Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hált á blogginu!

Ég hringdi í Snorra Hall í dag og bað hann afsökunar. Við áttum langt og gott spjall.

 

Mín ætlun var ekki að særa hann, fjölskyldu hans eða vini.

 

Bland af gleði yfir opnun Egilsbúðar og svekkelsi yfir því að þarna hafi verið lokað upp á síðkastið hljóp með mig í gönur. Í Egilsbúð eyddi ég tæplega 9 árum í vinnu og hef staðið þar á sviði reglulega síðan ég var 12 ára. Egilsbúð er og verður mér kær og ég hef skoðun á því sem þar gerist.  

Ég bið alla hlutaðeigandi afsökunar.

 

26.11.2008

Guðmundur Rafnkell Gíslason


Kyrrlátt kvöld

Kyrrlátt kvöld 

Það er kyrrlátt kvöld við fjörðinn
ryðgað liggur bárujárn við veginn.
Máfurinn, múkkinn og vargurinn
hvergi finna innyflin.

Meðan þung vaka fjöll yfir hafi,
í þögn stendur verksmiðjan ein
svo langt frá hafi,
ekkert okkar snýr aftur heim.

Því allir fóru suður í haust
í kjölfar hins drottnandi herra.
Bátar fúna rotna við naust
það nam vart með öðru en að hnerra.

Dauðadóm sinn kvað hann upp og glotti
þorpsbúa hann hafði að háði og spotti
síldin farin, fer ég líka
suður á bankana vald.

 

Texti: Þorlákur Kristinsson


Mælanleg markmið, takk fyrir!

Ekki eitthvað orðagjálfur eins og: "stefnt er að..." "Leitast skal við..." og svo frv.

Eins og staðan er í dag þarf að setja skýr markmið og móta framtíðarsýn. Allir flokkar pexa um hvað fór úrskeiðis og auðvitað þarf að skoða það.  Almenningur kallar á endurnýjun í öllum helstu valdastöðum.

Það sem skortir er samt FRAMTÍÐARSÝN.


mbl.is Vilja nýjan stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband