Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Ekki sssspurning...
28.9.2007 | 09:46
...þetta er rétt hjá Bubba og nákvæmlega það sem ég var að benda á með útgáfu minni.
"Íslensk tónlist" heitir diskurinn minn og ef menn lesa aftan á umslagið skilja menn það sem ég er að gagnrýna. Enskir textar vaða uppi hjá íslenskum tónlistarmönnum og tónlistinn þeirra hljómar líka eins og hún sé bresk eða bandarísk og vekur þar af leiðandi enga athygli erlendis. Íslensk tónlist með íslenskum textum er mun eftirtektarverðari á heimsmælikvarða.... ef menn eru á annað borð að spá í heimsmarkaðinn.
Ég held hins vegar að íslenskir tónlistarmenn eigi fyrsta að reyna að meika það á Íslandi áður en þeir reyna við hinn stóra heim... eða hvað?
Svo geta menn gagnrýnt Bubba fyrir að vera búinn að selja sig markaðsöflunum á Íslandi en hver vill ekki selja sína afurðir. Margir tónlistarmenn hafa engan kaupanda... þó þeir syngi á ensku!
Mér finnst boðskapur í tónlist skipta öllu máli. Bubbi fær hrós vikunnar fyrir að gera sjónvarpsþátt með verðugu og nauðsynlegu markmiði. Boðskapurinn í þessu verkefni er ljós.
Lifi íslensk tónlist og íslenskir textar
Bubbi býður þrjár milljónir fyrir íslenskuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Hvernig getur staðið á því...?
27.9.2007 | 15:26
...Í framhaldi af þessu dettur mér í hug að tímabundið áfengisleyfi sem kostaði 5000 kr. þegar sveitarfélögin gáfu þau út hækkuðu í sumar, þegar sýslumenn tóku þessa leyfisveitingu yfir, í 20.000- hvernig stendur á því? Er svona mikið dýrara að gera þetta hjá ríkinu en sveitarfélögunum?
Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Trúbadorahátíð 2007. Dagskrá
25.9.2007 | 15:52
Ég þakka góðar ábendingar. Nú liggur þetta fyrir og ég vona að mæting verði góð og allir skemmti sér vel.
Trúbadorahátíð Íslands 2007
6. árið í röð. 5.-7. október
föstudagur 5. október Tónleikar í safnahúsinu á Norðfirði kl. 21:00.
Halli Reynis - Gummi Jóns úr Sálinni - Magnús Þór Sigmundsson - Guðmundur R. Gíslason
laugardagur 6.október Tónleikar í Egilsbúð 22:00-23:30. Húsið opnar kl. 21:30
Einar Ágúst - Arnar Guðmundsson - Ingvar Valgeirsson
Októberfest í Egilsbúð frá 24:00-03:00 Pöbbakvöld - svaka fjör - Bjórtilboð!
Einar Ágúst og Ingvar Valgeirs
sunnudagur 7. okt.Tónleikar í Mjóafirði kl. 21:00 á Sólbrekku.
Arnar Guðmundsson og Guðmundur R. Gíslason. Frír aðgangur
Ungum og efnilegum trúbadorum boðið að taka þátt í hátíðinni og þarf aðeins að senda rafpóst á bgbros@simnet.is til að skrá þátttöku eða hringja í síma 899-2321. Styrktaraðilar: Egilsbúð, Menningarnefnd Fjarðabyggðar, Menningarráð Austurlands, (Rarik og kaupþing)Flugfélag Íslands og Sparisjóður Norðfjarðar.Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Trúbadorahátíð Íslands 2007
19.9.2007 | 11:19
Þá er dagskráin að skýrast. Hátíðin verður frá 5.-7. október. Ljóst er að Magnús Þór, Gummi Jóns og Halli Reynis verða á hátíðinni. Gummi Jóns sálnahirðir er að gefa út sína 3. sólóplötu sem heitir "Fuður". Hann er að leggja lokahönd á hana og eitt lag komið í spilun. Magnús Þór er löngu orðinn landsþekktur fyrir lög sín "Álfar", "Ísland er land þitt" og mörg fleiri er líka að koma með nýja plötu. Halli Reynis gaf út 2 plötur á síðasta ári þannig að þarna eru ferskir tónlistarmenn á ferðinni.
Mig langar að gera aðra tilraun og spyrja ykkur hverja væri gaman að sjá á hátíðinni þetta árið. Síðast þegar ég spurði voru nefndir, Bubbi og Megas, Leo Gillespie og Aðalsteinn Leó (veit því miður ekki hver það er)
Eins og vanalega er öllum frjálst að vera með og þarf bara að hafa samband við mig á bgbros@simnet.is Í gegnum árin hafa margir minna þekktir ungir trúbadorar verið með og vona ég að svo verði einnig í ár. Allir að taka fram gítarinn. Það er aldrei of seint að byrja!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heilborun er kannski málið
17.9.2007 | 10:30
Eins og flestir á Austurlandi vita eru sveitarfélögin Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjörður að kanna hagkvæmni þess að heilbora svo kölluð Samgöng. Bæjarstjórar sveitarfélaganna hafa unnið saman að málinu. Nýr samgönguráðherra sýnir málinu bæði skilning og áhuga. Á fundi um málið bætti samgönguráðherra við þennan þriggja manna hóp þingmönnunum Einari Má og Arnbjörgu Sveinsdóttur auk fulltrúa Vegagerðarinnar. Nú er þetta 6 manna hópur sem vinnur að þessu máli af fullum þunga og vona ég að fýsileikakönnun sú sem unnið er að sýni svart á hvítu að þetta geti flýtt jarðgangagerð hér fyrir austan.
Samgöng eru tenging: Eskifjarðar - Norðfjarðar - Mjóafjarðar - Seyðisfjarðar auk tengingar upp á Hérað.
Enn eitt heimsmetið fellur í aðrennslisgöngum Jökulárveitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Austfirðingaball í bænum
17.9.2007 | 10:06
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sjálfstæð útgáfa á tónlist. 5. hluti
13.9.2007 | 11:26
Nú er kominn tími á að segja ykkur frá hvernig gengur með plötuna.
Viðbrögð við útgáfunni hafa verið góð. Ég hef fengið tölvupóst og sms frá fólki sem hefur hrósað textunum og fundist lögin falleg. Margir eru að spyrja mig út í textana, um hvað einstaka lög fjalli þó þeir sem þekkja mig geti sjálfsagt getið í eyðurnar. Sumir hafa sagst hafa grátið yfir einstaka lögum og finnst mér það frábært. Það er gott að gráta. Ég hef verið að hugsa um að segja sögu laganna hér á síðunni. Sjáum til. Salan hefur gengið þokkalega og mér sýnist að fjárhagur þessarar útgáfu verði í lagi. Þökk sé kaupendum og styrktaraðilum.
Öll mannanna verk eru umdeilanleg og einnig platan mín "Íslensk tónlist". Þó dómur götunnar hafi verið góður var Andrea á Rás 2 ekki yfir sig hrifin en hrósaði þó textunum og fannst lögin ágæt. Hún var ekki sátt við söng minn og fannst ég full dannaður. Ég sendi Andreu bara tölvupóst og útskýrði hver pælingin var með útgáfunni. Þetta átti að vera yfirvegað og einfalt. Ég get öskrað og sungið eins og hetja, mig langaði ekki að gera það á þessari plötu. Ónefndur bloggari fann sig líka knúinn til að drulla yfir mig persónulega, tónlistina, textana og útlit umslagsins. Ég mun ekki svara svoleiðis skæruhernaði en vorkenni fólki sem líður svona illa. Ég er ánægður með að umslagið veki eftirtekt. Enda er það einstakt og engu líkt. Svo er bara spurning er þetta flott eða ljótt? Annað hvort, he, he,he! Allavega öðruvísi. Munið svo að það er textabók inn í forsíðunni með flottum myndum. Sumir hafa ekki fattað það.
Útvarpsspilun hefur verið góð á Rás 2 og þakka ég fyrir það. Rás 2 hefur frá byrjun haldið uppi heiðri íslenskrar tónlistar og þar fá allir séns. Rás 2 er ekki klíkustöð og er frjáls og óháð. Þar spila þáttargerðarmenn óskalög þó þau séu ekki á "playlista" sem klíka ákveður.
Bylgjan tók plötuna mína fyrir á hlustunarfundi þar sem Bylgjuklíkan ákvað að þetta væri ekki í takt við tónlistarstefnu Bylgjunnar. Þessu átti ég von á. Bjarni Ara hefur aldrei gefið Súellen séns síðan hann tók þarna við og ekki var við því að búast að hann fílaði mig. Takið samt eftir því ef þið nennið að hlusta á Bylgjuna að öll besta íslenska tónlistin er ekki spiluð þar. Bara tónlist sem allir þekkja og er orðin útjöskuð.
Viðtal verður við mig í Mogganum á morgun, Kastljósið hlýtur að fara að sýna lag með mér (sem var tekið upp í ágúst) ég verð að syngja á Players þann 21. ágúst, tónleikaferð um Austurland á teikniborðinu og útgáfutónleikar með Dúkkulísum á Organ í Reykjavík þann 11. október. Nóg að gerast og ég hef ekki sagt mitt síðasta.
Munið að ef þið viljið fá sendan disk þá sendið mér póst á bgbros@simnet.is og ég sendi hann um hæl. Margir hafa nýtt sér þessa þjónustu og er það vel.
Takk fyrir mig, Gummi R
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Æ, æ, æ!
12.9.2007 | 15:46
Bíddu nú við, er verið að mótmæla stóriðju, hvað stendur á fánanum?
Kannski sér þetta fólk ekki lengur mun á virkjunum og stóriðju.
Hvað með virkjanir fyrir netþjónabú, er það í lagi?
Allir aftur inn í torfkofana!!! Svo má fara í sumarfrí upp á Eyjabakka. Annars eru allir búnir að gleyma þeim, eða hvað?
Stóriðju mótmælt víða um heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tíminn flýgur áfram...
12.9.2007 | 11:44
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trúbadorahátíð Íslands 2007
10.9.2007 | 11:22
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)