Færsluflokkur: Bloggar
Ég geng í Framsókn...
7.1.2009 | 09:09
...Nei varla. Þó hvað veit maður? Ástandið í pólitíkinni er vægast sagt málum blandið og blandað.
Gummi Steingríms kominn á feðra sinna slóðir. Þar fór góður tónlistarmaður úr Samfó.
Það er sjens að ég skoði Framsókn ef Jón Björn vinur minn og varaþingmaður býður sig fram í formanninn. Þá myndi ég láta mig hafa það að skrá mig og mæta á þingið. Mér skilst að það sé stuð á þessum samkomum og mikið drukkið, er það satt? Annars hef ég aldrei mætt á flokksþing hjá neinum flokki, kannski ekki kominn tími til.
Varaformaður sem nefndur er í þessari frétt er ekki ég, svo því sé haldið til haga.
Ég óska framsóknarmönnum allra flokka gleðilegs árs.
Gummi
Hiti á fundi framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gleðileg jól...
27.12.2008 | 20:25
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Happy Xmas!
10.12.2008 | 14:26
Snilldarlag og texti eftir John Lennon sem ég syng í Egilsbúð næsta föstudag og laugardag.
Frumsýning jólarokksins hjá Brján var um síðustu helgi og gekk vel. Matur og Þjónusta lukkaðist vel hjá Heiðu og Jóni. Góð byrjun hjá þeim sómahjónum. Svo spiluðum við nokkrir á lúðrana okkar á aðventukvöldi í kirkjunni. Ekkert smá gaman að þenja básúnuna aftur.
Ég gekk í F.T.T., félag tónskálda og textahöfunda. Eitthvað sem maður hefði átt að gera fyrir löngu. Svo fékk ég Stefgjöld í fyrsta skipti í háa herrans tíð. Þetta var fyrir útvarpsspilun 2007. "Samkomulag" var mest spilað eins og ég vissi en það kom mér á óvart að "Ástrósin" var hálfdrættingur á við "Samkomulag". Það hefur verið meira spilað en ég gerði mér grein fyrir. Svo er bara spurning hvort maður á að kaupa nýjan bíl eða bát fyrir stefgjöldin:-) Að öllu gamni slepptu þá hlýnaði mér um hjartaræturnar að sjá svart á hvítu að allavega þessu 2 lög voru spiluð, önnur minna eins og gengur.
Veður hafa verið válynd undanfarið. Ég fauk næstum því út af á skarðinu og það var frekar óþægileg tilfinning. Það væri gaman (not) að reikna út í hversu mikilli áhættu við lifum sem keyrum daglega yfir Oddskarð eða Fjarðarheiði, svo einhverjir fjallvegir séu nefndir. Þetta er ekki eins og rússnesk rúlletta en maður verður að vera vel vakandi og vanda sig. Maður er jú með lífið í lúkunum, það dýrmætasta sem maður á.
Bjarni vinur minn er alltaf að senda mér ljóð sem ylja mér um hjartaræturnar. Hann er snillingur drengurinn og gott að hann er farinn að skrifa aftur. Nú liggur bara leiðin upp á við. Það var ólýsanlega gaman að heimsækja hann um daginn þarna vestur og sjá með eigin augum hversu aðbúnaðurinn er góður. Mér var létt og ég er þess handviss að BT verður sterkur og stór þegar þessu tímabili í lífi hans er lokið. Þetta hefst allt með aðstoð vina og fjölskyldu. Svo er hann líka sterkur karakter en jafnvel sverustu trén bogna í rokinu.
Bless í bili.
E.s. Þessi færsla túlkar á engan hátt viðhorf bæjarstjórnar Fjarðabyggðar svo það sé á hreinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað með sparisjóðina?
2.12.2008 | 12:31
Í neyðarlögunum var minnst á 20% aðkomu ríkisins að sparisjóðunum.
Ég auglýsi hér með eftir svörum um aðgerðir til hjálpar sparisjóðum landsins.
Ég hef alla tíð verið stoltur viðskiptavinur Sparisjóðs Norðfjarðar og vona að ég verði það í framtíðinni.
Bjarga á fyrirtækjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tónlistin talar
1.12.2008 | 14:01
Þessa dagana er mikil músík í mínu lífi
Söngspírur Agga á Seyðisfirði
Ég var að syngja með stórhljómsveit Ágústar Ármanns á jólahlaðborði á Seyðisfirði síðastliðið laugardagskvöld. Þetta var gott kvöld og Seyðfirðingar voru ýkt hressir að vanda. Eyþór vert er líka skemmtilegur og var í sínu besta formi. Þessi hljómsveit gengur undir ýmsum nöfnum en nú var hún fullskipuð, þ.e. 7 manna band og að auki söng Heiða með okkur og gerði það vel eins og hennar er von og vísa.
Aðventutónleikar kórs Fjarðabyggðar voru í gær. Við Gunna mættum að sjálfsögðu til að heyra í Maríu Bóel dóttur okkar sem söng þarna með barnakór. Þetta voru skemmtilegir tónleikar og troðfullt hús í Kirkju- og menningarmiðstöðinni. Egils Ólafsson og Diddú sungu með kórunum og þetta var allt ákaflega hátíðlegt. Egill fær + fyrir leikræna tjáningu. Kór Fjarðabyggðar var svo að gefa út disk með lögum Inga T. Ég óska kórfélögum hjartanlega til hamingju með diskinn.
Það er ákaflega gleðilegt að austfirskir tónlistarmenn haldi áfram að gefa út diska. Nú bíður maður bara spenntur eftir disknum með Pjetri St. Arasyni.
Nú standa yfir æfingar í Egilsbúð, Jólarokk Brján verður sýnt um næstu helgi og verður það vonandi skemmtilegt. Það verður sýnt á jólahlaðborðum í Egilsbúð þar sem undirritaður og fleiri stíga á stokk næstu 2 helgar og jafnvel lengur.
Gleðilega aðventu!
Guðmundur R.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hált á blogginu!
26.11.2008 | 16:40
Ég hringdi í Snorra Hall í dag og bað hann afsökunar. Við áttum langt og gott spjall.
Mín ætlun var ekki að særa hann, fjölskyldu hans eða vini.
Bland af gleði yfir opnun Egilsbúðar og svekkelsi yfir því að þarna hafi verið lokað upp á síðkastið hljóp með mig í gönur. Í Egilsbúð eyddi ég tæplega 9 árum í vinnu og hef staðið þar á sviði reglulega síðan ég var 12 ára. Egilsbúð er og verður mér kær og ég hef skoðun á því sem þar gerist.
Ég bið alla hlutaðeigandi afsökunar.
26.11.2008
Guðmundur Rafnkell Gíslason
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kyrrlátt kvöld
25.11.2008 | 12:43
Kyrrlátt kvöldÞað er kyrrlátt kvöld við fjörðinn Meðan þung vaka fjöll yfir hafi, Því allir fóru suður í haust Dauðadóm sinn kvað hann upp og glotti
Texti: Þorlákur Kristinsson |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mælanleg markmið, takk fyrir!
10.11.2008 | 12:45
Ekki eitthvað orðagjálfur eins og: "stefnt er að..." "Leitast skal við..." og svo frv.
Eins og staðan er í dag þarf að setja skýr markmið og móta framtíðarsýn. Allir flokkar pexa um hvað fór úrskeiðis og auðvitað þarf að skoða það. Almenningur kallar á endurnýjun í öllum helstu valdastöðum.
Það sem skortir er samt FRAMTÍÐARSÝN.
Vilja nýjan stjórnarsáttmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heyrst hefur...
30.10.2008 | 17:00
Yfir 20 manns sagt upp hjá 365 og laun lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Stórar stelpur
26.10.2008 | 15:37
Tíminn líður hratt, orti Magnús Eiríksson fyrir rúmlega 20 árum. Það er hverju orði sannara.
Mér finnst gaman að eldast og langar ekki að verða 18 ára aftur. Dætur mínar stækka með hverjum deginum, Eyrún að fermast í vor og María á 8. ári. Eyrún Björg er orðin hærri en mamma sín, jahérnahér!
Það var matarklúbbur í gærkvöldi hjá okkur hjónum, mjög gott kvöld. Við strákarnir uppgötvuðum ýmislegt í okkar spjalli. T.d. við kunnum ekkert lag með Mugison eða Sigurrós. Þó okkur væri stillt upp fyrir framan byssukjaft og ættum lífið að leysa þa mundum við ekkert. Jón Hilmar gat þó raulað einhver gítarfrasa sem hann sagði með Mugison. Sæll! Fáfræði okkar eða........?
Svo komst ég að því að Elísa með Súellen er 20 ára þessa dagana. Til hamingju með það strákar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)