Maraþon á landsmóti í sumar

Nú er ég loksins búinn að finna markmið... eða öllu heldur Jói Tryggva sem gaukaði þessu að mér.

Ég ætlaði reyndar bara að hlaupa erlendis eins og ég gerði með Hálfdáni og Birni í fyrra en þið vitið, gengið og allt þetta vesen setur strik í reikninginn. Reykjavíkurmaraþon hentar mér ekki, tímasetningin er þannig. Maður á að njóta sumarsins, það er Neistaflug, pæjumót, hjólhýsaferðir, grill og öl sem því fylgir. Því er formið ekki upp á það besta í ágúst.

Landsmót UMFí verður haldið á Akureyri í júlí og í fyrsta skipti verður keppt í maraþonhlaupi. Þetta verður einnig fyrsta maraþonhlaupið í Eyjafirði. Hlaupið fer líklega fram laugardaginn 11. júlí fyrir hádegi. Þá reyni ég að nálgast tímann 4 klukkustundir en í Kaupmannahöfn hljóp ég á 4:17.

þetta er verðugt og skemmtilegt markmið.

Hér með auglýsi ég eftir góðu fólki til að slást í för með okkur Jóa Tryggva. Það er ekki of seint að byrja. 4 mánuðir til stefnu.

 Þá er ég búinn að opinbera markmiðið og setja á mig pressu.

Nú verður ekki aftur snúið.

"Run to the hill, run for you life"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég er ánægð með þig! Þú ert hlaupahetjan mín.

SigrúnSveitó, 13.3.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég myndi gjarnan vilja hlaupa þetta með þér, en þar sem mér er lífsins ómögulegt að vakna fyrir hádegi á laugardögum er það ekki inni í myndinni. Svo ætlaði ég einmitt að mála stofuna þennan dag...

Ingvar Valgeirsson, 16.3.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er glæsilegt markmið hjá þér.

Ég skokkaði nokkuð fyrir all löngu síðan, reyndar eru mörg kíló og ár síðan.

Aldrei lagt í maraþon, en það svæsnasta sem ég gerði var að hlaupa yfir Fjarðarheiði.

Jón Halldór Guðmundsson, 17.3.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband