Æ, æ, hvað segja aðrir í Samfylkingunni?

Nú væri gaman að heyra viðbrögð Kristjáns Möllers, Einars Más Sigurðarsonar og fl. Þora þeir kannski ekki að segja sína skoðun? Strákar, það þurfa ekki allir að syngja hallelúja með Þórunni!

Er Þórunn ekki í röngum flokki? Ég álít að hún sé að reyna að standa sig fyrir skoðanasystkini sín í 101 Reykjavík og reyna að seinka verkefninu fram yfir næstu kosningar. Ég þess handviss að "Fagra Ísland" og "stóriðjustopp trixið" fældi fleiri atkvæði frá Samfylkingunni heldur en hitt í síðustu kosningum.

Ég get ekki sagt að ég sé stoltur Samfylkingarmaður í dag. Maður endar kannski í Sjálfstæðisflokknum eins og amma hefur alltaf sagt.

Misræmið varðandi Helguvík er algjört, hvers vegna?

Ég álít að þessi úrskurður geti ekki komið í veg fyrir verkefnið enda hlýtur það að standast þetta sameiginlega umhverfismat. Hins vegar getur seinkun komið í veg fyrir svona verkefni. Það er ekki gefið að fjárfestar sýni endalausa biðlund með sirkusinn fjölgar sýningum.

Hvernig væri að fólk í Norðurþingi biði Þórunni í heimsókn. Mér finnst rétt að hún skýri mál sitt augliti til auglitis við heimamenn. Það er örugglega til Latté á Húsavík.


mbl.is Ákvörðun ráðherra kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég hef aldrei getað skilið þenna umhverfisráðherra. Hún hamast við að fara eftir skoðunum háværra minnihlutahópa. Tek undir það Gummi, hún á núna að fara í heimsókn í Norðurþing og standa fyrir máli sínu. Það eiga þingmenn Norð-Austurkjördæmisins líka að gera en enginn þeirra nema Kristján Júlíusson hefur lýst skoðun sinni á ákvörðun hennar. Tek undir: Einar Már og Kristján,Samfylkingarmenn, standið nú við stóru orðin.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.8.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Ef það hefði ekki verið fyrir staðfestu Davíð Oddssonar og  Halldór Ásgrímssonar, þá væri ekkert álver á Austurlandi í dag og dugnaður Valgerðar var mikill.    Jafnframt var síðasta kjörtímabil svanasöngur þeirra beggja í íslenskum stjórnmálum.   

Maður veltir fyrir sér hvort álver hefði verið byggt á austurlandi ef Samfylkinging hefði verið í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili ??

Gísli Gíslason, 1.8.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held ég geti alveg tekið undir orð Guðna Ágústssonar.... þessi gjörningur Þórunnar var leikrit sem sett var á svið til að friða V-græna arminn í Samfylkingunni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2008 kl. 22:06

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mig langar til að leggja orð í belg í þessa ágætu umræðu hér.

Ég veit ekki alveg hvort ég er almennilegur Samfylkingarmaður. Ég er nefnilega svona hálfvolgur stóriðjusinni, sem er assgoti veikur fyrir því að taka tillit til umhverfissjónarmiða. En allavega gæti illa rekist í sumum flokkum hér á landi. 

Umhverfisráðherra fellir úrskurð um að álver og virkjun fari í sameiginlegt umhverfismat.  Ég er ekki tibúinn til að fordæma það.

Ég er hins vegar mun hlynntari stóriðjuuppbyggingu á Húsavík en Helguvík.

Ég er stuðningsmaður stóriðju og aukinnar atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni, en vil helst að hún sé í sem mestri sátt við umhverfið. Ég er sem sagt ekki eldheitur stóriðjusinni, né umhverfissinni sem er alfarið á móti allri stóriðju.

Ég held að farsælast til framtíðar sé að beggja sjónarmiðanna sé gætt.

En svoleiðis viðhorf eru örugglega ekki fín í 101, eða hvað?

Jón Halldór Guðmundsson, 5.8.2008 kl. 17:31

5 identicon

Jón Halldór er greinilega Framsóknarmaður sem ratar ekki heim.. Sjáðu ljósið og aldrei að vita nema þú verðir samferða fleirum á leiðinni :)

Daníel Geir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband