Færsluflokkur: Bloggar
Vetrardekkin undir, í Guðanna bænum!
16.10.2007 | 08:48
Var að hlusta á útvarpið í morgun. Það var verið að ræða við einhvern frá Umferðarstofu, held ég, kannski "Umferðar Einar" Hann sagði frá því að bílar væru að renna á staura og aðra bíla í hálkunni.
Þessi snillingur sagði að nú væri þetta millibilsástand... á milli þess að fólk væri á sumardekkjum og vetrardekkjum.... bíddu keyra sumir á felgunum þessa dagana? það er ekki furða að bílar renni í hálkunni!!!!
Svo má alltaf setja keðjurnar undir. Það gerði Siggi Guðjóns alltaf með góðum árangri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tónleikar á Austurlandi
16.10.2007 | 08:33
Fimmtudag 18. okt. Fjarðahótel Reyðarfirði kl. 21:00
Föstudag 19. okt. Hótel Hérað Egilsstöðum kl. 22:00Laugardag 20. okt. Hótel Framtíð Djúpavogi kl. 22:00
Sunnudag 21. okt. Kaffi Sumarlína Fáskrúðsfirði kl. 21:00
Lög af diskinum Íslensk tónlist, Bestu lög Halla Reynis, Súellen lög og fl.
Miðaverð 1500 kr.
Laugardaginn 1. des. ásamt Hnökkunum. Dansleikur í Skrúð á FáskrúðsfirðiBloggar | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íbúasamtök á Norðfirði
15.10.2007 | 13:46
Íbúasamtök voru stofnuð á Norðfirði í síðustu viku. Mér finnst þetta gott framtak. Eftir að sveitarfélagið okkar er orðið þetta stórt er mjög mikilvægt að hvert hverfi stofni svona samtök. Ég lít ekki á það sem móðgun við bæjarstjórn, þvert á móti vonast ég sem bæjarfulltrúi til að eiga góða samvinnu við samtökin. Því miður var ég í Reykjavík og komst ekki á stofnfundinn.
Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá færist valdið fjær fólkinu eftir því sem sveitarfélögin verða stærri. Þess vegna væri gott mál ef öll hverfi Fjarðabyggðar stofnuðu svona samtök. Fyrir voru svona samtök á Reyðarfirði sem voru öflug fyrir síðustu kosningar.
Hvatamenn og stofnendur fá hrós vikunnar frá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Trúbadorahátíð gekk vel
9.10.2007 | 16:25
Hátíðin var vel sótt og stóðu allir tónlistarmenn sig með sóma. Tónleikar í safnahúsinu á föstudag voru hreint út sagt FRÁBÆRIR! Sjá mynd hér til hægri: Gummi Jóns, Magnús Þór, Auðunn Bragi, Halli Reynis og Guðmundur R.
Því miður voru veður válynd á laugardegi og því komust Ingvar Valgeirs og Einar Ágúst ekki austur. Guðmundur Haukur og Marinó fylltu þeirra skarð og fóru létt með það
Ég og Arnar Guðmundsson brunuðum svo í Mjóafjörð á sunnudagskvöld og héldum þar skemmtilega tónleika og fengum góðar viðtökur eins og við var að búast hjá Mjófirðingum.
Ég vil þakka öllum sem komu fram fyrir yndislega tónlist og styrktaraðilum fyrir stuðninginn. Sjáumst að ári... vonandi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki sssspurning...
28.9.2007 | 09:46
...þetta er rétt hjá Bubba og nákvæmlega það sem ég var að benda á með útgáfu minni.
"Íslensk tónlist" heitir diskurinn minn og ef menn lesa aftan á umslagið skilja menn það sem ég er að gagnrýna. Enskir textar vaða uppi hjá íslenskum tónlistarmönnum og tónlistinn þeirra hljómar líka eins og hún sé bresk eða bandarísk og vekur þar af leiðandi enga athygli erlendis. Íslensk tónlist með íslenskum textum er mun eftirtektarverðari á heimsmælikvarða.... ef menn eru á annað borð að spá í heimsmarkaðinn.
Ég held hins vegar að íslenskir tónlistarmenn eigi fyrsta að reyna að meika það á Íslandi áður en þeir reyna við hinn stóra heim... eða hvað?
Svo geta menn gagnrýnt Bubba fyrir að vera búinn að selja sig markaðsöflunum á Íslandi en hver vill ekki selja sína afurðir. Margir tónlistarmenn hafa engan kaupanda... þó þeir syngi á ensku!
Mér finnst boðskapur í tónlist skipta öllu máli. Bubbi fær hrós vikunnar fyrir að gera sjónvarpsþátt með verðugu og nauðsynlegu markmiði. Boðskapurinn í þessu verkefni er ljós.
Lifi íslensk tónlist og íslenskir textar
Bubbi býður þrjár milljónir fyrir íslenskuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Hvernig getur staðið á því...?
27.9.2007 | 15:26
...Í framhaldi af þessu dettur mér í hug að tímabundið áfengisleyfi sem kostaði 5000 kr. þegar sveitarfélögin gáfu þau út hækkuðu í sumar, þegar sýslumenn tóku þessa leyfisveitingu yfir, í 20.000- hvernig stendur á því? Er svona mikið dýrara að gera þetta hjá ríkinu en sveitarfélögunum?
Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Trúbadorahátíð Íslands 2007
19.9.2007 | 11:19
Þá er dagskráin að skýrast. Hátíðin verður frá 5.-7. október. Ljóst er að Magnús Þór, Gummi Jóns og Halli Reynis verða á hátíðinni. Gummi Jóns sálnahirðir er að gefa út sína 3. sólóplötu sem heitir "Fuður". Hann er að leggja lokahönd á hana og eitt lag komið í spilun. Magnús Þór er löngu orðinn landsþekktur fyrir lög sín "Álfar", "Ísland er land þitt" og mörg fleiri er líka að koma með nýja plötu. Halli Reynis gaf út 2 plötur á síðasta ári þannig að þarna eru ferskir tónlistarmenn á ferðinni.
Mig langar að gera aðra tilraun og spyrja ykkur hverja væri gaman að sjá á hátíðinni þetta árið. Síðast þegar ég spurði voru nefndir, Bubbi og Megas, Leo Gillespie og Aðalsteinn Leó (veit því miður ekki hver það er)
Eins og vanalega er öllum frjálst að vera með og þarf bara að hafa samband við mig á bgbros@simnet.is Í gegnum árin hafa margir minna þekktir ungir trúbadorar verið með og vona ég að svo verði einnig í ár. Allir að taka fram gítarinn. Það er aldrei of seint að byrja!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heilborun er kannski málið
17.9.2007 | 10:30
Eins og flestir á Austurlandi vita eru sveitarfélögin Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjörður að kanna hagkvæmni þess að heilbora svo kölluð Samgöng. Bæjarstjórar sveitarfélaganna hafa unnið saman að málinu. Nýr samgönguráðherra sýnir málinu bæði skilning og áhuga. Á fundi um málið bætti samgönguráðherra við þennan þriggja manna hóp þingmönnunum Einari Má og Arnbjörgu Sveinsdóttur auk fulltrúa Vegagerðarinnar. Nú er þetta 6 manna hópur sem vinnur að þessu máli af fullum þunga og vona ég að fýsileikakönnun sú sem unnið er að sýni svart á hvítu að þetta geti flýtt jarðgangagerð hér fyrir austan.
Samgöng eru tenging: Eskifjarðar - Norðfjarðar - Mjóafjarðar - Seyðisfjarðar auk tengingar upp á Hérað.
Enn eitt heimsmetið fellur í aðrennslisgöngum Jökulárveitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Æ, æ, æ!
12.9.2007 | 15:46
Bíddu nú við, er verið að mótmæla stóriðju, hvað stendur á fánanum?
Kannski sér þetta fólk ekki lengur mun á virkjunum og stóriðju.
Hvað með virkjanir fyrir netþjónabú, er það í lagi?
Allir aftur inn í torfkofana!!! Svo má fara í sumarfrí upp á Eyjabakka. Annars eru allir búnir að gleyma þeim, eða hvað?
Stóriðju mótmælt víða um heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tíminn flýgur áfram...
12.9.2007 | 11:44
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)