Tíminn flýgur áfram...

...og hann teymir mig á eftir sér, söng Megas hér um árið. Þessi setning flaug í gegnum huga minn í gærkvöldi er við Gunna sátum skólafærninámskeið í Nesskóla. Já nú fer maður á námskeið sem foreldri er barnið byrjar í skóla. Yngri dóttir okkar er byrjuð í 1. bekk. Þetta námskeið var vel uppsett og fræðandi og ber vitni um fagmennsku og metnaðinn sem ræður ríkjum í Nesskóla. Það sem mér fannst sniðugt og ber vitni um að tíminn flýgur og þróunin er mikil var sú að upplýst var að krökkunum okkar yrði kennt á Microsoft Word ritvinnsluforritið í vetur. Ég fékk fyrst kennslu á það ágæta forrit er ég byrjaði í Háskóla. Er ég var í menntaskóla var ekki búið að finna það upp... ekki heldur internetið. Ja hérna, maður hljómar eins og gamalmenni en það er svo stutt síðan að það var ekki internet. Síðari hluti námskeiðsins verður í næstu viku og ég hlakka til. Nesskóli fær hrós vikunnar frá mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband