Frestun á snjóflóðamannvirkjum - einu sinni enn?

Þegar snjóflóðin féllu á Vestfjörðum 1994 með hörmulegum afleiðingum lofaði þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson úrbótum um allt land. Heilmikið hefur verið gert, m.a. í Neskaupstað þar sem upptakastoðvirki og þvergarður var byggður til að verja hluta byggðarinnar neðan Drangagils. Ætlunin var að halda áfram í sífellu en þegar stóriðjuáform komust á koppinn var ákveðið að fresta framkvæmdum vegna þenslunnar á Austurland... gott og vel. Fyrir því voru ákveðin rök. Þegar kreppan knúði dyra og samdráttur varð á flestum sviðum áttu þessi rök ekki lengur við. Fyrr á þessu ári var því lofað á borgarafundi í Neskaupstað af forsvarsmönnum Ofanflóðasjóðs og Umhverfisráðuneytis (eftir samþykki fjármálaráðuneytis) að boðið yrði út samhliða upptakastoðvirki og þvergarður neðan Tröllagils, sem verja á innsta hluta bæjarins. Búið er að bjóða út upptakastoðvirkin en þvergarðurinn hikstar nú í ríkiskerfinu.

Ég er kannski svona vitlaus en ég spyr hvers vegna er frestað?

Við erum að tala um mikið hættusvæði, mannslíf eru í veði

Peningar eru til í sjóðnum

Framkvæmdir er til þess fallnar að draga úr atvinnuleysi/kreppunni, eru mannaflsfrekar. 

Mér finnst þetta með ólíkindum og spyr hvort eigi að nota peninga Ofanflóðasjóðs í eitthvað annað????? Jafnvel "eitthvað annað".

Svar óskast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég get því miður ekki svarað þessu og þykist vita að ráðamenn geti heldur ekki svarað þessu. Það á nefnilega að nota alla þá sjóði og allt það framkvæmdafé sem til er, til framkvæmda á suð-vestur horninu. Þú hlýtur eins og ég að hafa heyrt yfirlýsingar forsætisráðherrans um væntanlegar framkvæmdir. Hlálegast er auðvitað bygging hátækni sjúkrahúss fyrir 50 milljarða eða svo og það á sama tíma og ekki fæst fólk til starfa á þessum stofnunum. Það er deginum ljósara að það er ekki hlustað á þær raddir sem benda á betri og hagkvæmari lausnir. Þær eru kannski of ódýrar!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.9.2009 kl. 09:27

2 identicon

Sæll félagi. Já. Blessaðir sjóðirnir okkar skattgreiðenda. Nú hefur stefnan verið tekin á það, að seilast ennþá dýpra ofan í vasa skattgreiðenda, með því að fá lífeyrissjóðina til þess að fjármagna stórframkvæmdir, sem eingöngu virðast miðast við höfuðborgarsvæðið, eins og venjulega. Ofanflóðasjóður eða hvað þetta heitir nú allt, er bara líka lagður að veði í þessu geimi vinur. "They don´t care about us - they only care about, who´s gonna take the blame!" Michael C Ruppert

Bleaf Productions ehf (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 15:28

3 identicon

Sæll Gummi. Þetta finst mér vera frábært blogg. gott að velta þessu aðeins upp. Því miður veitt ég ekki svörin, en Mig grunar að þetta séu þeir sem ráða landinu sem stjórna þessu, Svo hef ég 1 innlegg í umræðuna hvað er að frétta af göngunum sem Stjáni Möller ætlar að bora eða sprengja hjá okkur. Það hefur ekkert heyrst og hann sem var nú ekki lítið montinn hérna á fundinum í vor.

Ég tek undir með þér, hvað er að frétta af þessu  Snjóflóða máli?  Og hvað er að frétta af Nýjum Norðfjarðagöngum?

Valdi (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband