Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Fyrsti í bæjarstjórn
5.9.2007 | 18:26
Þá er fyrsti fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar á morgun eftir sumarfrí. Gaman að taka aftur upp þráðinn. Ég mun eftir atvikum greina frá á þessari síðu hvað er helst á döfinni þar í bland við tónlistarfréttir.
Ég var á hádegisverðarfundi í dag með öðrum úr bæjarráði og fræðsluráði. Gestur fundarins var Jón Sigurðsson fyrrv. formaður Framsóknar og núverandi starfsmaður Háskólans í Reykjavík. Ég fór svo með Jón út í starfsmannaþorp Fjarðaáls og sýndi honum aðstæður þar. Þar eru miklir möguleikar sem við erum að skoða.... segi ekki meir en fylgist með fréttum úr Fjarðabyggð á morgun.
Áfram Fjarðabyggð, Austurlandi og allri þjóð til heilla!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þotuliðið með Rolex?
4.9.2007 | 16:30
Þessi frétt kallar fram margar minningar um dansleiki og tónleika. Ég hélt samt að fólk mætti tímanlega á svona viðburði. Þetta voru víst boðsgestir sem voru að klára snitturnar og kampavínið á öðrum stað í húsinu. Skamm og svei á þotuliðið!!!!!
Ég man þegar KK-bandið slúttaði í Egilsbúð um miðnætti en mættu svo fjölda gesta þegar þeir voru að róta út úr húsi um 01:00. Þá var fólk að mæta.
Hvernig stendur á því að Íslendingar fara svona seint út að skemmta sér. Pælið í því hvað það væri ljúft ef dansleikir t.d. væru frá 22-02 í staðin fyrir 24-04 sem er orðið algengt. Ég veit um marga sem nenna ekki á böll eða tónleika því þetta byrjar allt svo seint. Væri ekki rétt að breyta þessu?
Óstundvísir Íslendingar spilltu tónleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)