Queen frá Norðfirði

Félagar mínir úr Brján (sem nú kalla sig Smile) eru að fara suður og meika það... enn og aftur. Ég hvet alla til að mæta enda frábærir tónlistarmenn á ferðinni.

Queenhelgin verður haldin á Players föstudaginn 5. október og laugardaginn 6. október. Íslenska Queen tribute - bandið Smile mun halda uppi fjörinu bæði kvöldin með Bjarna Frey, Jónsa í Svörtum fötum, Eirík Hauksson og Magna í broddi fylkingar. Jónsi og Magni koma fram sitthvort kvöldið.

Freddy M

Sérstakur gestur um helgina verður Peter Freestone sem var aðstoðarmaður Freddie's frá 1979 til dauðadags. Er þetta mikill hvalreki fyrir alla sem hafa áhuga á Queen og hinum stórbrotna söngvara, lagasmið og sviðsmanni Freddie Mercury.

 

Ágúst Ármann er þarna ein aðalsprautan eins og vanalega. Hann fékk á dögunum Menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og var meira en vel að þeim kominn. Til hamingju Aggi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þar erum við sammála Aggi átti þetta fyrir löngu skilið.....til lukku Aggi

Einar Bragi Bragason., 3.10.2007 kl. 14:26

2 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Tek undir það, góður strákur hann Aggi.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 3.10.2007 kl. 14:59

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hann er frábær og fjorðungnum okkar til sóma.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.10.2007 kl. 16:52

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

He is the king...he is the Don

Einar Bragi Bragason., 3.10.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband