Trúbadorahátíð gekk vel

Hátíðin var vel sótt og stóðu allir tónlistarmenn sig með sóma. Tónleikar í safnahúsinu á föstudag voru hreint út sagt FRÁBÆRIR! föstudagstrúbbarSjá mynd hér til hægri: Gummi Jóns, Magnús Þór, Auðunn Bragi, Halli Reynis og Guðmundur R.

Því miður voru veður válynd á laugardegi og því komust Ingvar Valgeirs og Einar Ágúst ekki austur. Guðmundur Haukur og Marinó fylltu þeirra skarð og fóru létt með það Wink

Ég og Arnar Guðmundsson brunuðum svo í Mjóafjörð á sunnudagskvöld og héldum þar skemmtilega tónleika og fengum góðar viðtökur eins og við var að búast hjá Mjófirðingum.

Ég vil þakka öllum sem komu fram fyrir yndislega tónlist og styrktaraðilum fyrir stuðninginn. Sjáumst að ári... vonandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég vona að ég sjái þig að ári, en sitji ekki étandi þurran kjúkling á flugvellinum allan daginn til þess eins að láta svo Einsa skutla mér hálfgrenjandi heim. Bévítans...

Ingvar Valgeirsson, 9.10.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já, við reynum að ári

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 10.10.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband