Heima er best

Ég flaug suður á fimmtudag. Heimsótti BT vin minn sem hefur það bara fínt.

Svo bauð Ingvar Lundberg mér á frumsýningu á myndinni "Sveitabrúðkaup" en hann vann hljóðið í myndinni ásamt Kjartani Kjartans. Myndin var skemmtilegt svo var partý á eftir, svaka stuð. Ég og Ingvar smellpössuðum inn í þennan gleðskap með fræga og fína fólkinu... he, he, grín!

Svo ætlaði ég á fund til Akureyrar í dag en veðrið kom í veg fyrir það.

Ég er búinn að hringja 100 sinnum í Flugfélagið í dag. Ömurlegt! Svo eru þeir ekkert að flýta sér að uppfæra heimasíðuna. Ekki alveg nógu góð þjónusta að mínu mati.

Svo kom kallið eftir kvöldmat og ég er kominn heim. Yndislegt!


mbl.is Haldið til Egilsstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að fara að taka þig á í skrifunum. Tvær færslur á heilum mánuði, það nær ekki nokkurri átt.

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já, BT er hress.

Já Elma, ég er sammála. En ég lofa samt ekki bót og betrun. Kannski!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 31.8.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

:)

Einar Bragi Bragason., 2.9.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband