún var austfirðingum til sóma með frammistöðu sinni og er þetta hennar fyrsta opinberlega framakoma eftir keppnina en jafnframt örugglega ekki sú síðasta.

  

austurglugginn.is er sérstakur samstarfsaðili í ár og má benda á umræðu um Austfirðingaball á spjallinu.

 

Nú er bara að drífa sig og hafa samband við austfiska vini og vandamenn og skella sér á geggjað Austfirðingaball á Players.

 

Allar nánari upplýsingar á

 www.promo.ispromo@promo.isSími 511-2220

Hlustið á Rúv - Rás 1 og 2

Ég verð í spjalli hjá Erlu Ragnars í fyrramálið eftir 10:00. (laugardagsmorgun)

Svo var því hvíslað að mér að Steinar vinur minn (bassaleikari, söngvari, lögga, hundatemjari, hestamaður, Sjálfstæðismaður.... ) verði næsti gestur í Laufskálanum sem er á Rás 1 á miðvikudagsmorgnum.

Það verður ekki spjallað við okkur á Bylgjunni, það er bókað, he, he, he!

Ég er sem sagt í borginni á landsþingi Sambands sveitarfélaga. Svo er árshátíð hjá Gámaþjónustunni á Hótel sögu á morgun. Gaman hjá mér!


Ég er lifandi!

Engin ritstífla!

Engin blogghræðsla!

Bara mikið að gera í nýju vinnunni og engin nettenging komin á. Samt svaka gaman og góðir félagar með mér hjá Gámaþjónustunni. Mikið að læra um nýjan vinnustað sem er álverið. Nýtt mötuneyti. Góður matur. Smelli hér með mynd af einkaritaranum mínum honum Georg. Alltaf nóg að gera hjá honum.

Georg Bjarnfreðarson 2008

Svo er hér mynd af starfsmönnum mínum á Reyðarfirði. Þó vantar á myndina Þórunni aðstoðarforstjóra, Óla Sigdór og Roman.

Gámaþjónusta Aust - Alcoagengið

Er að hlaupa á fullu þessa dagana. Hlauparinn Gömmi Lofa engu en er samt með áætlun sem ég ljóstra upp síðar.

 

Hver velur eiginlega gestadómarana í þáttinn hans Bubba? Villi og Björn Jörundur eru fínir. En Guð minn góður... Ég trúi ekki að Bubbi ráði þessu vali.

Þangað til næst,

lifið heil.


Fundur með sjávarútvegsráðherra

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fundar með sjávarútvegsráðherra í kvöld kl. 20:00. Embættismenn og hafnarstjórn verða á fundinum auk aðila frá SVN, Eskju og Loðnuvinnslunni.

Til fyrirmyndar hjá ráðherra að bregðast svona snöggt við.


Mikill skellur

Í gær var fundur hjá okkur í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Við ákváðum að hafa auka bæjarstjórnarfund í næstu viku þegar við erum búin að kortleggja betur hvaða áhrif loðnubresturinn hefur í Fjarðabyggð. 

Mjög stór hluti loðnukvótans er í eigu stóru fiskvinnslufyrirtækjanna í Fjarðabyggð: Síldarvinnslunnar, Eskju og Loðnuvinnslunnar. Ef ekki veiðist meiri loðna hefur það gríðarleg áhrif á fyrirtækin, starfsmenn, hafnarsjóð og allt samfélagið okkar.

Við skulum vona að loðnan sé í felum og veiðar hefjist aftur.

Börkur NK

Ef ekki... þá þarf ríkisstjórnin að koma myndarlega að málum svo þessum fáu byggðum sem byggja á loðnuveiðum og vinnslu blæði ekki.

Við vonum það besta en gerum ráð fyrir hinu versta.

Ég segi fréttir í næstu viku af okkar viðbrögðum

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíminn líður hratt...

...sem betur fer.

 

Það er gaman að eldast og þroskast.

Þráir einhver virkilega eilífa æsku?

Ekki ég.

Ég hlakka til efri áranna og gráu háranna,

hærri kollvika og annarra viðmiða.

Við eigum bara eitt líf, förum vel með það.

19. febrúar er góður og fallegur dagur.

Ég er einum degi eldri og þakka fyrir sérhvern dag.


Halló Akureyri! Hér kem ég!

Fór norður um daginn. Alltaf jafn gaman að dvelja á Akureyri þar sem ég bjó í 3 ár á meðan ég saug í mig vizku í Háskólanum á Akureyri.

Skoðaði plöturekkann í Hagkaup og sá þá þetta... jahérnahér, tók mynd á gemsann! Þeir klikka ekki norðanmenn og konur Wink

GRG í 3. sæti Hagkaup
Sæt saman! Guðmundur R (38) og Sigga Beinteins (43)

 


Tímanna tákn? Norðfjörður-Neskaupstaður-Fjarðabyggð?

Veðrið hefur tekið málið í sínar hendur.

Eftir að sveitarfélagið okkar heitir Fjarðabyggð vilja sumir meina að Neskaupstaður sé ekki til, einungis Norðfjörður. Hvað finnst ykkur?

Neskaupstaður skilti

Neskaupstaður skilti 2

Ég hvísla yfir hafið góða nótt

Þetta snilldarlag e. Gylfa Ægisson söng ég í fyrsta skipti á þorrablóti sveitamanna um síðustu helgi. Ekki það að ég vilji misskilja textann en þessi fyrsta vísa er fyndin. Ætli Gylfi hafi samið þetta í koju? 

Er napur vindur nístir kalda kinn
Og nóttin breiðist yfir bátinn minn
Ég kemst ei hjá að hugsa vina heim til þín
Og hugsunin, hún örvar handtök mín.

Svo er verið að æfa annál og lög fyrir kommablótið sem verður næsta laugardag. Það verður gaman!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband