Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Heima er best
30.8.2008 | 00:23
Ég flaug suður á fimmtudag. Heimsótti BT vin minn sem hefur það bara fínt.
Svo bauð Ingvar Lundberg mér á frumsýningu á myndinni "Sveitabrúðkaup" en hann vann hljóðið í myndinni ásamt Kjartani Kjartans. Myndin var skemmtilegt svo var partý á eftir, svaka stuð. Ég og Ingvar smellpössuðum inn í þennan gleðskap með fræga og fína fólkinu... he, he, grín!
Svo ætlaði ég á fund til Akureyrar í dag en veðrið kom í veg fyrir það.
Ég er búinn að hringja 100 sinnum í Flugfélagið í dag. Ömurlegt! Svo eru þeir ekkert að flýta sér að uppfæra heimasíðuna. Ekki alveg nógu góð þjónusta að mínu mati.
Svo kom kallið eftir kvöldmat og ég er kominn heim. Yndislegt!
Haldið til Egilsstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Æ, æ, hvað segja aðrir í Samfylkingunni?
1.8.2008 | 08:36
Nú væri gaman að heyra viðbrögð Kristjáns Möllers, Einars Más Sigurðarsonar og fl. Þora þeir kannski ekki að segja sína skoðun? Strákar, það þurfa ekki allir að syngja hallelúja með Þórunni!
Er Þórunn ekki í röngum flokki? Ég álít að hún sé að reyna að standa sig fyrir skoðanasystkini sín í 101 Reykjavík og reyna að seinka verkefninu fram yfir næstu kosningar. Ég þess handviss að "Fagra Ísland" og "stóriðjustopp trixið" fældi fleiri atkvæði frá Samfylkingunni heldur en hitt í síðustu kosningum.
Ég get ekki sagt að ég sé stoltur Samfylkingarmaður í dag. Maður endar kannski í Sjálfstæðisflokknum eins og amma hefur alltaf sagt.
Misræmið varðandi Helguvík er algjört, hvers vegna?
Ég álít að þessi úrskurður geti ekki komið í veg fyrir verkefnið enda hlýtur það að standast þetta sameiginlega umhverfismat. Hins vegar getur seinkun komið í veg fyrir svona verkefni. Það er ekki gefið að fjárfestar sýni endalausa biðlund með sirkusinn fjölgar sýningum.
Hvernig væri að fólk í Norðurþingi biði Þórunni í heimsókn. Mér finnst rétt að hún skýri mál sitt augliti til auglitis við heimamenn. Það er örugglega til Latté á Húsavík.
Ákvörðun ráðherra kom mjög á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)