Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Rokkveisla í kvöld
27.10.2007 | 11:34
Nú eru vinir mínir í Brján að frumsýna í kvöld í Egilsbúð. Ég ætla að mæta ásamt gamla genginu sem oft hefur borið uppi þessar sýningar. Nú eru kynslóðaskipti og sýnir það styrk okkar hér í rokkinu. Hér er svo mikið af hljóðfæraleikurum og söngvurum að það hálfa væri nóg... fyrir stærra þorp:) Annars er aldrei of mikið af tónlist, hún er svo yndisleg... oftast.
Ég birti svo lærða gagnrýni á sýninguna eftir helgi þar sem ég kem til með að rakka alla í mig sem standa sig ekki. Því á ég von á litlu rakki, en miklu rokki.
Gangi ykkur vel, kæru vinir!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bo er flottur!
25.10.2007 | 10:39
Björgvin berst gegn sjálftöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Tónspil 20 ára
24.10.2007 | 14:18
Pjetur Sævar Hallgrímsson á heiður skilið. Tími sérverslana út á landi er víðast hvað liðinn en Pjetur er rekinn áfram af óbilandi áhuga á tónlist. Hann er trommari og gerði garðinn frægan fyrr á árum með Amon Ra, Bumbunum og fl. Hann er einnig virkur félagi í BRJÁN og hefur trommað í ófáum uppákomum á vegum klúbbsins.
Tónspil er á margan hátt mögnuð búð. Úrvalið af tónlist er óvíða betra. Þegar maður fer með gesti sína í Tónspil þá eru þeir alltaf gapandi yfir úrvalinu. Margir hafa þarna fundið fágæta gripi sem ekki fást í "stóru" búðunum fyrir sunnan, enda er aðallega hugsað um að dæla þar út vinsælustu titlum hvers tíma. Pjetur er með það vinsælasta en einnig tónlist sem er á jaðrinum og eflaust má halda því fram að Pjetur sé sjálfur með smekk sem er á jaðrinum... þess vegna er Tónspil svona flott búð. Afmælisveisla var svo haldin á síðasta laugardagskvöld þar sem Pjetur trommaði og margir stigu á stokk. Ég var upptekinn við tónleikahald og komst því miður ekki.
Til hamingju Pjetur!
Fyrir þá sem búa utan Austurlands má benda á heimasíðu Tónspils. Þar getið þið pantað fágæta diska. www.tonspil.is
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Magnað!
24.10.2007 | 11:22
Ég hvet sem flesta til að flytja frá Reykjavík, enda búa þar alltof margir. Flytja austur. Hveragerði er góður kostur, þar býr Kiddi vinur minn trommari, Magnús Þór, Magni og fleira gott fólk. Svo má alltaf flytja austar eins og margir hafa gert. Fjarðabyggð tekur vel á móti nýjum íbúum. Í Fjarðabyggð ertu á góðum stað!
Hugsið ykkur hvað það myndi leysa mörg vandamál ef það fækkaði svolítið í Reykjavík. Umferðin, mengunin, plássleysið, stressið....
Flott hjá Magna!
Magni hvetur vini sína til að flytja til Hveragerðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég fékk skemmtilega heimsókn
24.10.2007 | 10:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er líf eftir tónleikaferð?
22.10.2007 | 12:22
Já, segi ég. Maður er ekki samur á eftir en lífið heldur áfram. Ég og Halli Reynis vorum í fanta formi og fengum góðar viðtökur. Þökk þeim sem mættu, svei þeim sem sátu heima. Halli kenndi mér á gítar og mér fór gríðarlega fram og nú er bara að halda áfram að æfa sig. Sérstaklega gaman var að flytja Súellen lögin í kassagítarútsetningum. Einungis góð lög þola það að vera flutt með kassagítar og raddböndum. Elísa, Kona, Ferð án enda og Svo blind voru á dagskránni hjá mér. Einnig flutti ég nýtt lag sem er vals sem ég samdi til Gunnu minnar. "Sennilega besta lag sem þú hefur samið" sagði Halli... takk fyrir það. Ég er þá í framför, he, he!
Ég og Halli skokkuðum svo hringinn á Norðfirði á föstudaginn og fengum mínus 20 rokkstig fyrir það. Skokkuðum svo 8 kílómetra á sunnudaginn í roki og rigningu... þar með fuku af okkur öll rokkstig sem til voru.
Svo er Bubbi að koma á Norðfjörð að leita að söngvara. Það verður gaman að fylgjast með því. Nóg er af góðum söngvurum á Austurlandi. Nú er bara að mæta kæru söngvarar framtíðarinnar.
Eftir ræðu mína á Egilsstöðum um útlensku/íslensku böndin á Airwaves kviknaði hugmynd hjá Auði Hótelstjóra á Héraði sem gaman verður að vinna að. Íslenska innrásin verður vonandi að veruleika. Meira um það síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skiptir máli hvaðan við komum?
18.10.2007 | 13:31
Auðvitað skiptir það máli. Ég hef oft velt þessu fyrir mér varðandi tónlist.
Mig langar að benda á frábæra grein í Mogganum í dag á bls. 46 eftir Ingveldi Geirsdóttur sem heitir Er sprengjuhöllin sveitó?
Megin inntak greinarinnar er að Sprengjuhöllin er töff... af því hún er skipuð sætum strákum úr Menntaskólanum í Hamrahlíð. Ef þeir væru frá Selfossi, Akranesi eða Egilsstöðum þætti þetta MJÖG hallærislegt. Miðbæjarrotta með trefil myndi aldrei viðurkenna þá. Ég held að þetta sé rétt.
Landsbyggðarbönd hafa alltaf sætt fordómum... hjá gagnrýnendum í Reykjavík. Þeir sem hafa reynt að skrifa tónlistarsöguna hafa líka átt erfitt með að fjalla um tónlist frá landsbyggðinni en þess í stað skrifað margar blaðsíður um bönd sem komu fram á örfáum tónleikum í Reykjavík... en voru frábær. Enn hefur ekki verið skrifuð poppsaga Íslands sem mark er á takandi, því miður. Væri ekki hægt að fá sagnfræðing í verkið með tónlistaráhuga?
Já, já, ég veit hvað þið hugsið... hann er bara með minnimáttarkennd... enda frá Neskaupstað... eins og Glúmur!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Unglingahljómsveit frá Norðfirði
17.10.2007 | 13:16
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Vetrardekkin undir, í Guðanna bænum!
16.10.2007 | 08:48
Var að hlusta á útvarpið í morgun. Það var verið að ræða við einhvern frá Umferðarstofu, held ég, kannski "Umferðar Einar" Hann sagði frá því að bílar væru að renna á staura og aðra bíla í hálkunni.
Þessi snillingur sagði að nú væri þetta millibilsástand... á milli þess að fólk væri á sumardekkjum og vetrardekkjum.... bíddu keyra sumir á felgunum þessa dagana? það er ekki furða að bílar renni í hálkunni!!!!
Svo má alltaf setja keðjurnar undir. Það gerði Siggi Guðjóns alltaf með góðum árangri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tónleikar á Austurlandi
16.10.2007 | 08:33
Fimmtudag 18. okt. Fjarðahótel Reyðarfirði kl. 21:00
Föstudag 19. okt. Hótel Hérað Egilsstöðum kl. 22:00Laugardag 20. okt. Hótel Framtíð Djúpavogi kl. 22:00
Sunnudag 21. okt. Kaffi Sumarlína Fáskrúðsfirði kl. 21:00
Lög af diskinum Íslensk tónlist, Bestu lög Halla Reynis, Súellen lög og fl.
Miðaverð 1500 kr.
Laugardaginn 1. des. ásamt Hnökkunum. Dansleikur í Skrúð á FáskrúðsfirðiTónlist | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)